Harmoníkan - 01.05.1987, Side 15

Harmoníkan - 01.05.1987, Side 15
Frdvinstri: Haraldur Sigurðsson, Haukur Ingimarsson, Hlynur Guðmundsson og Karl Steingrímsson. Saga F.H.U.E. pianoleikara. En það nám hefur ekki komið að notum á harmoníkuna, því hann spilar á hnappaharmoníku, og notar eftir því sem hann sjálfur segir, sína eigin fingrasetningu. En hann er ekki við eina fjölina felldur í hljóðfæraleiknum, því að auki spilar hann á fiðlu, saxofon og klarinett. Hann var atvinnu-hljóð- færaleikari i mörg ár, og spilaði m.a. í nokkur ár í Svíþjóð. Þá eru plöturnar sem hann hefur leikið inn á orðnar 22 talsins. í dag rekur hann eigið fyrirtæki á viðskiptasviði og hljóðfæraleikurinn orðinn að tómstundagamni. En hann kemur þó fram af og til og spilar. Palle Andersen, eða Lille Palle eins og hann er oft nefndur, er fæddur í Kaupmannahöfn 19. september 1942. Þegar hann var 11 ára hóf hann nám í harmoníkuleik, fyrst hjá dönskum kennara en síðan hjá sænskum kenn- ara, þeim sama sem kenndi Mogens Ellegaard. 12 ára gamall fór hann að koma fram á skemmtunum og hefur haldið því áfram fram á þennan dag. Hann hefur leikið inn á 4 stórar og 10 litlar hljómplötur. Þá hefur hann leikið víða, t.d. á Grænlandi, Færeyjum, Noregi, Spáni, Svíþjóð, Austurríki og Þýska- landi. Hann litur á sig sem skemmti- kraft frekar en harmoníkuleikara enda er hann ákaflega gamansamur. Til marks um vinsældir hans í Dan- mörku, þá keppir hann um það að verða valinn sem fulltrúi Dana í Söngvakeppni Evrópustöðva — Eurovision. Það kom fram í samtalinu við þá, að þeir eru óvanir að spila saman og hittast ef til vill 1—2 á ári. Þá voru þeir sammála um að vinsældir harmoníkunnar væri á uppleið, og nefndu t.d. aukna notkun hennar í þjóðlagatónlist og einnig það, að mikið af ungu fólki væri að læra á hana, að m.k. í Danmörku. En hér urðum við að hætta, því það voru fleiri sem þurftu að ná tali af þeim og einnig spiluðu þeir fyrir dans- inum. Þetta var snögg ferð hjá þeim, hingað til lands, og einungis tími til að fara stutta skoðunarferð í nágrenni Reykjavíkur. Vonandi geta þeir heimsótt okkur aftur seinna, bæði til að gefa öðrum tækifæri til að heyra í sér, og einnig til að skoða landið aðeins betur. Við þökkum þeim fyrir komuna svo og öðrum þeim sem hlut áttu að máli. Þ.Þ. 21. október 1979 komu 15 manns saman til fundar í Félagsborg, félags- heimili starfsmanna S.Í.S. á Akur- eyri. Það sem þessir menn áttu fyrst og fremst sameiginlegt var að hafa ánægju af harmonikutónlist og var tilgangurinn með þessari fundarboð- un að stofna félagsskap harmoníku- unnenda. Fundarstjóri var valinn Jó- hann Sigurðsson en fundarritari Kjartan Sigurðsson. Fyrstur tók til máls Hannes Arason og kvatti til stofnunar Félags harmoníkuunn- enda. Næstur tók til máls Karl Jón- atansson nýráðinn harmoníkukenn- ari við tónlistarskóla Akureyrar. Karl lýsti stofnun og starfsemi F.H.U. í Reykjavík, einnig lýsti Karl samskon- ar félagi er starfaði í Þingeyjarsýslu. Karl ræddi um hugsanlegt samband þessara félaga í framtíðinni. Kosinn undirbúningsstjórn, eftirtaldir hlutu kosningu: formaður Hannes Arason, og með honum Karl Jónatansson, Kjartan Sigurðsson, Guðni Friðriks- son, og Jóhann Sigurðsson. Hlutverk þessarar stjórnar var að semja lög fyr- ir félagið, ákveða stofnfundardag og boða til hans. Hinn 5.—10. 1980 var boðað til framhaldsstofnfundar í Fé- lagsborg þar sem 12 menn voru mætt- ir, og telst það vera stofndagur félags- ins. Á fundi þessum voru samþykkt lög fyrir félagið, ákveðið félagsgjald og kosin skemmtinefnd. Þá var sam- ^ þykkt að þeir myndu teljast stofnend- ^ Einar Guðmundsson með tvo nemendur sína á sunnudagsskemmtun. 15

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.