Harmoníkan - 30.05.1991, Side 11

Harmoníkan - 30.05.1991, Side 11
Harmoníkan við Heklurætur Á íslandi hefur sannarlega verið unnið stórvirki að málum harm oníkunnar meðal félaga um allt land á fáum árum. Ef horft er til þeirrar miklu lægðar sem hljóð- færið sökk í á tímabili lítur átakið mun glæsilegar út og sýnir fram á hvað gera má með samtaka- mættinum. Við stöndum að vísu ekki jafn- fætis norðurlandabúum ennþá, þeirra þróun á sér mun lengri hefð. Ef ekki verður slegið slöku við dregur eflaust saman með okkur i framtíðinni smátt og smátt. Ef litið er í norsk og sænsk harmoníkublöð ber mikið á auglýsingum um harmoníkumót og keppnir sem fara fram hingað og þangað í löndunum. Mót þessi eru í viku hverri í það minnsta yfir sumarmánuðina allt fram á haust. Um mótin er mikið fjallað í blöðunum og áberandi að þau eiga vinsældum að fagna meðal allra aldursflokka. Aðsókn á og umfjöllun um Galtalækjarmótið, sem við Harm- oníkublaðsmenn höfum staðið fyrir, segir okkur, að full þörf er fyrir slíkt mót hér á landi. Við leyfum okkur þessvegna að álykta sem svo, að Galtalækjarmótið sé gildur hlekkur í þá keðju, sem tengir harmoníkuunnendur á stóru svæði, því mótsgestirnir koma víðsvegar að, eða hittast á mótinu og eiga eftirminnilega helgi við tónlist, söng og leiki með góðu fólki á fellegum stað. Eins og í fyrra verður tjaldað inni í skógin- um, þar er mun skjólsælla og nóg pláss fyrir tjöld og hjólhýsi. Varð- andi aðsóknina, hefur sú hug- mynd komið upp að auglýsa meira í fjölmiðlum, það er þó tvíbent því aðrir hópar kynnu að vilja bland- ast í þennan káta félagsskap. Þess vegna viljum við frekar hvetja fólk úr harmoníkufélögum landsins til að fjölmenna og taka vini og venslamenn til þessa fagnaðar. Eitthvað meira erum við að hugsa um að hafa við, en vant er í tilefni 5 ára afmælis blaðsins okkar Hvað viltu vita? Oft höfum við hjá blaðinu ver- ið að kvarta yfir að fá ekki bréf frá lesendum en þau mættu gjarn- an vera fleiri. Til þess að hvetja fólk enn frekar til að skrifa þá hefur Högni Jónsson boðist til að taka að sér að svara fyrirspurnum um harmoníkuna og harmoníku- tónlist. Högni hefur frá upphafi reynst okkur afar hjálplegur, t.d. lesið yfir handrit og sneitt af verstu ambögurnar í texta og ávallt verið boðinn og búinn við hvaðeina sem upp hefur komið . Hann er einn fróðastur manna hérlendis um harmoníkuna og harmoníkutónlist og ætti því að vera fengur fyrir okkur og lesend- ur að hann skuli ætla að leysa úr fyrirspurnum lesenda, en æski- legt er að hafa spurningar skil- merkilegar. Þ.Þ. Harmoníkunnar, hvað það verður — það kemur í ljós á harmoníku- mótinu í Galtalækjarskógi 4. — 7. júlí í sumar. Verið öll velkomin. H.H. Ný snælda með Tormod Vasaasen, í sér- flokki, einföld og tvöföld harm- oníka ásamt f.l. hljóðfærum. Sigmund Dehli, nokkrar plötur og snældur. Verð á plötum og snældum aðeins kr. 1000. — Frír sendingarkostnaður hvert á land sem er. Pantið í síma, 91-656385 eða skrifið. 11

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.