Harmoníkan - 30.05.1991, Blaðsíða 3

Harmoníkan - 30.05.1991, Blaðsíða 3
Útgefendur og áb.menn: Hilmar Hjartarson Ásbúð 17, Garðabæ, sími 91-656385 Þorsteinn Þorsteinsson Torfu- felli 17,111 R.vík, sími 91-71673 Forsíðumyndin Að þessu sinni priða forsíðuna tveir norskir harmoníkusnillingar, hver á sínu sviði, þeir Sigmund Dehli og Tormond Vasaasen, Sig- mund hefur leikið á harmoníku frá barnsaldri, Tormod var og ungur að árum er hann féll fyrir dúrharmonikunni. Báðir eru lagahöfundar og á ferli sínum hafa þeir sópað að sér verðlaunum og viðurkenningum fleiri en tali tekur. Sigmund er 34 ára en Tormod 29. Myndin er tekin við Úlfljótsvatn 17. mars 91, að lokinni útsýnisferð að Nesjavöllum daginn eftir árshátíð F.H.U.R. (Mynd H.H.) Harmoníkan fímm ára 14 „ÁGÆTI LESANDI.” Þannig hljóðaði upphaf forystugreinar blaðsins í október 1986 og áfram, „þú heldur á fyrsta harm- oníkublaði, sem gefið hefur verið út á íslandi.” En hver var svo aðdragandinn að því að tveir barnslega bjartsýnir menn gerðu alvörumál úr þeim smáneista sem kviknaði árið 1985, þegar harmoníkuhetjur höfðu riðið um héruð með snillingnum Lars Ek og voru á heimleið frá Norðurlandi. í spjalli okkar Þorsteins við Lars í rútunni um lands- ins gagn og harmoníkuna, lét hann í ljós þá skoðun að lífsnauðsynlegt væri fyrir framtið harmoníkunnar hér sem annarsstaðar að gefa út blað, þó ekki væri nema ljósritaðann tvíblöðung til að styrkja áhuga og félags- starf harmoníkuunnenda, Lars sagði að þar sem hann þekkti til, skipti það feikna miklu um alla þætti þessara mála. Hvort við Þorsteinn tókum þetta svo hátíðlega þá, veit ég ekki, en að minnsta kosti ræddum við um þetta annað kastið, þó ekki af neinni alvöru. Hvort einhver glæta hafi vaknað í hugum okkar við umrætt samtal, skal ég heldur ekki segja, en svo mikið er víst, að þegar við héld- um sameiginlega uppá afmælisdag okkar 14. apríl 1986, fór að færast fjör í leikinn enda um fátt annað talað. Við spurðum því hvor annan síðar um kvöldið „eigum við í alvöru að gefa út harmoníkublaðið?” Og svarið var já! Jafnvel eiginkonurnar smituðust af áhuga okkar, kannski þær hafi líka sagt já? Alla- vega vissum við að ákvörðun hafði verið tekin. Við vorum báðir fastir í neti harm- oníkunnar fyrir og starfað töluvert í F.H.U.R. verið í öllum ferðum og uppá- komum tvist og bast, en að setjast niður og fara að skrifa alvöru blað var aldeilis nýtt fyrir okkur. Við sendum svo öllum formönn- um landsfélaganna bréf um fyrirhugaða útgáfu og hringdum í menn og reyndum að vekja upp áhuga hjá flestum, sem þetta gat höfðað til. Viðbrögðin voru oftast jákvæð en þó heyrðust efasemdarraddir sem von var. Sumum þótti vafasamt að hægt yrði að afla það mikils efnis að nægði í stöðuga blaða- útgáfu svo sérhæfða. Hjólin fóru samt að snúast og merki blaðsins fæddist í mínum húsum og nafn á frumburðinn kom svo um síðir eftir að ó- Hilmar H. Þorsteinn Þ. grynni nafna höfðu verið dæmd úr leik. Þorsteinn tók af skarið og sagði „Harm- onikan.” Á forsíðuna varð til frumleg teikning þegar við vorum að falla á tíma með útkomu blaðsins og líkar teikningar prýddu næstu tvö blöð. Talað var við Braga Hlíðberg og Högna Jónsson um viðtöl í fyrsta blaðið, þeir tóku málaleitaninni vel og það jók kjarkinn verulega. Lars Ek gaf okkur Handritið af lagi sínu TWILIGHT ON ICELAND, (Sólsetur á íslandi) hann var þá um sumarið í tónleika- ferð hér og hreyfst mjög af landi og þjóð. Markmið okkar Þorsteins með blaðaút- gáfunni hugsuðum við til að styrkja harm- oníkuna í sessi hérlendis, taka fyrir málefni henni tengd, innlend sem erlend, viðtöl og annan fróðleik er mætti að gagni koma öllum aldursflokkum. Einnig birta nótur í hverju blaði af lagi sem ekki hefur komið fyrir almenningssjónir. Síðast en ekki síst gera blaðið að heimildarriti íslenskra harm- oníkumála, að svo miklu leiti sem við náum til. Fyrsta blaðið leit dagsins ljós í október 1986 eins og til stóð, alls 20 síður. Fyrstu eintökin afhentum við Jóni Inga Júlíussyni þáverandi formanni F.H.U.R. en hann var að fara á fund S.Í.H.U. á Akureyri og báðum hann að dreyfa blöðum meðal fulltrúa sambandsins. Vinnana við blaðið j ókst hægt og sígandi, eyddum við miklum tíma í að afla áskrif- enda. Skemmst frá að segja stóðu víða ljón á veginum þar til hvert tbl. komst á póst- húsið. Hönnun önnumst við sjálfir og flest annað í kringum blaðið í frítíma okkar. Konurnar aðstoða stundum, en eina utanað- komandi hjálpin er prófarkalestur sem Högni Jonsson annast af mikilli samvisku- semi, hann hefur og í auknu mæli skrifað Blaðið kemur út þrisvar á ári. í október, endaðan febrúar og í end- aðan maí. Gíróreikn. nr. 61090-9. Auglýsingaverð: 1/1 síða kr. 9.300 1/2 síða kr. 6.200 1/4 síða kr. 3.900 1/8 síða kr. 2.300 Smáauglýsingar (1,5 dálksentimetri) kr. 650 + kr. 120 fyrir hvern auka dálksentimetra. premtækni apríl 1991. greinar í blaðið um efni sem allir hafa ekki auðveldan aðgang að, enda er Högni hafsjór þekkingar á harmoníkunni. Eftir útkomu fyrsta blaðsins stækkuðum við það í 24 síður og er svo enn. Upphafsárin voru býsna erfið vegna aðstöðuleisis heima- fyrir, við keyptum okkur gamlar ritvélar sem urðu að duga við frumstæðar aðstæður. Nú hefur þetta lagast að ýmsu leiti, annar okkar kominn með sína eigin tölvu, en gamla ferðaritvélin enn í fullri notkun hjá hinum. Tölvan getur verið býsna snör, hún kemur með nafnalistana á límmiðunum í hendings- kasti, sem áður tók marga klukkutíma að hamra á ritvélarskrjóðinn. Ýmis hönnun og skipulagning er nú orðin leikur einn, miðað við það sem áður gerði heilabúið í manni rauðglóandi. Jafnvel undirritaður, sem var hinn versti úrtölu- maður um tölvunotkun, hefur mildast þó nokkuð, að fenginni reynslu. í tímans rás hefur margt breyst, áhuginn á harmoníkunni hefur gengið í öldum, en við erum nú á ugp- leið og við skulum öll taka flugið enn hærra, því það getum við! Blaðið Harmoníkan vill hjálpa til, en þá þurfa harmoníkuunnendur að tileinka sér það í ríkara mæli. Við getum nefnilega ekki sagt eins og kerlingin „það þýðir ekkert að baka, það er allt étið.” Áskrifendum þarf að fjölga til að framtíð blaðsins sé trygg, því fari fjöldi kaupenda niður fyrir lágmarks tölu, með til- liti til þess háa kostnaðar sem útgáfunni er samfara, verðum við að hætta að „baka.” Það er eigi að síður staðreynd að tímaritið Harmoníkan er orðin fimm ára og blaðið sem þú ert með í höndunum er það fimmt- ánda. Hvert blað hefur að geyma lesefni, sem er síst minna en í mörgum ritum sem telja 50 blaðsíður. í tilefni afmælisins viljum við þakka fjölmörgum stuðningsmönnum okkar og áskrifendunum, einnig þeim sem á einn eða annan hátt hafa lagt blaðinu lið. Án blaðsins hefði margt týnst, sem við ekki vilj- um glata. Starf harmoníkuunnenda í landinu er áreiðanlega ekki ómerkara, en margt það sem fær örugglega meiri umfjöllun í allri fjölmiðlasúpunni. Hilmar Hjartarson. 3

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.