Harmoníkan - 30.05.1991, Blaðsíða 16
Sænskir harmoníkusnillingar á
Það er mér sérstök ánægja að
hafa fengið tækifæri til að gleðja
ykkur öll, sem þykir gaman að
harmoníkutónlist, með því að fá
þessa góðu gesti með mér til ís-
lands 13. júlí 1991. Ég hef sjálfur
hlustað á þau spila hér í Svíþjóð,
öll nema Conny og ég veit að þessi
stíll, sem þau hafa á sinni spila-
mennsku, hæfir vel íslenskum
smekk. Ég fékk þessa sömu til-
finningu, þegar ég heyrði í Lars Ek
í fyrsta skifti fyrir nokkrum árum
hér fyrir utan Gautaborg og fór
fram á það við hann að fara til
Islands.
Það er ómetanleg lyftistöng fyr-
ir ísland að fá svona heimsóknir
og verður til þess að hvetja menn
og konur til að vanda vel sína
spilamennsku og reyna að leggja
sig fram og setja persónuleg blæ-
brigði á tónlistina, ef hægt er.
Það er þetta, sem gerir gæfu-
muninn og veldur úrslitum um
hvort maður hrífst með í tónlist-
inni eða „bara hlustar”.
Þessi hópur, Anders, Annika,
Conny og Sigrid er samstilltur og
þau bjóða upp á fjölbreytta efnis-
skrá þar sem bæði verður einleik-
ur, dúett, tríó og jafnvel kvartett.
Nú upp á siðkastið hafa Anders og
Annika leikið mikið saman og
einnig Sigrid og Conny. Island
hefur mikið aðdráttarafl hér í
Skandinavíu og það var engu lik-
ara en þau hefðu beðið eftir sím-
tali mínu, þegar ég hringdi og
bauð Anders og Sigrid að fara til
íslands í júní í tvær vikur. En
stundum fylgir „góður” böggull
skammrifi. Anders og Sigrid vildu
taka með sér spilafélaga sína og
málið var lagt fyrir „hæstarétt”
S.Í.H.U. Hér í Svíþjóð eru íslend-
ingafélög, sem hafa aðstöðu til að
ná hópferðarsamningum við Flug-
leiðir, og ég gerði því þessa aðila
að félögum svo þau næðu hag-
stæðari kjörum. Samningarnir
voru að vísu nokkuð óhagstæðari
en í fyrra og það fór svo að greiðsl-
W ’■ w
Eyþór H. Stefánsson
an frá S.Í.H.U. nægði fyrir meira
en þremur miðum, nánar tiltekið
þarf hver þessara aðila að leggja út
500 kr. sænskar svo að öll fjögur
komist með. Ég held að þau séu
sátt við þetta enda ekki meiningin
frá upphafi að svo margir gestir
kæmu á þessa hátíð harmoníkufé-
laganna. Ég vil þessvegna þakka
Yngva Jóhannssyni og stjórn
S.I.H.U. fyrir þettaágæta framlag.
Ég reikna með að fara með
sænsku gestunum landleiðina
vestur, norður og austur meðan
Ulla, konan mín, dvelur hjá vin-
konu sinni í Reykjavík. Við hjónin
dveljum síðan 2 vikur á æsku-
heimili mínu í Flögu í Skriðdaþþar
sem ég eignaðist fyrstu harmoník-
una 12 ára gamall. Þetta var svört
píanóharmoníka af gerðinni „Sa-
batini” sem ég vildi gjarnan ná í
aftur. Ég veit að hún seldist gegn-
um Guðna Guðnason í Reykjavík
fyrir nokkrum árum.
Það fór lítið fyrir kennslu á slik
hljóðfæri á þeim tímum á Austur-
landi. Maður lærði svolítið af
þessum strákum sem spiluðu á
böllum þarna eystra, og víst voru
sumir alveg til fyrirmyndar eins og
t.d. Höskuldur Stefánsson á Nes-
kaupstað, Þorvaldur Jónsson á
Torfastöðum og fl. Nikkan varð
þó til þess að skólavistin í M.A.
leið til Islands.
varð mér svo til ókeypis, við spil-
uðum dansmúsík þrír saman á
sumrin 1956-59 og auk mín voru
þarna Reynir Eyjólfsson á gítar,
nú lyfjafræðingur í Reykjavík, og
Sigurður Runólfsson á trommur,
nú trésmíðameistari á Akureyri.
Þetta voru skemmtileg sumur, sem
verða okkur ógleymanleg. Tríóið
hét LUDÓ-tríó.
Á háskólaárunum í Reykjavík
seldi ég nikkuna til að sleppa við
að mér yrði hent út af Gamla-
Garði! Það voru þung spor. Það
var ekki fyrr en sumarið 1971, þeg-
ar ég flutti til Svíþjóðar, að ég
keypti mér aftur hljóðfæri. Það
var eins og að byrja frá grunni. Ég
náði mér í góðan harmoníkuskóla
eftir nokkur ár og náði nýjum og
betri tökum á tónlistinni.
Árið 1985 fór ég (sem áheyr-
andi) á Frosini-hátíð í Hyvinkáá í
Finnlandi og hitti þar og hlustaði
m.a. á Veikko Ahvenainen og John
Molinari. Þá fyrst magnaðist
áhuginn og ég fór að æfa af fullum
krafti.
Hér í Gautaborg er mikið fé-
lagslíf hjá íslendingum, sem eru
a.m.k. 1000 talsins. Við höfum
þorrablót, höldum upp á sumar-
daginn fyrsta og 17. júní, höfum
jólaböll fyrir krakkana og stofn-
uðum blandaðann kór 1989. Út
frá því hafa vaxið ýmis önnur
„grös” svo sem „ísmolarnir” sem
er 4-6 manna hljómsveit eftir
atvikum og einnig minni sönghóp-
ar. Kórinn okkar hafði þá ánægju
að syngja fyrir Vigdísi Finnboga-
dóttur, forseta, þegar hún varð
heiðursdoktor hér við Gautaborg-
arháskóla 26. janúar s.l.
Að lokum óska ég harmoníku-
unnendum og landsmönnum öll-
um gleðilegs sumars.
Lifið heil.
Eyþór H. Stefánsson
læknir, Gautaborg
16