Frúin - 01.03.1963, Blaðsíða 28

Frúin - 01.03.1963, Blaðsíða 28
ÉG verð að viðurkenna, að hjóna- band okkar Arthurs var komið niður í þann öldudal, að ekkert virt- ist geta orðið því til hjálpar. Þetta sameiginlega lífsfley okkar ætlaði ekki að standa af sér brotsjóina, sem á því dundu. Það gekk orðið svo langt, að okkur datt í hug að leysa upp fallega heimilið okkar og fara hvort sína leið, — í stuttu máli: okk- ur leiddist nærvera hvors annars, og vorum þó aðeins búin að vera gift í þrjú ár. Mér er það vel ljóst, að ástæðan fyrir því, að við fjarlægðumst hvort annað var sú, að við urðum að sjá á bak yndislegri eins árs stúlku, sem var sólargeisli okkar beggja. Þeg- ar ég fékk að vita, að mér mundi ekki auðnast að eignast fleiri börn, var sem ósýnilegt fortjald aðskildi okkur. Þetta voru að sjálfsögðu óvitur- legir hugarórar, þegar við þurftum hvað mest á aðstoð og ástúð hvors annars að halda. Svo var það eitt kvöldið, fyrir um það bil mánuði, að ég fékk ákveð- ið hugboð um, að eitthvað alveg óvænt væri í aðsigi. Hvort það mundi færa mér ánægju og gæfu, gerði ég mér ekki ljóst. Við hjónin sátum — eins og svo oft áður — hvort í sínum stól og lásum. Klukkan tifaði á veggnum og tíminn leið. Það sindraði frá eld- stónni og hlýjuna lagði um herberg- ið, en — það var svalur andvari í sálum okkar beggja. Allt í einu var kyrrðin rofin. Úti fyrir heyrðist eitthvert eymdarvæl. Okkur varð báðum litið í átt til dyra, og svo hvort á annað. Hvorugt okk- ar sagði orð. Við grúfðum okkur nið- ur í bóklesturinn, við vorum að flýja okkur sjálf. Þögnin varð enn átakan- legri í herberginu. Enn liðu nokkrar mínutur, þá heyrðist sama hljóðið aftur, en í þetta skipti enn greinilegar en áður. — Eigum við ekki að athuga, hvað hér er á seiði? sagði ég og stóð upp. — Ef þér sýnist svo, svaraði Art- hur og hreiðraði enn betur um sig í hægindastólnum, með sinn ómiss- andi reyfara. Á stéttinni, fyrir utan dyrnar, stóð grábröndóttur köttur, er leit á mig biðjandi augnaráði. Hann mjálmaði værðarlega, um leið og hann nudd- aði sér við fætur mér. — Vesalings kisi minn! tautaði ég við sjálfa mig, um leið og ég tók hann í fang mér, sem hann virtist alvanur, því að nú tók hann að mala af ánægju. — Nú fer ég með þig inn og hressi eitthvað upp á þig, muldraði ég nið- ur í feld kattarins. Arthur glápti með fyrirlitningu á kisa minn, er ég lagði hann á dún- mjúka gólfábreiðuna fyrir framan eldstóna. — Hamingjan hjálpi mér! Hvað ætlarðu að gera með þetta kvikindi hingað inn á heimilið? sagði hann með megnustu fyrirlitningu í rödd- inni. — Þú veizt ósköp vel, að við 28 FRÚIN

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.