Harmoníkan - 30.05.1991, Blaðsíða 14
„Veisla fyrir eyru og augu”
Hún minnir á sýningarstúlku,
grönn — næstum tálguð og gerir
að engu þær hugmyndir mínar um
þýskar harmoníkukonur, að þær
séu „vel útilátnar” bústnar og
breiðaxla, þó hefur hún spilað á
harmoníku í 20 ár af þeim 24 sem
hún hefur lifað. Christiane Lúder
er á íslandi að spila í sýningu
Þjóðleikhúsins á Pétri Gaut, í stað
Hrólfs Vagnssonar sem þurfti að
leggjast á sjúkrahús fyrir skömmu
og gat því ekki komið heim til að
flytja tónlist Hjálmars H. Ragn-
arssonar. Sunnudaginn 7. apríl
spilaði Christiane svo fyrir harm-
oníkuunnendur í Templarahöll-
inni, það var því forvitnilegt að
heyra sitthvað um hana og hennar
langa nám, sem reyndar er hvergi
nærri lokið að hennar sögn, svo ég
spurði hver hefði verið ástæðan til
þess að barni, nýförnu að ganga
hefði verið fengin harmoníka að
spila á, og hún svarar brosandi
„pabbi vildi ekkert klassískt —
píanó eða þess háttar inn á heimil-
ið, svo ég fékk harmoníku, en
kannski hefði hann hugsað sig um
tvisvar hefði hann vitað að eftir
nokkur ár yrði ég komin á kaf i
klassísk á harmoníkuna, en lét sig
þó hafa það vegna mömmu hún
hefur alltaf stutt mig í þessu.”
Þetta er orðið ansi langt nám
hjá þér staðhæfði ég.
„Nei, svarar hún, fyrstu þrjú
fjögur árin fóru fyrir lítið, það var
ekki fyrr en ég fór að læra hjá
Elsabeth Moser að námið fór að
ganga, áður var ég með pianó-
harmoníkun með venjulegum
bassa en Elsabeth lét mig skifta
yfir á hnappaharmoníku með
sama tónsvið fyrir báðar hendur,
það er miklu eðlilegra og léttara
fyrir börn að byrja mámið á bassa
með fullu tónsviði heldur en að
dumpa áhljómbassa, það skemm-
ir tilfinninguna fyrir tónlistinni,
um-pa-pa bassinn kemur svo
seinna áreynslulaust, það er áríð-
andi að þjálfa alla fimm fingurnar
— þumalinn líka til að nota á
bassann! Hvað hægri hendina
snertir, þá er ólíkt hvað það er
miklu meira sem litlar hendur geta
á hnappaborðið, sem líka er minna
þó það hafi fleiri tóna.”
Eftir þessa faglegu þanka vík ég
að viðhorfum hennar til tónlistar.
„Ég hef lært að meta alla þá tón-
list, sem mér finnst góð, þegar ég
var krakki hlustaði ég á það sem
þá gekk, en ég hef orðið að vand-
fýsnari með aldrinum. Það er ekki
öll nútimatónlist góð, sumt hef ég
orðið að spila vegna námsins en ég
flokka ekki tónlist eftir gerðum,
ég hef spilað verk eftir Bach en
Mozart er samt mitt uppáhalds
tónskáld.”
Er hægt að lifa af þvíi að spila á
harmoníku í Þýskalandi?
„Meinarðu klassík” spyr hún á
móti hálfhlæjandi, um leið man ég
eftir öllum bjórkránum þar sem
fólk situr arm í arm og ruggar sér
syngjandi og jóðlandi við harm-
oníkuspil; svo ég flýti mér að
jánka.
„Elsabeth Moser gæti það auð-
veldlega, en hún vill hafa kennsl-
una í bland. Mér finnst alveg nógu
langt og strangt nám til að fá
kennararéttindi, eftir það tekur 5
ár að ljúka einleikaraprófi, nei, ég
held að ég láti það vera í bili.”
í þessum orðum töluðum býður
Friðjón ungfrúnni að stíga á svið-
ið og hún axlar 14 kílóa „Appa-
sionata” bajanið rússneska, það
hefur tónsvið á við píanó og er
metið á 700 þús. ísl. krónur. Hún
valdi að spila 3 tangóa eftir tón-
skáldið og bandoneon ( svok.
tangóharmoníka) snillinginn
Astor Piazzola, tangóarnir eru
margslunginn vefur takts og tóna,
þeir voru fluttir af miklum á-
stríðuhita og innlifun, sem einn
gesta lýsti með orðunum „Veisla
fyrir eyru og augu.” Þegar hún sest
við borðið aftur, hefur hún orð á
því að sér finnist ótrúlega erfitt að
koma fram, með fá lög sem
krefjast allrar orku og einbeitingar
á fáeinum minútum.
Til að taka upp þráðinn aftur
spyr ég hana hvort hún þekki
Fredrik Lips og Vladislav Semja-
nov, sem sennilega eru þekktastir
allra rússneskra harmoníkusnill-
inga á vesturlöndum. „Já ég þekki
til þeirra, þetta eru hreint ótrúlegir
menn, báðir tveir, bæði hvað tón-
listarlegu hliðina og þá tæknilegu
snertir. Svo undarlegt sem það er
þá nota þeir þumalfingurinn
á bassann, en halda þeim hægri á
eða bak við borðið og spila mest
með þremur fingrum á hægra
hljómborðið, en á bassann nota
þeir alla fimm. Svona spila þeir
flestir rússarnir.”
Hún segir þetta með undrun og
aðdáun, sem auðvelt er að skilja,
eftir að hafa heyrt plötur með
þessum töframönnum harmoník-
unnar sem hafa heillað tónlistar-
unnendur vesturálfu „upp úr
skónum.”
Ég spurði að lokum hvort hún
hafi tekið þátt í heimsmmeistara-
móti og hún svarar með skelli-
hlátri, sem gerir fleiri orð óþörf.
Meðan þetta sundurlausa spjall
átti sér stað í Templarahöllinni,
spiluðu ungir og aldnir af hjartans
lyst og gat ég ekki annað fundið,
en henni félli býsna vel sumt af því
sem flutt var. t.a.m. af hljómsveit-
inni og Reyni Jonassyni, hinsvegar
leyndi það sér ekki að ungfrúin
kemur frá gjörólíku svæði, hvað
varðar til harmoníkunnar. Hún er
frá Hanover, 500.000 manna borg
með langa hefð fyrir harmoníku-
kennslu á öllum stigum, frá til-
sögn barna til háskólanáms.
14