Harmoníkan - 30.05.1991, Blaðsíða 9
virkir þó fleiri vilji taka þátt í
leiknum þegar undirbúningi er
lokið. Og ef þreyta kemur í liðið
þarf ekki að spyrja að leikslokum.
Ýmsir hafa látið í ljós þá skoð-
un að sú mikla uppsveifla harm-
oníkunnar sem hefur átt sér stað
síðasta áratuginn sé nú að fjara út
og starfsemi félaganna i landinu á
næstu árum muni mótast meira af
því að halda fengnum hlut. Vel má
það vera rétt ef yngri kynslóðin
sýnir ekki hljóðfærinu áhuga. Ég
vona hinsvegar að í framtíðinni
muni harmoníkan skipa þann sess
meðal annara hljóðfæra sem
henni ber.
Guttormur Sigfússon formaður
Harmoníkufélag
Rangæinga
Aðalhvatamaður að stofnun
Harmoníkufélags Rangæinga
var Valdimar J. Auðunsson á
Grenstanga. Drögin að stofnun
félagsins voru lögð í sjötugsaf-
mæli hans 11. desember 1984. Fé-
lagið er svo formlega stofnað 14.
apríl 1985 í Gunnarshólma og
voru stofnfélagar 126.
Fyrstu stjórn félagsins
skipuðu:
Valdimar J. Auðunsson
formaður
Sigrún Bjarnadóttir ritari
Grétar Geirsson gjaldkeri
Guðmar Ragnarsson með-
stjórnandi
Gunnar Guðjónsson með-
stjórnandi
í dag er félagatalan 178 manns.
Núverandi stjórn skipa:
Sigrún Bjarnadóttir formaður
Óli E. Adólfsson ritari
Grétar Geirsson gjaldkeri
Jón Einarsson meðstjórnandi
Sigmar Sigurbjörnsson með-
stjórnandi
Starfsemin í vetur hefur verið
lífleg. Samæfingar eru einu sinni í
hálfum mánuði og oftar ef eitt-
hvað sérstakt er á döfinni. Eru æf-
ingar sóttar nær 100% af hljóð-
færaleikurum og sem dæmi má
nefna að einn úr hópnum braut í
sér þrjú rif á sunnudegi en næsta
Sigrún Bjarnadóttir
fimmtudag á eftir var hann mætt-
ur á æfingu með nikkuna á
hnjánum.
Félagið er búið að spila á fjór-
um Saumastofudansleikjum,
halda haustfagnað og vorfagnað-
ur verður 24. apríl. Farið hefur
verið í heimsókn til nærliggjandi
félaga og lagið tekið. Skemmti-
fundir hafa verið og myndakvöld.
í sumar verður svo stefnan tekin
á Galtalæk og einnig er á döfinni
ferðalag þar sem ákvörðunarstað-
ur er enn óákveðinn. En reynsla
síðasta sumars sýnir að ómissandi
er að ferðast eitthvað saman. Þá
var farið í Skaftafellssýsluna auk
Landsmóts að Laugum og Galta-
lækjargleði.
Að lokum sendum við félagar í
H.F.R. bestu árnaðaróskir til
blaðsins sem ég tel vera eitt helsta
sameiningartákn þeirra er harm-
oníkunni unna. Aðstandendum
blaðsins þökkum við frábær og
óeigingjörn störf á liðnum árum.
Sigrún Bjarnadóttir formaður
H.H.
Harmoníkufélag
Hveragerðis
Harmoníkufélag Hveragerðis
var stofnað 27. nóvember 1983 og
voru stofnfélagar tíu. Félagið fór
vel af stað með dansleikjahaldi, og
æfingum sem haldnar voru nokk-
uð reglulega. Farnar nokkrar ferð-
ir og er t.d. ein ferðasaga skráð í
Harmonikunni, auk þess hafa fé-
lagar tekið þátt í landsmótum og
útilegum í Galtalækjarskógi sem
hafa verið á vegum Harmon-
íkunnar.
Gísli Brynjólfsson
Fram til þessa var félagið ein-
göngu skipað harmoníkuleikur-
um, en flest vorum við 14.
Á síðastliðnu hausti var svo
reynt að fjölga í félaginu með
kynningarfundi þar sem mættir
voru Hilmar Hjartarson og Þor-
steinn Þorsteinsson ásamt eigin-
konum og börnum, einnig nýjir
félagar. Ekki hefur orðið sá árang-
ur sem vonast var til og því hefur
starfið verið með daufara móti, en
samt er meiningin að gefast ekki
upp.
Stjórn H.H. er þannig skipuð í
ár:
Gísli H. Brynjólfsson formaður
Theodór Kristjánsson gjaldkeri
Rannveig Hjálmarsdóttir ritari
Með harmoníku kveðju
Gísli H. Brynjólfsson form.
Félag Harmoníkuunnenda
á Suðurnesjum
F.H.U.S. var stofnað þann 21.
janúar 1990 og voru stofnfélagar
40 en nú rúmu ári seinna eru þeir
46. Stjórn félagsins er þannig
skipuð:
Ásgeir Gunnarsson formaður
Gestur Friðjónsson ritari
Högni Kristinsson gjaldkeri
Kristinn Kaldal meðstjórnandi
og Guðrún Helgadóttir með-
stjórnandi
Starfsemi félagsins hófst
skömmu eftir stofnun þess með
dansleik sem haldinn var í húsi
Karlakórs Keflavíkur og var það
frumraun félagsins sem hefði mátt
takast betur. Yfir sumarið var hlé
9