Harmoníkan - 30.05.1991, Blaðsíða 8

Harmoníkan - 30.05.1991, Blaðsíða 8
Sigurður Indriðason eftir var dans stiginn skamma stund, þar sem ungdómurinn skemmti sér ekki síður en þeir full- orðnu. Stjórnarfundir hafa verið haldnir reglulega í vetur. Æfingar hjá stórsveit félagsins hafa legið niðri í vetur vegna mikilla anna hjá stjórnandanum Atla Guðlaugs- syni. Á þessari stundu eru ekki fyrirhuguð nein ferðalög á vegum félagsins, en það hefur komið til tals í samvinnu við H.F.Þ. að halda útileguhelgi (norðlenskt Galta- lækjarmót) að Breiðumýri í Reykjadal síðustu helgina í júní í sumar. Með harmoníkukveðju Jóhannes B. Jóhannsson ritari Harmoníkufélag Þingeyinga Félagið var stofnað 4. maí 1978 og hét í upphafi „Félag Áhuga- manna um Harmoníkuleik” og voru stofnfélagar 55. Nafnþreyt- ing var samþykkt á aðalfundi 15. maí 1982 en nú eru 122 í félaginu. Stjórn H.F.Þ. í ár skipa: Sigurður Friðriksson formaður Hákon Jónsson ritari Kristján Kárason gjaldkeri Rúnar Hannesson meðstjórn- andi og Jón Sigurjónsson með- stjórnandi Dansmúsíkhópar félagsins hafa æft vel í vetur. Fjórir félagar úr Reykjadal og af Húsavík hafa æft saman eftir nótnalestri í vetur. Komu þeir fram á árshátíð okkar 23. mars s.l. Tvö kaffikvöld hefur félagið haft í vetur, 2. desember í Sólvangi, Tjörnesi, hið síðara 3. mars i húsi Sjálfsbjargar á Húsa- vík. Bauð félagið þá krökkunum í Tónskóla Húsavíkur, þeim sem eru að læra á harmoníku. Voru þau gleðilega mörg og sum komin býsna vel á veg. Varð þetta hið ánægjulegasta kvöld og er fyrir- hugað að endurtaka það. Félagið hefur séð um dansmús- ík á tveimur böllum í félagi við vini okkar úr F.H.U.E. Það fyrra var á Akureyri, hið síðara í Bárðardal og er áhugi fyrir að halda þessu samstarfi áfram. Árshátíð okkar héldum við sem fyrr segir 23. mars, á Breiðumýri Sigurður Friðriksson og tókst hún í alla staði vel. Ferða- lag er fyrirhugað næsta sumar, en ákvörðun um hvert farið verður, hefur ekki ennþá verið tekin. Sigurður Friðriksson formaður Hákon Jónsson ritari Harmoníkufélag Héraðsbúa Félagið var stofnað 30. mars 1984 og voru stofnfélagar 24 tals- ins. Fjöldi félaga á þessu starfsári eru 58 og núverandi stjórn H.F.H. skipa eftirtaldir aðilar: formaður Guttormur Sigfús- son, Krossi, Fellahreppi gjaldkeri Gylfi Björnsson, Hofi, Fellahreppi ritari Jón Sigfússon, Lagarfelli 14, Fellabæ. Starfsemi félagsins í vetur hefur verið með svipuðu sniði og undan- farin ár. Síðast i nóvember var skemmtikvöld norðan Jökulsár á Dal, nánar tiltekið í Hálsakoti, sem er samkomuhús í Jökulsár- hlíð, en á því svæði eru búsettir nokkrir félagsmenn sem frá upp- hafi hafa verið vel virkir í starf- semi H.F.H. Á gamlárskvöld var harmon- íkudansleikur haldinn í Fellaskóla sem er í Fellabæ á vesturbakka Lagarfljóts, var hann vel sóttur og þótti takast vel. Fyrstu helgi mar- smánaðar var svo skemmtifundur í áðurnefndum skóla, og var með svipuðu sniði og sá sem haldinn var fyrr í vetur í Hálsakoti. Á þess- um skemmtifundum koma félags- menn saman, drekka kaffi, spila hver fyrir annan, einleik, dúett, og hópspil. Þá er sitthvað fleira til skemmtunar og dans á eftir. Þá hafa nokkrir félagsmenn bú- settir í Egilstaðabæ, Fellabæ og næsta nágreni komið reglulega saman frá áramótum, líkt og und- anfarin ár og æft prógram fyrir árshátíð sem er fastur liður í starfi félagsins. Ennfremur hafa nokkrir félagar búsettir norðan Jökulsár á Dal komið saman og æft dans- músík fyrir áðurnefnda árshátíð, sem verður líkt og á síðasta ári Gultormur Sigfússon sameiginleg árshátíð Karlakórs Fljótsdalshéraðs og H.F.H. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort farið verður í ferðalag í sum- ar á vegum félagsins. Þeir aðilar sem mótað hafa starfsemi H.F.H. frá stofnun þess tóku þann kostinn að hafa starfið í föstum skorðum og ekki of um- fangsmikið, því það er nú einu- sinni svo að tiltölulega fáir eru 8

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.