Harmoníkan - 28.02.1993, Side 19

Harmoníkan - 28.02.1993, Side 19
Bréf frá Hveragerði Ég man ekki eftir að hafa nokkum annan tíma orðið eins inni- lega glaður eins og þegar mér var gefin einföld harmoníka þegar ég var sjö ára gamall. Það var kaup- maður hjá prestinum á Lundi í Lundareykadal sem gaf mér hana, en þá bjuggum við á næsta bæ, Arnþórsholti. Annars er ég fæddur á Vilmundarstöðum í Reykholtsdal ættaróðali föður míns, en flutti með fjölskyldunni að Arnþórsholti 1918. Faðir minn spilaði oftast á böllum hjá UMF-Dagrenningu svo nikkan kom í góðar þarfir. Fyrir fyrsta lán- ið á nikkunni fékk ég 13 krónur, sem var ekki svo lítið í þá daga. Þetta var eina borgunin sem við pabbi fengum fyrir að halda uppi skemmtuninni í mörg ár. Seinna þegar ég var 16 ára var ég vetrar- maður hjá fræðimanninum Krist- leifi á Stórakroppi. Þar bjó ásamt honum Bjöm Jakobsson tengdason- ur hans. Hann kenndi mér að lesa nótur og nokkur lög með Andrés Magnússon fingrasetningu. Hann var frændi minn. Hann samdi nokkur lög, eitt ásamt öðrum frænda okkar Magn- úsi Asgeirssyni, sem samdi ljóðið. Seinna fór ég sem nemandi í Reyk- holtsskóla og spilaði þar á tvöfalda nikku annan veturinn. Sú nikka var fengin að láni. Það hittist svo á að það voru oftast hljóðfæri þar sem ég vann, orgel eða píanó svo ég gat haldið mér við í músikinni. Fyrstu ■í^i kynni mín af píanóharmoníku voru hjá Páli Axelssyni. Hann kenndi mér að hljóma saman eftir eyranu. Hann dvaldist um tíma á Lundi sem þá hafði keypt Herluf Clausen en bústjóri hjá honum var Arinbjörn Arnarsson stjúpi Páls og Grettis Bjömssonar harmoníkusnillings, og faðir Arna píanóleikara. Kona Arin- bjarnar og móðir þeirra, Margrét Karlsdóttir frá hinum sögufræga stað Bjargi í Miðfirði var snillingur á orgel og píanó. Ég var um fimm- tugt þegar ég eignaðist píanónikku. Sigurður sonur minn gaf mér gaml- an Hohner. Ég komst fljótlega upp á lagið með hana, það var orgelspil- inu að þakka. Stuttu eftir að ég kom í Hveragerði stofnuðu nokkrir piltar harmoníkufélag. Þeir pöntuðu nikk- ur frá Akureyri. Þær gengu ekki all- ar út svo ég freistaðist til að kaupa eina og ganga í félagið og þá kom nótnalesturinn sem ég lærði hjá frænda í góðar þarfir. Nægur er tím- inn síðan ég hætti að vinna. Að lokum koma svo hér kveðjur til ykkar laðamannanna og allra hljómlistarunnenda. Andrés Magnússon Heiðmörk 18 Hveragerði MEÐ BROS Á VÖR.- Kaffikonumar á jólaskemmtifundi F.H.U.R. 1992 með nýju svuntumar sem þœrkeyptu í Dublin. Þœr annast allan bakstur fyrir fundina, bera á borð og afgreiða gesti með kaffi og kökum, á þeim mœðir mikið og engan skal undra þótt þær hafi brugðið sér til írlands skömmu fyrir jólin, sœlusvipurinn leynir sér ekki. Þœr fá smá peningaupphœð fyrir hvern fund og notuðu sér sjóð sem safnast hafði, sér til styrktar í Irlandsferðinni. Kaffikonurnar eru frá vinstri: Sigríður Sigurðardóttir, Sigríður Guðbjartsdóttir, Ágústa Bárðardóttir, Svava Olafsdóttir, Ragnhildur Erlendsdóttir, Kristín Eyþórsdóttir, Elsa Kristjáns- dóttir, Jónína Þorsteinsdóttir, Eygló Halla Ingvarsdóttir, Elísabet Einarsdóttir, Asdís Arnfinnsdóttir og Kolbrún Steingrímsdóttir. Nokkrar vantar á myndina, sem tekin er í Templarahöllinni. 19

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.