Frúin - 01.03.1963, Blaðsíða 46

Frúin - 01.03.1963, Blaðsíða 46
Hárið. Fallegt, snyrtilegt hár er ein helzta prýði konunnar. Hún á því að kapp- kosta að hirða það sem allra bezt. Talið er að ljóshært fólk hafi flest hár á höfði, þá dökkhært fólk, síðan svarthært og loks rauðhært. Hirðing hárs. Hárinu hættir fremur til að ó- hreinkast en öðrum líkamshlutum, vegna gerðar sinnar, t. d. af völdum loftsins, ryki, sóti og fituögnum er eiga auðvelt með að setjast í það. Þess vegna er vandlegur þvottur mjög nauðsynlegur liður í hirðingu hárs- ins. Þó getur of tíður hárþvottur verið varhugaverður. Fitukirtlarnir í hár- sverðinum sjá um það að næg fita sé í hárinu og þess vegna er ekki rétt að fjarlægja fitu þessa með of tíðum þvottum. Afleiðingin getur hæglega orðið sú, að hárið verði stökkt og gljáinn hverfi og hárrot komi til sög- unnar. Feitt hár má þvo 10. hvei’n dag og eðlilegt hár 14. hvern dag, en of þurrt hár ætti aðeins að þvo 3. hverja viku. Það eru ekki óhreinindin í hárinu sem eiga að ráða þvottunum heldur fitan í hársverðinum. Réttur hárþvottur. Rétt er að byrja á því að gegnvæta hárið með vatni og bera síðan þvotta- efnið vandlega í það. Venjulega freyðir lítið í hárinu við fyrsta þvott. Að honum loknum skal skola hárið með volgu vatni. Síðan á að núa þvottaefni öðru sinni vandlega í það. Þá kemur froða í ljós og skal nudda henni vandlega inn í hársvörðinn. Síðan skal hella örlitlu af vatni smám saman á hárið svo að skolunin gangi betur er að henni kemur. Ef hárið er þvegið með venjulegri sápu, er rétt að bæta þrem til fjórum skeiðum af ediki eða sítrónu í síðasta skolvatnið. Það eykur eðlilegan gljáa hársins. Sé hárið mjög þurrt er gott að núa hársvörðinn svo sem klukku- stund fyrir þvottinn með olíu (laxer- olíu og resorcinspíritus í hlutföllun- um 5:3). Munið það að ef laxerolían er notuð eingöngu er nær ómögulegt að skola hana úr er þar að kemur. Þegar hárið er þurrkað að lokum, er rétt að fara hægt að því. Bezt er fyrirhárið aðþað þorni í sól og fersku lofti, en þar sem sólin upplitar frem- ur blautt hár en þurrt, er ekki ráð- legt að þurrka litað hár á þennan hátt. Ef hársvörður er nuddaður skal gera það með spenntum fingrum og þeir lagðir þétt að hársverðinum og færðir til við hvert nuddtak. Leggið þá með reglulegu millibili hvorum megin við miðlínu höfuðsins og ýtið hársverðinum í hring. Gott nudd örv- ar blóðrásina og um leið hárvöxtinn. Verndið hárið með því að bursta það. Við það öðlast það gljáa óg fyll- ingu. Notið miðlungsstóran, hreinan bursta og burstið eftir því sem hár- inu er eðlilegast að liggja. Lútið fram og hleypið lofti í gegnum hárið. Burstið þar til hársvörðurinn er orð- inn heitur. Hárrot er ekki alvarlegur atburð- ur. Annað hár vex í staðinn. Hvert hár verður að jafnaði 6—7 ára gam- alt, svo að öll hárin á höfðinu end- urnýjast nokkrum sinnum á manns- ævinni. Venjulega vex hárið um einn sentimetra á mánuði. Stutt- klippt hár vex þó hraðar en sítt hár. Flasa er aftur á móti hættuleg. Ef hún ágerist skyndilega og miklar hárflygsur verða eftir í greiðunni þarf strax að grípa til gagnráðstaf- ana og í mörgum tilfellum má ekki dragast að leitað sé til læknis. V íslenzki iðnaðurinn Aðalatvinnuvegur íslendinga ei ekki lengur landbúnaður og sjávar- útvegur, eins og okkur, sem komin eru á miðjan aldur, var kennt í barnaskóla. Nýr atvinnuvegur hefur risið upp og blómgast og má segja að þriðjungur þjóðarinnar lifi á iðn- aði, beint eða óbeint. Þessi ungi at- vinnuvegur, sem þróazt hefur á fá- um áratugum, úr því að vera heim- ilisiðnaður á þröngu sviði, sem þar að auki var að mestu unninn af kon- um, er nú orðið eitt mesta lífakkeri þjóðarinnar. Iðnaður landsmanna hefur þróazt svo ört að eðlilegir vaxt- arverkir hafa að sjálfsögðu gert vart við sig. Á stríðsárunum og haftaárunum, sem sigldu í kjölfar þess, varð þjóð- in að búa sem mest að sínu og óx þá innlendur iðnaður hröðum skrefum og án verulegrar samkeppni erlend- is frá. Afleiðing af þessu varð vitan- lega sú að meginið af framleiðslu- vörum íslenzka iðnaðarins var ekki samkeppnisfær við erlendan. bæði hvað verð og gæði snertir. Af eðli- legum ástæðum sóttist fólk eftir að kaupa erlenda vöru fremur en inn- lenda, en hún var vandfengin. Með frjálsari innflutningi hefur þetta breytzt þannig að nú verður iðnað- urinn að framleiða samkeppnishæfa vöru hvað verð og gæði snertir. Þetta hefur tekizt hvað snertir fjölmargar iðngreinar. Engan skyldi undra þótt íslendingar með sinn nokkurra ára gamla iðnað séu ekki hæfir til mik- illar samkeppni við rótgrónar iðnað- arþjóðir, sem byggja tilveru sína að meira eða minna leyti á iðnaði. Er það því mjög ánægjulegt þegar ýms- ar iðngreinar hafa haslað sér völl á erlendum vettvangi með góðum ár- angri. Því miður hefur sú skoðun orðið almenn hjá mörgum að útlend vara sé betri en íslenzk, og á hún

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.