Frúin - 01.03.1963, Blaðsíða 35

Frúin - 01.03.1963, Blaðsíða 35
hafði hryggbrotið hann forðum? Ef til vill — að minnsta kosti tókst henni að töfra hann svo ákaft á ný, að hann lagði sig allan fram um að vinna hana. Að vísu hafði Napoleon fullan hug á að kvongast ósvikinni prinsessu .... en hann var kvenna- vinur mikill, og vonaðist til að geta ef til vill endurvakið hinn forna, franska hátt, sem fólginn var í því, að konungur átti sér að vísu opin- bera drottningu, en gat auk þess gamnað sér með yngisfagurri og and- ríkri frillu. Haft er fyrir satt, að Napoleon hafi spurt, hvað hann ætti að gera til að öðlast hylli hennar — hvaða leið hann ætti að fara til sæng- ur hennar? „Sú leið liggur um kirkjugólfið, yðar hátign,“ svaraði Evgenía þá — og hún vissi hvað hún söng. í janú- ar 1853 gekk Napoleon að eiga Ev- geníu og hún varð drottning hans. Hún var fögur og heillandi, og varð því brátt brennidepill hirðlífsins — og Viktoría Bretadrottning varð svo einlægur vinur hennar, að það var Evgeníu síðar mikill stuðningur. Haustið 1870 var dapurlegasta tímabil, sem Frakkar höfðu lifað um langt skeið. Herir þeirra fóru hvar- vetna halloka fyrir Þjóðverjinn, keisarinn var tekinn höndum, bylt- ing brauzt út í París og drottningu fannst, að henni mundi verða kennt um flest óhöppin, sem dundu yfir þjóðina. Þetta gat riðið á lífi hennar, og lífinu vildi hún halda vegna son- ar síns — í þeirri von, að framtíðin yrði happadrýgri. Drottningin leitaði til amerísks tannlæknis í París, dr. Evans að nafni. Hún kom til hans með blæju fyrir andliti, svo að hún þekktist ekki, og í för með syni sínum og tryggri vinkonu. Læknirinn hét að hjálpa þeim að komast undan, og tókst honum að koma þeim út fyrir París, þótt erfiðleikar væru miklir. Síðan kohust mæðginin til Englands, og þá færði Viktoría drottning sönn- ur á vinfengi sitt með því að bjóða allri keisarafjölskyldunni hæli þar. Keisarinn andaðist í Englandi, og um 10 árum síðar féll keisarasonur- inn, von og huggun Evgeníu, í bar- dögum við blámenn í Afríku. Upp frá því fór þessi gamla kona víða um Evrópu og heimsótti ætt- ingja sína og vini. Fram á síðustu ár mátti sjá votta fyrir hinni sjaldgæfu fegurð, sem hún hafði verið gædd, franska þjóðin gleymdi hatri sínu — keisaradrottningin, sem verið hafði, gerði svo mörg góðverk í kyrrþei. EFNAGERÐ REYKJAVÍKUR H.F. Heimsstyrjöld skall á í Evrópu, og aftur stefndu herskarar Þjóðverja til Parísar, en að þessu sinni voru þeir stöðvaðir, og það var henni mikil gleði og huggun á síðustu dögum sínum, að Frakkar fengu aftur Alsace-Lorraine (Elsass-Lothringen), sem Þjóðverjar höfðu tekið af þeim 1870. Hinn 11. júní 1920 andaðist hún á ættjörð sinni, Spáni, og var hún þá komin á tíræðisaldur. Hún hafði lifað fleira en flestar konur, bæði af gleði og sorg, glæsileik og dýrð, ein- veru og hatri. FRÚIN 35

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.