Harmoníkan - 28.02.1993, Page 5
Oft þurftu harmoníkuleikararnir að ganga langan veg á skemmtistað.
Teikning: Ólafur Th Ólafsson.
Ein- og tvöfalda harmoníkan
Hlekkur í íslenskri tónlistarsögu
Að sögn fróðra manna eru ekki til
mikil skrif eða heimildir um
ein- og tvöföldu harmoníkuna (-
díatónisku harmoníkuna) á ís-
landi utan stöku slitrur í einstaka ævi-
sögu og það sem komið hefur fram að
þessu í blaðinu Harmoníkan. Ugglaust
má gefa sér þá staðreynd að saga þessa
hljóðfæris hafi markað djúp spor í ís-
lenskt tónmannlíf og sé ótvírætt einn ó-
útmáanlegur hlekkur íslenskrar tónlist-
arsögu, og ber að vera getið þar. Hljóð-
færi þessi voru bæði lítil og létt og því
auðvelt að ferðast með þau langar
vegalengdir og urðu geysi vinsæl sem
undirleikshljóðfæri á samkomum fyrri
tíma. Eg ætla að taka svo stórt upp í
mig að segja að saga díatónisku harm-
oníkunnar sé líklega stórkostlegt ævin-
týri. Oftar en ekki þurftu harmoníku-
leikaramir að ganga klukkutímum sam-
an yfir fjöll og um firði, ferðast á hest-
baki fyrir úfin björg eða sjóleiðis með
harmoníkuna í poka, oft í vályndum
veðrum til að verða gleðigjafi meðal
sveitunga á góðri stund.
Harmoníkuleikararnir voru sjálf-
menntaðir og straumanir komu víða að.
Þekkingaröflunin var frá manni til
manns, tónlistin var ýmis lög er trölluð
voru fyrir munni sér, leikdansar ýmsir
og síðar í auknum mæli gömlu dans-
arnir sem komu með erlendum sjó-
mönnum og með mönnum er komu frá
námi erlendis. Dæmi eru um að menn
hafi lært hluta úr lagi, samið til viðbót-
ar kafla svo dansinn hefði næg lengd.
Enginn varð landsfrægur nema þá í
sínu heimahéraði. Oftast var spilarinn
einn og lék fram í birtingu en fáheyrt
að greitt væri fyrir. Þetta voru ódýr
hljóðfæri sem oftast fengust hjá sjó-
mönnum, einstaka kaupfélög og versl-
anir kappkostuðu að eiga harmoníkur
til sölu eða höfðu erlendan verðlista til
að panta eftir (Inporteren). í hita leiks-
ins kom fyrir að menn slitu hljóðfærið í
sundur um belginn og ósjaldan var
hann stagbættur af langri og strangri
notkun. Um aldamótin 1900 er
díatóniska harmoníkan mikið útbreidd
um landið og er aðaldansundirleiks-
hljóðfærið til 1930-40 og í einstaka
sveit mun lengur. Krómatíska harm-
oníkan kemur hingað um 1920 og
vinnur á. í heimsstyrjöldinni síðari er
hún komin í tísku, þá verður jafnframt
enn meiri breyting á tónlistarlífi hér-
lendis með tilkomu fleiri hljóðfæra
(talið að fyrsta krómatíska harmoníkan
hafi komið til íslands 1920 „sjá Harm-
oníkan, æskuminningar Einars Krist-
jánsonar, 2. tbl. 87-88“). Díatóniska
harmoníkan leysir fíðluna og orgelið af
hólmi við dansskemmtanir og án efa er
saga hennar ólík eftir héruðum lands-
ins. Vafalaust hafa tónlistaráhrif er-
lendra sjómanna verið á ýmsa lund,
þeir komu víða að og eðlilegt, að áhrifa
þeirra hafi gætt í tónþyrstu landi. Talið
er, að hvað minnst áhrif hafi borist frá
Svíum af Norðurlandabúum. Elsta
heimild um harmoníku á íslandi er frá
1841, þýsk ættaður maður Stilhoff að
nafni mun hafa leikið á dansleikjum í
Reykjavík 1841 (sjá Harmoníkan l.tbl
92- 93 Molar ath. að þar er sagt, dansk
ættaður maður, rétt er þýsk ættaður).
Önnur heimild að Brandur Ögmunds-
son frá Kópsvatni lék á harmoníku,
þjóðhátíðarárið 1874 (Harmoníkan 3.
tbl 91-92). Harmoníkuleikarar sem
voru að ýmsu sauðahúsi, bændur eða
búalið og einstaka konur var mikils-
metið fólk, fólk sem varpaði róman-
tískum tónbylgjum og gleði. Almúginn
gleymdi brauðstritinu um sinn í al-
gleymi dansins.
Og víst er að margur ástarneistinn
hafi kviknað við seiðmagnaða og töfr-
andi tóna harmoníkunnar. En neistar
kvikna og neistar slökkna, nú er svo
komið að tónar þessa líflega hljóðfæris
hafa nær dáið út hérlendis , við skulum
vona um sinn. Aðeins örfáir menn á
landinu viðhalda þessari þekkingu nú
til dags en vonandi rís sólin á ný
þannig að við getum svifið um dans-
gólfið eins og alþýðan forðum undir
tónum þess hljóðfæris er ruddi braut
fyrir harmoníku nútímans.
Hilmar Hjartarson.
5