Harmoníkan - 28.02.1993, Síða 3

Harmoníkan - 28.02.1993, Síða 3
Útgefendur og áb.menn: Hilmar Hjartarson, Ásbúð 17, Garðabæ, sími 91-656385. Þorsteinn Þorsteinsson, Torfufelli 17, 111 Reykjavík, sími 91-71673. Prentvinnsla: Prenttækni hf. Forsíðumynd Sigurgeir Björgvinsson. Sjá viðtal á bls. 7. Ljósmynd H.H. 22. febrúar 1993. Athugið: Efni fyrir maí-blaðið verður að hafa borist fyrir apríllok. Ritstjórar. Blaðið kemur út þrisvar á ári. I október, endaðan febrúar og í endaðan maí. Gíróreikningur nr. 61090-9. Auglýsingaverð: 1/1 síða kr. 9.300 1/2 síða kr. 6.200 1/4 síða kr. 3.900 1/8 síða kr. 2.300 Smáauglýsingar (1,5 dálksentimetri) kr. 650 + kr. 120 fyrir hvern auka dálk- sentimetra. Gleðilegt nýtt ár Frá því ég var smá pjakkur í af- skekktri sveit hlustaði ég íhugull á fóstra minn leika á harmoníku og dáðist að, tón- listin færði mann inn í einhverja sæluvist, sem kennd er við drauma. Því kom það eins og þruma úr heiðskíru lofti mitt í gleðivímunni, er heimilishundurinn tók að spangóla með svo miklu vandlætingar- væli að undirtók í öllu húsinu. Ríflegur skammtur skamma fylgdi þess konar smekkleysu hundsins, og var honum að auki vísað á dyr þar sem hann hélt óáreitt- ur áfram að spangóla með ekkasogum. Þetta kom upp í huga minn á dögunum þegar maður nokkur, sem hlustar mikið á ríkisútvarpið, sagði mér að undanfarin ár fækki stöðugt þeim stundum sem harm- oníkutónlist er skotið inn á milli dag- skrárliða og síðastliðið ár hvað allra verst, er hún orðin mjög fáheyrð. Því sló ofan í huga minn hvort þeim á tónlistardeildinni félli harmoníkutónlist ámóta og hund- kvikindinu í gamla daga. Eflaust þarf að ýta við þessum mönnum og minna á , að harmoníkan er að komast í tísku um þess- ar mundir. Við lifum í tæknivæddum og trylltum heimi þar sem auðvelt er að láta draga sig í svarta kaf. Því er hverjum manni hollt að eiga sér hóflegt áhugamál til að gleypa ekki gylliboðin gallhrá. Tón- listin er eitt af því sem allir eru sammála um, að hollt sé að ástunda og þar erum við harmoníkuunnendur á stígandi frama- braut. Við finnum að vísu nokkum mót- byr í seglin en höfum ekki látið hann draga úr okkur kjark. Harmoníkuunnend- ur eru fjölmargir og standa saman, hópur- inn sem kemur saman úr stjórnum landsfélaganna á haustin (nú síðast á Hellu) veit að það er góð samvinna sem gildir, flestir þekkjast orðið allvel og eru meðvitaðir um gildi þess. Auðvitað tekur sinn tíma að finna ráð sem aukið gæti á- huga almennings fyrir harmoníkunni, en hver skyldi vera raunverulegur áhugi hans, veit það nokkur? Við ættum ef til vill að gera einhverskonar þjóðarkönnun til að fá úr því skorið, já vinna og aftur vinna, en kannski er margt vitlausara? Sjálfur hef ég trú á, að áhuginn sé meiri en margur þorir að vona, gaman gæti orð- Hilmar Hjartarson ið að flagga þeim pappír við heppilegt tækifæri. En það eru líka gæðin sem gilda ef við ætlum að sveigja fjölmiðla til í samvinnu, ég held að flestir skilji það nú orðið. A Hellufundinum ræddu menn þá spurningu, „hvað flokkast sem harm- oníkutónlist"? Hjá sumum hækkaði blóð- þrýstingurinn í fyrstu en í aðalatriðum sættust menn að mestu á, að harmoníku- tónlist gæti verið klassísk-, dans-, dægur-, jass-, gömludansa-og þjóðleg tónlist hvort heldur það væri sungið með eða annað, aðeins ef leikið væri á harmoníku með þessu öllu saman. Um daginn sá ég í norsku harmoníkublaði skrifað um mis- mun sem gerður er gagnvart tónlist þar í landi, t.d. greiðir norska ríkið óhemju fé til styrktar popptónlistar, en minna en ekki neitt til þjóðlaga- og gömludansatón- listar. Þetta eru þeir sem vinna á þjóðlegri nótunum óánægðir með. Hvað mættum við þá segja hérlendis? Þjóðleg einkenni okkar eru mýmörg, oft heldur maður að flestum sé að verða sama um þau, eða hvað? Væri ekki þjóðlegt, ef fjölmiðlar léku aðeins íslensk lög á þjóðhátíðardag- inn, sjómannalög á sjómannadaginn svo eitthvað sé nefnt og að sjálfsögðu fjöl- breytta harmoníkutónst, harmoníkan er þjóðlegt hljóðfæri og auðvitað vekja upp önnur þjóðleg sérkenni okkar. Heimspekingur nokkur sagði einhverju Þorsteinn Þorsteinsson sinni að án tónlistar væri lífið mistök. Hvað sem því líður er engin spurning að tónlistin skiptir okkur miklu máli. Svo mikið er víst að framundan er hvorki meira né minna en landsmót íslenskra harmonfkuunnenda þar sem reynir veru- lega á í músikmálum harmoníkumanna og árangur þrotlausra æfinga verður opin- beraður fyrir fjöldanum. Það verður langt ferðalag fyrir marga að aka eða fljúga til Egilstaða, en hvað leggjum við harmoníkuunnendur ekki á okkur til að fylgjast með gangi mála og gleðjast með góðu fólki. Austurland verð- ur miðpunktur harmoníkunnar í júlíbyrjun og víst er, að víða mun hún hljóma. Eins og segir í ljóðinu. „Hann Hofs-Láki, ær- ingi austan af landi - úti í túnfæti drag- spilið þandi“. Að lokum þetta: Hvað ung- ur nemur gamall temur.. Fóstri minn, sem ég minntist á í upphafi unni ekki aðeins harmoníkunni heldur gerði hann sér far um að talað væri fallegt mál. Ég vona að menn taki það ekki illa upp, þó reynt sé að minna á í þessu blaði, að það er ástæða til að hafa áhyggjur af okkar ástkæra yl- hýra máli þegar alltof víða í kringum mann er verið að bregða fyrir sig óþarfa ljótum slettum og hin rammíslenska kveðja virðist vera að glatast.. Verið þið sæl að sinni. H.H. 3

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.