Harmoníkan - 01.05.1987, Page 13

Harmoníkan - 01.05.1987, Page 13
HESTAMANNARÆLL Lag: Ólöf Jónsdóttir 1 J J 6 lll Q G 7 —1—v- ' j' c —l—,— —1>— ^ J-v j 1 1 T> 1 1—?— 1 —^— —r r~ 6 =p ©—C f —•* S D1 & —r J G G 7 c *** J JÓ )'" [s '1~3= -&— A1 J j J. t „J á=4 j>7 r* i i | / . 4®—J. J —J— d X* S G G 7 Ég fór að semja lög í barnaskóla og voru tildrögin þau, að mér þótti það ill meðferð á skólaljóðunum þegar þau voru þulin upp blæbrigðalaust af 15-20 krökkum. Það vantaði tilfinnanlega lög við fallegustu ljóðin, svo ég bætti úr því fyrir sjálfa mig. Þar að auki var ég mjög fljót að læra ljóðin þegar hægt var að syngja þau. Ætli þetta hafi ekki verið viss námstækni! A seinni árum hefur það verið mælikvarði á gæði heimasmíðaðra laga, ef börnin mín fara að raula þau eða blístra. Ég á líklega 30-40 lög í hugskotinu og aðeins eitt þeirra, Hestamannaræll hefur fengið ,,fag- lega umfjöllun“. Tilefnið að því lagi var að vorið 1983 eignaðist ég 4ra vetra hest sem heitir Ljómi. Ég hafði ekki átt hest frá því á unglingsárunum, en alltaf haft ánægju af hestamennskunni. Lagið varð til í gleði minni yfir hrossinu og að sjálfsögu samið á nikkuna, þar sem það hljóðfæri veitir mér alltaf ómælda gleði — Hohner Verdi II heitir ,,gleðigjafinn“. Píanó er einnig til á heimilinu og er dóttir mín á fermingaraldri að læra á það hljóðfæri. Að síðustu langar mig að þakka það Jóni Sigurðssyni á Hótel Borg, að litla lagið mitt er nú ,,fullorðið“, en það var sent í keppni á óstyrkum fótum. 13

x

Harmoníkan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.