Frúin - 01.03.1963, Blaðsíða 37

Frúin - 01.03.1963, Blaðsíða 37
Jafnvel fiskkökur úr leifum geta orðið spennandi réttur þegar þær eru festar á tein með tómatsneið, harðsteiktu bacon, blómkálsvendi og ólífu. Steiktar kartöflur bornar með. „baði“, annað hvort í skúffunni í ofninum eða í stórum potti ofan á eldavélinni. Látið lok eða málm- pappír yfir mótið. Fylgist með suð- unni og bætið heitu vatni út í ef þörf krefur. Rétturinn er borinn fram í mótinu eða leirklukkunni og steiktum bacon-bitum stráð ofan á og baconfeitinni hellt yfir. Tómatketchup heyrir til, og er hentugast að láta flöskuna standa á borðinu þannig, að hver fái sér eftir smekk. Oft er tómatmaukið eða saf- inn látinn saman við réttinn í ofn- inum. Fiskréttir bakaðir í ofni, í eldföstu móti, eru ávallt ljúffengir og spara líka tíma. Nýr fiskur er auðvitað allt- af beztur, en frystu fiskflökin eru líka mjög góð og tilvalið að eiga pakka af þeim í ísskápnum, því að oft er nýr fiskur ófáanlegur. Skerið frysta fiskinn í bita með heitum hníf, brúnið hann aðeins í smjörl. á pönnu (betra að blanda saman smjörl. og matarolíu — þá steikist fiskurinn fyrr og verður fallegri), látið hann síðan í smurt eldfast mót, hellið heitu vatni á steikarpönnuna og hellið því yfir fiskinn. Ef mótið er nógu stórt, er tilvalið að sjóða kartöflurnar með fiskinum. Flysjið þær, skerið þær í sneiðar eða bita og raðið utan um fiskinn. Látið 1—2 lárviðarlauf með. Á sama hátt má sjóða lauk með fiskinum. Alls konar bragðbæti má svo hafa með fiskinum, t. d. strá yfir hann rifnum osti eða hella yfir hann tómatmauki eða sítrónusafa. Ef fiskréttinn á ekki að nota fyrr en eftir 1—2 daga, má geyma hann í eldfasta mótinu eftir að hann hefur verið tekinn af pönnunni, leggja málmpappír yfir mótið og geyma í ísskápnum. Daginn, sem fiskurinn er borinn fram, má svo, ef menn vilja heldur þykka sósu, gera fisksoðið þykkt með eggjarauðu og rjóma, eða taka bita af smjör- og hveitipylsunni, sem geymd er í ísskápnum, Reynið einhvern tíma að blanda pilsner og vatni til helminga yfir fiskinn. Fisk-gratín er ágætt að búa til úr frystum flökum, og það drýgir rétt- inn og gerir hann bragðbetri að hafa með honum soðið makkaroní eða spaghetti, og eins og allar húsmæð- ur vita. er gratín eitthvað það bezta, sem hægt er að nota fiskleifar í. Ofannefndir kjöt- og fiskréttir geymast ágætlega í ísskáp, og það gefur húsmóðurinni öryggiskennd að vita af þeim þar, ef matseðill dags- ins skyldi brenglast til, og því meir, sem hægt er að geyma í ísskápnum af „fyrirfram-tilbúnum“ mat, því betra. Soðnar, kaldar kartöflur er t. d. ágætt að eiga í ísskápnum. Stórar soðnar kartöflur má t. d. láta inn í heitan ofn og baka þær. Skerið kross ofan í þær áður en þær eru látnar inn í ofninn, kreistið þær og látið smjörbita ofan á. Þær fylla upp í máltíð úr matarleifum, hvort held- ur þær eru útbúnar á þennan hátt, eða steiktar í sneiðum eða hrærðar í mús. Bökuðu kartöflurnar eru sér- lega góðar með síld og vel á minnzt: Hverjum finnst ekki góð síld! Kaup- ið síldarflök, vefjið þau vel inn í málmpappír og geymið í ísskápnum. Notið hugmyndaflugið þegar þér berið fram síldina, því að allt mögu- legt fer vel með henni. Litið t. d. löginn, sem þér leggið síldarbitana í, með rauðrófusafa, og berið fram rauðrófur, lauk og kartöflur með henni. Þá er síld einnig ágæt með tómatmauki, í karrymayonnaise, o. fl. o. fl. Hér er svo uppskrift af vin- sælum síldarrétti: íSíld í eggjakremi 4 síldarflök (súrsíld) skorin í jafn- stórar skáræmur og raðað á fat. Hrær- ið vel 75 g af linu smjörl. eða smjöri saman, og þeytið 4 eggjarauður sam- an við, einni og einni í einu. Bætið út í 1 súputeningi, 1 dl estragon- ediki, 30 g sykri og 1 matsk. af frönsku sinnepi. Látið í pott og hrær- ið í því yfir mjög vægum eldi og haldið sósunni rétt við suðumark. Gætið þess að hún sé kekkjalaus. Lát- in kólna, síðan hellt yfir síldarbit- ana, og stráð yfir með kapers. Annar síldarréttur, sem alltaf „ger- ir lukku“: Heil síldarflök eða bitar látin ofan á lag af þunnum lauk- sneiðum. Þakið breiðu af mayonn- aise blandaðri söxuðum harðsoðn- um eggjum. Agúrku- og rauðrófu- sneiðum raðað í kring. Síldarauga er ljúffengur réttur úr kryddsíld. Hringur af smátt saxaðri síld er umgirtur söxuðum lauk, söx- uðum rauðrófum og agúrkum. Inn- an í síldarhringinn er látin hrá eggjarauða, skreytt með kapers. — Skammtað á hvern mann. Enn einn tímasparnaðurinn er að brúna stóran skammt af lauk og geyma hann í lokuðu glasi í ísskápn- um. Mjög ljúffenga sósu með síld og fiski er hægt að búa til með því að blanda saman lauknum og tóm- atmaukinu, þynna mátulega mikið með súpukrafti. Krydda með salti og pipar. Eins og áður er sagt, er heillaráð að hafa slíkan eldhúsdag einu sinni í viku, bæði til þess að létta fyrir matreiðslunni næstu daga framundan, og til þess að fara yfir FRÚIN 37

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.