Harmoníkan - 28.02.1993, Qupperneq 18

Harmoníkan - 28.02.1993, Qupperneq 18
ÆFINGA-TÆKNI Oft er talað um þann tíma sem tónlistarfólk notar til æfinga án þess að skilgreina það nánar. Hversu oft hefur þú ekki byrjað að æfa og látið duga að komast í gegn um lagið, en t.d. látið hjá líða að huga að hrynj- andi, áferð, fingrasetningu, stíl, takti og réttum hraða? Kannskivar bara gaman að láta heyrast í hljóð- færinu. Staðreyndin er sú, að þú munt sennilega hafa notið þess, en í rauninni ekkert lært, þvert á móti lagt grunn að slæmum vana tónlist- arlega séð. Hver er besta aðferð til æfinga? Er einhver aðferð annarri betri? - Hér á eftir fara nokkrar á- bendingar sem vonandi bæta æfing- ar og árangur þinn á harmoníkuna. Útbúðu verkefnaskrá Það skiptir ekki máli hverskonar tónlist þú æfir. Ef þú ætlar að spila á opinberum vettvangi verður þú að vera búinn að ákveða hvað þú ætlar að leika. Getur þú spilað af sæmi- legri nákvæmni nokkur lög svo við- unandi teljist? Oft má heyra fólk segja frá því að það sé búið að læra svo og svo lengi, en þegar það er beðið að spila, getur það ekki leikið eitt einasta lag svo viðunandi teljist. Byrjaðu því á því að setja þér mark- mið með því að: A gera skrá yfir þau lög sem þú ætlar að æfa, B æfa hvern hluta lagsins fyrir sig, þar til hann festist í minni og taktu þá til við næsta hluta. C vertu ekki ánægður fyrr en þú getur án mikillar fyrirhafnar, hvar og hvenær sem er leikið lagið. Farðu yfir lögin. Þau lög sem þú hefur lært munu gleymast ef þú rifj- ar þau ekki upp reglulega. Byrjaðu efst á listanum og farðu ítarlega yfir hvert um sig til upprifjunar. Ef þú hikstar á því, skaltu taka það fyrir og æfa upp á ný áður en þú heldur áfram niður listann. Hvenær og hvað oft á að æfa? Skipuleggið ákveðinn tíma til æfinga. Sjálfum finnst mér besti tíminn fyrst á morgnana. Að gefa 18 eftir Jim Wadowick sér ákveðinn tíma til æfinga er al- gjör forsenda þess að ná árangri. Nokkrar stuttar æfingar eru árang- ursríkari en ein löng. Þrjár hálftíma æfingar eru áhrifameiri en ein æfing sem stendur í eina og hálfa klukku- stund. Sálfræðingar fullyrða að einbeit- ingin sé mest fyrstu 10 mínúturnar sem við æfum. Einnig þarf hugur- inn tíma til að meðtaka og festa í minni það sem fram fór á æfing- unni. Hugurinn meðtekur jafnvel meðan við sofum. Hvernig á að æfa? Æfið fyrst og fremst í smá hlut- um. Skiptið laginu niður í hending- ar. Takið hverja hendingu fyrir sig og æfið og byrjið ekki á næstu fyrr en sú fyrri er fullæfð og þú getur spilað hana af fullkomnu öryggi í mjög hægum takti. Fáðu gott jafn- vægi í lagið (gott vald á belgnum), náðu réttum stíl, réttri fingrasetn- ingu, hljómfalli og stöðugum takti. Ef þú æfir þig á réttan hátt - aftur og aftur, lærirðu smá saman og leggur á minnið lagið sem þú æfir. Lykillinn að árangri er að æfa nógu rólega. Æfðu hverja hendingu á sama hátt. það má jafnvel ná tök- um á erfiðustu lögum með því að fara nógu rólega yfir þau í byrjun. Haltu þér við hægan takt. Taktu fyr- ir allar hendingar á sama hátt (ró- lega). Reyndu ekki að auka hraðann fyrr en þú hefur æft allt lagið á þennan hátt. Eina hendingu í einu, aftur og aftur og aftur. Notið taktmæli stillið hann á hálfan (ef ekki 4) hraða sem á að vera á laginu. Marg- ar gerðir taktmæla eru á markaðin- um, þar á meðal rafeindamælar. Sjálfur nota ég rafeindataktmæli sem ég tengi í magnara. Ef ég er með nemanda sem á erfitt með að halda stöðugum takti, hækka ég í magnaranum. Við það verður nem- andinn eins og ósjálfrátt stöðugri í takti. Eftir að þú hefur æft lag í nokkra daga í mjög hægum takti og náð góðu valdi á nótum, fingrasetn- ingu, stíl (legato, staccato eða hvað sem er) skaltu auka hraðann um eina mælieiningu og æfa lagið á sama hátt og í byrjun, hendingu eft- ir hendingu. haltu áfram að auka hraðann þar til réttum hraða er náð. Þegar hér er komið skaltu leggja frá þér nótumar um stund, og æfa lagið eftir minni. Þar á eftir skaltu æfa þig í algjörlega dimmu herbergi. Það mun einnig gefa þér mikið, þú heyrir þá betur hvernig lagið hljóm- ar í eyrum annarra, vegna þess að nú ertu ekki lengur að einbeita þér við nóturnar. Hlustaðu bara á sjálf- an þig. Þetta er einnig prófsteinn á hversu vel þú hefur æft þig. Notaðu segulbandstæki Erfiðasta verkefni sem þú getur lagt fyrir sjálfan þig er að gera villulausa hljóðritun af því lagi sem þú ert að æfa. Ef þér tekst það hef- urðu náð góðum árangri. Samt sem áður er engin vissa fyrir því að lagið sé fullæft þó þetta takist einusinni. Fyllist því engri sigurvímu. Reyndu aftur á morgun og sjáðu hvort þér tekst jafnvel til. Hlustaðu einnig eft- ir jöfnum hraða, styrkleika og áferð. Tónlistarþekking er nauðsynleg. Skilningur á tónlist er nám. Með tímanum skaltu kynna þér uppbygg- ingu tónlistar, form og hrynjandi. Góður skilningur á þessum hlutum gerir þér kleyft að vita hvemig tón- verk er sett saman og eykur skilning þinn á verkinu. Það festist betur í minni að vita uppbyggingu verks- ins. Eitt af því sem sálfræðingar segja er - ef þú skilur hlutina eða megin innihalds þeirra, þá ertu fær um að raða þeim saman í einhvers- konar mynd sem þú manst eftir. Með öðmm orðum - gerðu þér grein fyrir formi og uppbyggingu lagsins, og allar hendingarnar munu raða sér upp í eina heild sem þú átt betur með að muna. Að sjálfsögðu þýðir það nám í tónfræði og tónlistarregl- um, en það er það sem að öllu jöfnu gerir hljóðfæraleikara að lista- manni. Höfundur er prófessor í tónlist við „ Troy State “ háskólann í Troy, Alabama, U.S.A. Lauslega þýtt úr „ The Bellows “ Þ.Þ.

x

Harmoníkan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.