Harmoníkan - 28.02.1993, Page 11
Hljómsveitin Tíglar eins og hún var skipuð í kringum 1987.
Uppáhalds harmoníkuleikarar -
Tollefsen er jú minn maður og svo nátt-
úrulega Art Van Damme sem „jazz“-
kall. Reyndar á ég sárafáar harmoníku-
plötur og hlusta ósköp lítið á harm-
oníkumúsík. En auðvitað dáist maður af
þessum mönnum eins og Lars Ek og
Sigmund Dehli sem ég kynntist svolítið
persónulega.
í mörg ár spilaði ég í Templarahöll-
inni. Mattý Jóhanns var að syngja þar,
Ragnar Páll á gítarinn, Artúr sonur hans
á trommur og þau fengu mig með á
harmonrku. Eg var með þeim þar í þrjú
ár og spiluðum við á ýmsum stöðum
fyrir utan Templarahöllina.
Það var svo nokkru síðar að mér
bauðst aftur vinna í Templarahöllinni.
Sú hljómsveit hét Tíglar og voru þar
ungir menn á ferð, sem voru Birgir Ott-
ósson sem spilar á bassa og eraðal-
söngvari, Jón Karl Olafsson sem spilar
á hljómborð og syngur og Eggert Krist-
insson á trommur. Við spiluðum alltaf á
föstudagskvöldum, ég held bara í 9 ár,
að vísu urðu smá mannabreytingar en
lengst af var hljómsveitin svona skipuð.
Eins spilaði ég með þeim hingað og
þangað, en þeir spiluðu líka þnr saman
og þá hétu þeir Nátthrafnar. Ég er
reyndar enn að spila með þeim af og til
þegar tækifæri gefst.
Oft er það að ég hef verið fenginn til
að leysa menn af, og hef ég t.d. oft leyst
af í veitingahúsinu Artúni. Jón Sigurðs-
son fékk mig nokkrum sinnum fyrir sig
bæði þar og eins á Hótel Borg. Síðan
skeður það að Jón veikist og ég fer til
að leysa hann af. Jón var búinn að vera
veikur og ætlaði að hvíla sig og leita sér
lækninga. Það varð um samið að ég
leysti hann af í svona 3 mánuði. í
hljómsveitinni voru fyrir Gunnar Páls-
son bassaleikari, Ragnar Páll gítarleik-
ari, Trausti Jónsson (Sigurðssonar) á
trommur og Hjördís Geirs frænka mín
söngkona.
Eins og allir vita þá lést Jón og ég
varð eiginlega innlyksa í hljómsveit-
inni. Við spiluðum þar fram á sumar s.l.
en tókum okkur þá sumarfrí. Þegar við
komum aftur höfðu þeir sem leystu
okkur af, tekið við starfinu og okkar því
ekki þörf lengur. Það var sjálfur Örvar
Kristjánsson, sem er jú þekkt nafn í
þessari starfsemi og eigendurnir hafa
viljað auka aðsóknina með því að hafa
hann áfram. En við höfum haldið sam-
an ogerum að spila um þessar mundir
mikið fyrir austan fjall og eins hér í
Reykjavík.
Eg dvaldi kvöldstund heima hjá
þeim hjónum, þar sem þau búa tvö í
Safamýrinni, því börnin tvö Guðrún
og Gísli hafa yfirgefið hreiðrið. Eg
þáði góðar veitingar ogleitaði að
gömlum myndum sem reyndar margar
höfðu týnt tölunni ígosinu. En Sifft er
enn að og því eiga eftir að koma nýjar
myndir og eflaust margar góðar minn-
ingar því hann er einn þeirra sem ekki
liœttir, heldur endurnýjar sig stöðugt í
tónlistinni.
Þ.Þ.
Ný félög
Eins og greint var frá í síðasta blaði var nýtt félag stofnað í Skaga-
firði, Harmoníkufélag Skagafjarðar H.F.S. Félagið var stofnað 21.
febrúar 1992 en endanlega gengið frá lögum félagsins og kosningu
stjórnar s.l. haust á Hótel Bifröst í svonefndum Græna Sal. Stofnfélag-
ar eru 29 og fyrsti formaður var kosinn Pétur Víglundsson (sjá bls. 2)
Nýtt félag var einnig stofnað á Norðfirði, Félag Harmoníkuunnenda
Norðfirði og er félagið þegar gengið í S.Í.H.U. og hefur tilkynnt þátt-
töku á næsta landsmóti á Egilsstöðum í sumar. (sjá bls. 2).
Þá hefur einnig verið stofnað félag í Vestmannaeyjum og
er nánar greint frá því á öðrum stað í blaðinu.
Vonandi koma félagar frá þessum nýju félögum á landsmótið næsta
sumar sem verður gott framlag til fjölbreyttara samfélags harmoníku-
unnenda á landinu. Það er von okkar að þessi nýju félög verði í góðu
sambandi við blaðið og sendi okkur reglulega fréttir og myndir frá
starfsemi sinni og í leiðinni er vert að minna eldri félög á að gera það
sama.
Þ.Þ.
11