Harmoníkan - 30.05.1991, Blaðsíða 21

Harmoníkan - 30.05.1991, Blaðsíða 21
Mynd 1 Hér eru nokkrar undirstöðu teygjur og æfingar sem þú ættir að gera áður en þú spilar til að kom- ast vel í gang. Ef þú gerir þær reglulega munu þær bæta árangur þinn og tækni. Taktu þér tima til að gera þær - nokkrar mínútur áð- ur en þú tekur upp harmoníkuna er allt sem þarf og þú munt upp- skera ríkulega. Munið að teygja rólega og reglu- lega, 4-5 sinnum hverja teygju. LIÐBÖND SVARA AÐEINS HÆGUM TEYGJUM 1. Byrjið á að þvo hendurnar í heitu vatni og þurrkið þær vel. 2. Togið varlega í hvern fingur á báðum höndum og snúið að- eins uppá um leið. (ekki gleyma þumalfingri).(sjá mynd 1). 3. Strekkið rólega en ákveðið bilið á milli þumals og vísifingurs beggja handa. (sjá mynd 2) Mynd 2 4. Spennið lauslega greipar og sveigið úlnliðina afslappaða á víxl. (sjá mynd 3) Mynd 3 5. Spennið hvern fingur fyrir sig, vel aftur. (sjá mynd 4) 6. Spennið olnbogann vel fram og notið hina hendina til hjálpar með því að styðja aftan við lið- inn. Reyndu að fá arminn bein- ann. í þessari stöðu er gott að snúa lófunum upp og niður nokkru sinnum. Mynd 4 7. Að síðustu, hristið armana hressilega og lyftið öxlunum léttileg um leið í 10-15 sekúndur. Það er til fullt af æfingum sem hægt er að gera, þetta eru nokkrar þeirra. Notaðu þær sjálfs þín vegna. MUNDU að gera ekkert sem skapar snöggan sársauka. Lít- ið í einu en oft, hægt og varlega er galdurinn. John Bonica Hver er maðurínn? Myndin er af þekktum tónlistarmanni til fjölda ára. svarið í Galtalæk. Verðlaun. Það gefur ýmislegt að líta á harmoníkumótum. Þessa mynd tók Hermóður B. Alfreðs- son í Ransater 1990 21

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.