Frúin - 01.03.1963, Blaðsíða 21
Andlitsförðunin er
dekkri á neðri hluta
andlitsins, en í ljósari
litbrigðum fyrir ofan
augnlínuna. Munnur-
inn málaður eftir sín-
um réttu línum (en
ekki út fyrir þær, eins
og stundum sést), vara-
liturinn skærrauður.
Langþýðingarmest er
þó augnförðunin. Fyrst
er dregin mjó svört
lína þétt við augnhár-
in á efri augnlokunum,
og ofan við hana er
máluð önnur lína í
„sanséruðum" gljáandi
augnskugga, í sömu lit-
brigðum og augnlitur-
inn. Þetta gefur aug-
unum meiri dýpt í
daufri kvöldlýsingunni
Francoise Dorleac
twistar í svörtum
flauelskjól, þökt-
um svörtum perl-
um að ofan.
Catherine Deneuve, hin nýja eig-
inkona Roger Vadim, með róman-
tíska hárgreiðslu — hárið er greitt
í þykka slöngulokka ofan á hvirfl-
inum. Hún var í blússu úr drapp-
litu krepefni, og brúnu, röndóttu
pilsi. Rendur eru að færast meir
og meir í tízku nú.
Einna mesta eftirtekt vakti hár-
greiðsla Audrey Hepburn. Hár-
kambur (chignon) uppi á kollin-
um, hárið greitt upp í hnakkan-
um, en í vöngunum eru róman-
tískir lokkar greiddir niður yfir
eyrun. Hvít satínslaufa í hnakk-
anum neðan við kambinn. Þessi
greiðsla gerir hálsinn ennþá
grennri og lengri.
Það, sem einkenn-
ir alveg sléttan
þröngan kjól frá
tízkuhúsinu Heim,
er „sundbols“háIs-
málið, með einni
gríðarstórri
skrautnælu í
miðju. Sýningar-
stúlka frá Heim
ber kjólinn.
Hið „geómetriska“ hálsmál
(,,sundboIs“háIsmálið) á svartri
flauelsblússu með plómulituðu
pilsi. Stúlkan á myndinni er
Florence Cras, 19 ára gömul auð-
mannsdóttir frá Farís.