Harmoníkan - 30.05.1991, Blaðsíða 6

Harmoníkan - 30.05.1991, Blaðsíða 6
Félögin á Frá upphafi hafa nöfn harmon- íkufélaga landsins, ásamt nafni heimilisfangi og símanúmeri for- manns verið á blaðsíðu tvö. í til- efni þess að nú er fimmta árgangi blaðsins að ljúka, skrifuðum við öllum harmoníkufélögum lands- ins, auk Færeyja staðlað bréf og báðum um fréttir og upplýsingar frá hverju félagi. I blaðinu eru að finna Öll svör sem okkur bárust og viljum við þakka góð viðbrögð og vonum að lesendur verði fróðari um harmoníkufélögin en áður. Þ.Þ. Harmoníkuunnendur Vesturlands Harmoníkuunnendur Vestur- lands var stofnað 7. apríl 1979 í gamla skólahúsinu á Hvanneyri og var fjöldi stofnfélaga 12. Félags- menn eru úr Mýra og Borgarfjarð- arsýslu auk Snæfellsness, en í dag eru þeir orðnir 55. Núverandi stjórn félagsins skipa: Gunnar Gauti Gunnarsson formaður Guðrún Jóhannsdóttir gjaldkeri Steinunn Pálsdóttir ritari Magnús Guðbjarnarson með- stjórnandi Sigurgeir Gíslason með- stjórnandi Félagsstarfið í vetur hefur verið með hefðbundnu sniði og fastir liðir eins og venjulega. Allt frá stofnun félgsins hafa verið haldnir haust og vordansleikir í samkomu- húsum sveitanna og í Hótel Borg- arnesi. Framundan er dansleikur í Hótel Borgarnesi 11. maí og er ágætt að það komi hér fram fyrir þá sem hafa áhuga á að koma. Eins og oft áður koma til okkar harmoníkuleikarar úr öðrum fé- lögum, en þeir hafa verið ósparir að taka með sér nikkurnar og er ávallt tilhlökkunarefni að fá slíka gesti í heimsókn. Annan sunnudag í mánuði hverjum eru eru haldnir svokallað- 6 landinu ir skemmtifundir þar sem harm- oníkan er þanin af félagsmönnum og húsráðendur sjá um veitingar. Þessir fundir hafa til skiptis verið haldnir hja félagsmönnum eða á Hvanneyri. I vetur höfum við ver- ið 7 sem komið hafa vikulega til æfinga, en þar hefur ýmislegt ver- ið á dagskrá en aðeins nokkur lög æfð reglulega. í vetur réðum við ekki stjórnanda eins og undanfar- in ár og ætluðum að prófa hvernig þetta gengi án hans, þannig að hver hefði sitt fram að leggja og reynt að koma til móts við sem flesta á æfingum. Þetta hefur í reynd komið þannig út að ýmislegt hefur verið á dagskrá, en aðeins nokkur lög verið æfð eitthvað að ráði siðustu tíma. í haust heimsóttum við ná- granna okkar í Nikkólínu í Dala- sýslu og tóku þeir á móti okkur með ágætum í Dalabúð, í Búðar- dal. Einnig fóru nokkrir okkar á árshátíð F.H.U.R. og skemmtu sér hið besta. Félagið hélt að gömlum sið upp á Góugleði 23. mars með öllu því sem árshátíð prýðir, fyrir félags- menn og gesti þeirra í félagsheimili hestamanna í Borgarnesi. Þeir sem að þessu stóðu voru þokkalega ánægðir með þátttökuna og und- irtektir, því þótt félag okkar sé lít- ið þá komu um áttatíu manns. Nú hefur verið stiklað á stóru í félagsmálum okkar í vetur, en fyr- ir utan vorballið er síðasti skemmtifundur vetrarins ennþá eftir og að þessu sinni verður hann haldinn með pompi og prakt hjá okkar ágætu félögum Rafni og Tótu í Borgarnesi. Fyrirhugað er í tengslum við tíu ára afmæli S.Í.H.U. að hingað til lands komi fjórir harmoníkuleik- arar úr Svíaríki og að þeir fari vítt og breitt um landið. Þeir verða hér 15. júní í sumar og halda tónleika í Hótel Akranesi en á eftir verður dansleikur. Þar með er dagskrá félagsins tæmd að þessu sinni, en þeir sem Cunnar Gauti Gunnarsson hafa komið á hátíð blaðsins Harmoníkunnar í Galtalækjar- skógi hlakka til þess viðburðar ár hvert og við hvetjum fleiri til að láta sjá sig, því það er von okkar og trú að þetta eigi eftir að verða fastur liður á hverju sumri, ef ekki í Galtalækjarskógi þá bara á ein- hverjum öðrum fallegum stað. Til blaðsins Harmoníkan. Til hamingju með 5 ára afmælið og þennan áfanga í lífi þínu. Bestu framtíðaróskir. Þú lengi lifir... f.h. Harmoníkuunnenda Vest- urlands Gunnar Gauti Gunnarsson Harmoníkufélagið Nikkólína Þann 7. nóvember 1981 var Harmoníkufélagið Nikkólína stofnaö og voru stofnfélagar 16 en félagar í dag eru 20. Núverandi stjórn er þannig skipuð: Ríkharður Jóhannsson formaður Sigurður P. Guðjónsson og Lárus Jóhannesson Félagið fór í heimsókn í haust til Harmoníkufélags Rangæinga og voru móttökur hinar myndarleg- ustu, en félögin héldu sameigin- legan dansleik í Gunnarshólma. Haldin hafa verið þrjú skemmtikvöld á vegum félagsins, tvö að Staðarfelli i samvinnu við kvenfélagið Hvöt og eitt í félags- heimili Suður-Dala í samstarfi við

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.