Harmoníkan - 30.05.1995, Blaðsíða 8
HuoMsvtrr
Frá hátíðahöldwium 17. júní 1974. Frá vinstri: Haukur Sighvatsson, Sighvatur Sveinsson, Sigga Maggý, Bragi Einarsson og Ásgeir Sverrisson.
var enginn pallur til að spila á heldur
vorum við út í horni og við vorum
hræddir um að truntan setti lappimar í
hljóðfærin. Það komu svo tveir menn og
gripu í taumana, og karlinn fór syngj-
andi á hestbaki meðan klárinn var
teymdur út. Síðan var haldið áfram með
ballið.
Ég stefndi að því að komast í Sinfón-
íuna sem óbóleikari. Ég komst að vísu í
hljómsveitina sem þriðja óbó, og spilaði
á nokkrum tónleikum. Það var hérna
þýskur maður, sem var fastráðinn óbó-
leikari við Sinfóníuna og kvæntur ís-
lenskri konu. Ég sá því ekki fram á að
fá fasta stöðu. En svo bauðst mér vinna,
fyrst hjá útgáfufyrirtæki og svo hjá
Samvinnutryggingum og þá ákvað ég
að hætta hjá Sinfóníunni, því þar var æft
á morgnana og það fór ekki saman við
vinnuna.
Svo þú hefur þá valið Harmoníkuna?
Ég ætlaði raunar aldrei að verða
harmoníkuleikari, en það vantaði harm-
oníkuleikara og því sló ég til þar sem af
því voru góðar tekjur. Bræður mínir áttu
allir harmoníkur, 120 bassa og ég stalst í
þær, sennilega frá því að ég var svona
tíu ára. Faðir minn sem var kirkju-
organisti, og nokkuð góður sem slíkur
þó ég segi sjálfur frá, kenndi mér að
spila á orgel og lesa nótur. Hann var
mjög nákvæmur við kennsluna, harður
og stífur og hef ég búið að því síðan. Ég
spilaði svo að mig minnir tvisvar í
kirkjunni þegar pabbi var forfallaður.
Annars var mikil tónlist á heimilinu,
það spilaði öll fjölskyldan og söng, sér-
staklega eldri bræður mínir sem eru af-
skaplega söngelskir og miklir söng-
menn. Um 15 ára aldur fékk ég ein-
hverskonar ofnæmi, og var innan dyra
hátt í þrjá mánuði. Þá má segja að ég
hafi byrjað að spila á harmoníku því ég
notaði tímann til að æfa mig þegar ég
var að ná mér eftir veikindin. Ég held
að fyrsta ballið sem ég spilaði á hafi
verið á Síká. Ég fór með rútunni þangað
og spilaði fram á nótt, en fékk svo far
aftur heim strax eftir ballið. Einnig fór
ég norður á Strandir til að spila. Þar
byrjuðu böllin svona um klukkan ellefu,
þeir voru ekki klárir úr fjósunum fyrr,
og svo var haldið stanslaust áfram til
klukkan sex á morgnana. Það eru senni-
lega erfiðustu böllin sem ég hef lent í,
en maður fann ekkert fyrir þessu þá,
maður var svo ungur. Eitt sinn fór ég
ásamt Andrési bróður mínum ríðandi til
að spila og vorum við með harmoník-
urnar á klakk. Við fórum yfir hálsinn
suður í Þverárhlíð og spiluðum þar.
Árið 1956 fer ég að spila í Gúttó með
Carl Billich, þar fékk ég rosalega góða
kennslu og þjálfun. Þama spilaði Billich
á píanóið, Gunnar Reynir Sveinsson
tónskáld á trommur, Jósef Felzmann á
fiðlu og Sigurður Ólafsson söng. Skapti
Ólafsson söng stundum í staðinn fyrir
Sigurð. Þetta voru engir slorkarlar og
maður varð að hafa sig allan við, til að
hafa við þeim. Það var mikið spilað eftir
nótum og þeir voru alveg ferlegir með
það að transponera eftir nótunum. Ef
lagið var til dæmis skrifað í D, áttu þeir
til að hækka í Es, og maður varð bara að
gjöra svo vel og fylgja þeim eftir. Þetta
var nú í lagi ef maður kunni lagið, en
verra að gera þetta beint af blaðinu.
Felzman var svo illskeyttur að hann
sagði: Ef þú spilar þetta ekki þá hendi
ég þér bara út. Þetta voru atvinnumenn,
gegnsósaðir í músík og kunnáttu. Á
þessum tíma var danslagakeppni S.K.T.
þá var Einari Waage bassaleikara bætt í
hópinn. Þetta hefur sennilega verið ein
af þeim síðustu danslagakeppnum sem
S.K.T. hélt og Freymóður Jóhannesson
sá um, en þær höfðu þá staðið í mörg ár.
Það hlýtur að hafa verið mikil vinna
fyrir keppnina ?
Jú, lögin voru öll skrifuð, misjafn-
Spilað fyrir gesti heima í stofu (1980).
8