Harmoníkan - 30.05.1991, Blaðsíða 20

Harmoníkan - 30.05.1991, Blaðsíða 20
HITAÐU UPP Þetta er önnur greinin sem fjall- ar um hvenig má fyrirbyggja slit og streitu, þegar verið er að spila eða cefa á harmoníku. Áður hefur höfundurinn John Bonica skrifað grein sem birstist í Harmoníkunni 1. tbl. 4. árg. Hann er læknir og sérfræðingur í hryggsjúkdómum auk þess sem hann leikur sjálfur á harmoníku, hefur því reynslu frá báðum hliðum málsins. Margar bækur hafa verið skrifaðar um allskonar upphitunaræfingar hvernig fara eigi að I íþróttum, til aðforðast meiðsli t.d. tognun sina- slit o.s.f.v. Þó greinin sé lauslega þýdd og sumt endursagt, jafnvel ýmsu sleppt, sem mérfannst skifta minna máli, þá vona ég að hún komi að nokkru gagni. ÞÞ Fyrir nokkru skrifaði ég grein um hvað harmoníkuleikarar ættu að gera, til að skaðast ekki þegar hann er að spila. Þegar við erum að gera eitthvað skemmtilegt, hættir okkur til að hugsa ekki um líkamann, en þá er einmitt hættan mest. Flest það sem við gerum rangt hleðst upp og læðist að okk- ur hægt en áleitið. Oftast reynum við að leiða hjá okkur merkin sem líkaminn sendir um að eitthvað sé að, ef þau hindra ekki það sem við erum að gera, auk þess sem það er okkur til skemmtunar! Að spila á harmoníku er ekki eins og venjuleg vinna. Ef það aft- ur á móti væri atvinna okkar tækj - um við fyrr mark á viðvörunum líkamans. Sé ekki brugðist rétt við þessum skilaboðum er hætta á, að maður lendi í erfiðleikum, sem hægt hefði verið að komast hjá, - ef við hefðum tekið mark á þeim. í þetta sinn ætla ég að taka fyrir upphitunaræfingar sem eiga að vera nægjanlegar til að undirbúa fingur, úlnliði, frammhandleggji og axlir. Fyrst smávegis líffræði og lífeðlisfræði. Við harmoníkuleik- arar treystum á heilaboð til vöðva í fingrum og beggja handleggja samtímis, til að velja réttar nótur og þrýsta á í mismunandi lengd, jafnframt að hreyfa hendurnar eftir hljómborðinu. Ekki lítið af- rek! Allt þetta gerist um leið og við drögum belginn sundur og saman. Enginn annar hljóðfæraleikari starfar við slíkt vélrænt óhagræði. Hljóðfærið er sífellt að breyta lög- un sem gerir okkur líkamlega erf- iðara fyrir en flestum öðrum hljóðfæraleikurum. Því er nauð- synlegt að undirbúa átökin. Þetta verður frá upphafi að verða hluti af leik vöðva, liðbanda og liðpoka. Til að vöðvarnir geti starfað þurfa þeir súrefni sem berst með blóði slagæðanna. Ef vöðvarnir fá ekki nægjanlegt súr- efni safnast saman úrgangur í þeim sem veldur harðsperrum sem við öll höfum fundið fyrir daginn eftir að við höfum gert eða unnið eitthvað sem við erum ekki vön að gera. Ef við notum ekki vöðvana minnkar reglulegt blóðstreymi og æðarnar dragast saman. Hinsveg- ar stífna taugar og tapa teygjan- leika sem getur haft áhrif í fingr- um, úlnlið, olnboga og jafnvel öxl- um. Algengt er að kenna liðagigt um verki sem í raun stafa af stífum taugum, lélegu blóðstreymi til vöðva og hreyfingarleysi. Ekki gefast upp þó þið séuð stirð, strekkið á og gerið æfingar og finnið hvernig stirðleikinn hverfur. Munið, það eru til margar goðsögur um liðagigt. Aðeins í fá- einum undantekningum er hægt að kenna henni um verki í útlimum. Beihin sjálf hafa ekki taugar og eru því án sársauka, hinsvegar er himnan utan um beinin viðkvæm. Aðalatriðið er að þó þú finnir fyrir stirðleika og verkjum í úlnlið- um, fingrum og olnbogum með aldrinum, þarf það ekki að þíða að þú verðir að leggja harmoník- una á hilluna. Það má komast yfir þessi vandræði með því að vera ið- inn við æfingar og teygjur, án þess að fara í leikfimi eða kaupa dýr tæki. HARMONÍKULEIKARAR Á ÍSLANDI Get útvegað nótur eftir, Evert Taube, Karl Jularbo, Andrew Walter, Ebbe Jularbo, Lindqvist bræður, Benny Andersson og marga fl. Hringið eða skrifið, Friðjón Hallgrímsson, Kleppsvegi 118, sími 91-686422. 20

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.