Harmoníkan - 28.02.1993, Side 9

Harmoníkan - 28.02.1993, Side 9
F.Í.H. (Félagi íslenskra Hljóðfæraleik- ara), til að fá að starfa í friði.Það voru þarna félagsmenn sem voru atvinnu- lausir, eins og sagt var og þeir sóttu um að komast að í hljómsveitina. Okkur var gefínn kostur á að fara í próf, það er að segja mér og Karli Lilliendahl sem spilaði á gítar. Hinir í hljómsveitinni voru Arni Isleifss á píanó, Bragi Ein- arsson á saxófón, Dúddi var hann kall- aður sem spilaði á trompetið. Við höfð- um frétt af því að þetta próf væri ekkert mál, aðallega að láta sjá sig og spila eitthvað. Það kom heldur betur annað í ljós því það voru lagðar fyrir okkur nót- ur en kunnáttan var engin. Við vorum því kolfelldir báðir og misstum um leið „djobbið“. Upp úr þessu sá ég að ég varð að gera eitthvað í málinu og ég fór til Svavars Gests að nema trommuleik, og með mér þar í námi voru Guðmundur Steingrímsson og Steini Kruba sem kallaður var. Við böggluðum okkur í gegnum þetta í nokkra mánuði og svo, þegar maður taldi sig nokkuð hæfan í þetta, sótti maður um að taka próf aftur og þá gekk þetta nú. Þar með lauk mínu tónlistamámi og ég var orðinn löggiltur trommari. En svo varð dálítið hafarí í félaginu, út af því að rétt eftir að ég var búinn að taka þetta próf, fór ég að spila sem pí- anóleikari á Röðli. Þá varð fundur út af því, hvort stætt væri á því að menn tækju próf á trommur og færu svo að spila á píanó. En Gunnar Egilsson stóð upp og kvað upp þann úrskurð, að það stæði ekkert um það í lögunum að menn yrðu að taka próf á hvert hljóð- færi fyrir sig. Reyndar sagði Bjöm R. Einarsson sem var einn prófdómara hjá mér, að ég hefði alveg eins getað tekið prófið á harmoníkuna. f öllum þessum hljómsveitum sem ég var í spilaði ég mest á píanó. Eg var með herbergi niðri á Berg- staðastræti þegar ég var 16-17 ára (ást- arkvisturinn skaut Jóna inní). Þá var ég búinn að fá mér harmoníku í fullri stærð og var að brjóta heilann um hvernig nota ætti alla þessa takka aftaná. Ég var þá eitthvað að spila með Guðna Guðnasyni og Arna ísleifs. Þá man ég að Ámi sagði við mig: „Þessi hérna fyrir aftan holuna er dúrhljómur,þar fyrir aftan er moll- hljómur, síðan sjöundarhljómur og yst er minnkaður þríhljómur - og þú ert asni ef þú skilur þetta ekki.“ Jú ég gat eitthvað skilið þetta og þar með er upp- talin öll mín tónlistarmenntun. Reyndar Siffl meðfyrstu alvöru harmoníkuna keypta í Rín 1948 eða ‘49. lærði maður alltaf eitthvað af þessum mönnum sem maður spilaði með. Um tíma var ég í svokölluðum „lausabisnes“. Þá var F.Í.H. með ráðn- ingaskrifstofu og Svavar Gests var þar í forsvari og síðarPoul Bemburg. í gegn- um hana fékk ég töluvert að gera. Fyrst var það sem trommari, síðan ýmist sem trommari eða nikkari og að lokum var ég farinn að spyrja - heyrðu hvort á það að vera harmoníka eða trommur? Þetta var á þeim ámm þegar vom kannski ein eða tvær nikkur og tromma, reyndar að- eins á píanó. Ég spilaði fyrst sem al- vöru píanóleikari í Sjálfstæðishúsinu. Ég hafði farið til Kalla Jónatans og beðið hann að kenna mér á harmoníku. Hann vildi ekkert eiga við það, en spurði hvort ég kynni Tennesee-polka. Ég kunni hann og gat kennt honum hann - mér er það alltaf minnisstætt. Svo hringdi hann í mig einhvertíma eft- ir þetta og spurði: Heyrðu þú getur spil- að á píanó, er það ekki? Ja - ég veit það nú ekki. Ég hef svosem sest niður við píanó, en aldrei í hljómsveit. Það er allt í lagi, þú ert einn af þessum „boogie- istum". Það nefnilega stendur svoleiðis á að ég er héma niðri í Sjálfstæðishúsi og Steini Steingríms er forfallaður. Það var einn besti píanóleikarinn okkar á þessum ámm. Mér leist nú ekkert á að fara sem píanóleikari í hans stað, en þú getur komið sagði Kalli. Ég lét mig hafa það og settist við píanóið og byrj- aði að spila. Eftir það spilaði ég framan af miklu meira á píanó frekar en harm- oníku. Það var út af því að nikkararnir urðu að blása líka, annað hvort á trompet eða saxófón. Þegar Naustið opnaði hringdi Carl Billich í mig og þar spiluðum við sam- an ásamt Skapta Sigþórssyni, þá spilaði ég á harmoníku. Annars hef ég ekki verið alvöru harmoníkuleikari, heldur einskonar hljómborðs-harmoníkuleik- ari. Maður komst þó ekki hjá því að læra gömlu dansana þó ég hafi aldrei haft nokkurn áhuga fyrir þeim, þetta fylgdi bara starfinu. Ég byrjaði í Al- þýðuhúsinu og þar vom spilaðir gömlu dansamir eingöngu. Eitt ár spilaði ég með hljómsveit Aage Lorange í Tjarnarbúð.Ég hafði dálítið gaman af því hvernig hún var sett saman. Aage Lorange píanó, Hauk- ur Morthens söngvari, Karl Lilliendahl á gítar, Poul Bernburg á trommur og svo kom einhver Sigurgeir Björgvins- son, með venjulegt íslenskt nafn, sem spilaði á harmoníku, hinir höfðu allir ættamafn. Árið 1955 var stofnuð hljómsveitin „Fjórir jafn fljótir“ sem spilaði í Gúttó og voru Skapti Ólafsson á trommur, Magnús Randrup á harmoníku, ég á pí- anó, og síðan voru tveir menn sem skiptust á að spila með okkur. Guð- mundur Finnbjörnsson sem spilaði á saxófón á föstudögum og laugardögum, og Siggeir Sverrisson bassaleikari sem spilaði með okkur á sunnudögum. Þessi hljómsveit starfaði í 4 ár. Maður spilaði í öllum þessum hús- um: Vetrargarðinum, Framsóknarhús- inu, Þórscafé hjá S.K.T. og hingað og þangað og má vel vera að þetta komi nú ekki alveg í réttri röð. í Framsóknar- húsinu spilaði ég á harmoníku í tríói með Jose Riba og Guðna Guðnasyni sem spilaði á píanó. Mér fannst alltaf hálf hallærislegt að hafa ekki trommur og var því stundum að skælast með bongo-trommur. Einhvem tíma spilaði ég með Stefáni Þorleifssyni suður á Keflavíkurflugvelli en hann átti það til að keyra á bremsulausum bílnum, auk þess sem hann var alltaf að bila. Við spiluðum þar alltaf öðru hverju í hinum og þessum „klúbbum". Um 1960 fór ég að spila í Silfur- tunglinu með hljómsveit Magnúsar Randrup sem ég spilaði með í mörg ár. Þar sat ég einn ganginn enn við píanóið því Magnús var nikkari og saxofónleik- 9

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.