Harmoníkan - 28.02.1993, Qupperneq 12
Benpnsson
er höfundur ljóðs og lagsins
„Þannig leið nóttin“. Jóhannes hef-
ur áður liðsinnt okkur við blaðið
t.d. samdi hann texta við fyrsta lag-
ið sem við birtum á nótum í blað-
inu, einnig samdi hann textann
Drauminn um Elínu, lag Carl Jular-
bos og eins hefur hann handskrifað
nótur fyrir okkur af nokkrum lög-
um. Hann er landskunnur hagyrð-
ingur og auk þess samið fjölda laga
ýmist danslög eða söngslög og hef-
ur þá oft útsett lögin sjálfur. Við
þökkum Jóhannesi fyrir veittan
stuðning og vonum að lesendur
njóti lagsins. (Sjá nánar um Jóhann-
es í 1. tölublaði Harmoníkunnar).
Þ.Þ.
Þannig leið nóttin
í sveitinni heima var samkomuhús
er svipmót hins umliðna bar
en karlamir gættu þá barna og bús
og birtust ei daglega þar.
En ætti að dans kom ólga í blóð
á öllum sást brosið á vör
en Dóri með nikkuna stálsleginn stóð
og stórkostlegt úthald og fjör.
í klæðunum beztu menn komu á fund
með kjammana rakaða vel
með hálsbindið rauða var Halli á Grund
og hattinn bar Valdi á Mel.
Og menn störðu hrifnir á meyjanna val
þær minntu á rísandi sól.
í sægrænu pilsi var Svana í Dal
og Sigga í heiðbláum kjól.
Og þannig leið nóttin og bros var á brá
unz bjarmaði af degi á ný
þótt einstaka par gengi örlítið frá
var enginn að hneykslast á því.
Og Dóri hann spilaði, lundin var létt
og lífsgleðin réði um sinn.
í hringiðu dansgólfsins haldið var þétt,
en hallaðist vangi að kinn
En fallið er húsið er forðum þar stóð
og farið á gleymskunnar veg.
Þær stúlkur sem áttu þá æskunnar glóð,
þær eldast, já rétt eins og ég.
Mig dreymir þó stundum í daganna gný
um Dóra og nikkuna hans,
og óskað að væri ég ungur á ný
og aftur ég stigi þar dans.
Jóhannes Benjamínsson
Tormod „Lillebror“ Vassaasen sá hinn sami
og kom til íslands ásamt Sigmund Dehli, og Knut
Ivar Böe sem er þekktur fyrir að leika í Jularbo-
stfl, hafa ákveðið að vinna saman. Er hugmyndin
að vera með fjölbreytta dagskrá með allskonar
harmoníkutónlist; suðræna, suðurameríska,
kúrekatónlist jafnframt norskri og norrænni tón-
list. I bígerð er að nota ýmsar gerðir af harmoník-
um til að ná fram réttum hljóðum og eins verða
með þeim bæði bassa- og gítarleikari. Þ.Þ.
„Blómlegt tónlistarlíf á Þórshöfn“ var fyrir-
sögn í Morgunblaðinu 9. nóvember s.l. Greininni
fylgdi mynd af 6 manna hljómsveit og þar af
voru 3 harmoníkuleikarar sem heita Kristján Sig-
fússon, Oli Þorsteinsson og Óttar Einarsson. Það
vakti athygli að á mynd (svart/hvítri), sem fylgdi
greininni voru harmoníkumar allar hvítar. Þessir
ágætu menn ætla að spila á samkomum þar eystra
ásamt bassaleikara, gítarleikara og trommara.
Þ.Þ.
12