Harmoníkan - 01.02.1998, Síða 5
Ferðasaga H.F.Þ.
Frá v. Aðalsteinn Isfjörð, Grímur frá Rauðá og Stefán í Hólkoti.
Á félagsfundi í HFÞ s.l. vetur var rætt
um skemmtiferð á komandi sumri. Yms-
ar uppástungur komu fram, en ofaná varð
3ja daga ferð til Hornafjarðar 20.-22.
júní. Hófst þegar undirbúningur ferðar-
innar og var hann í höndum félagsstjórn-
ar. Eflaust hefur mætt mest á formannin-
um svo sem oft vill verða, því að í upp-
hafi ferðar lýsti hann því yfir að hann
hefði næstum því verið farinn yfir á taug-
inni. En það fór - guði sé lof - betur en á
horfðist.
Það var dumbungsveður föstudags-
morgun 20. júní, er ferðafélagar söfnuð-
ust saman við Hlíðarveg í Kísilþorpinu
við Mývatn og ekki hlýrra en svo að
menn og konur kusu heldur að sitja í bíl-
um sínum en standa úti, meðan beðið var
eftir rútunni sem átti að flytja okkur.
Fljótlega birtist 60 manna rúta Jóns
Árna Sigfússonar og eigandinn sjálfur
undir stýri og er auk heldur stjórnarmað-
ur í HFÞ. Þegar gengið hafði verið frá
farangri og allir sestir inn reyndust far-
þegar, við nákvæma talningu vera 42.
Var nú haldið af stað og ekið sem leið
liggur austur yfir Námaskarð. Formaður
félagsins Olafur Olgeirsson, sem bætti nú
við sig titlinum fararstjóri og bar þann tit-
il með sóma ferðina á enda, hélt nú dá-
litla ræðu, sem þó voru nokkrar eyður í,
þar sem hann kvaðst hafa ýmsu gleymt
af því sem hann hefði þó verið búinn að
hugsa sér að segja, en það kom nú smátt
og smátt. Hvatti hann hagyrðinga þá sem
í bílnum væru að láta óhikað til sín heyra
og aðra þá sem eitthvað hefðu fram að
færa. Kvaðst hann reiðubúinn til að yfír-
gefa sæti fararstjóra, ef einhver vildi
„stíga í pontu." Hagyrðingar fóru sér
hægt í fyrstu, en það rættist úr þeim von
bráðar.
í Fjallakaffi í Möðrudal var áð og
fengum við okkur hressingu. Sumir
versluðu með merkta penna og virtist
vera vaxandi keppni um það í ferðinni
hver bætti flestum pennum í safnið.
Það er venja í skemmtiferðum félags-
ins að harmoníkuleikarar taki fram hljóð-
færi og spili 2-3 lög á áningarstöðum í
ferðinni. Hér voru það Stefán Þórisson
og Ásgeir Stefánsson sem riðu á vaðið.
Áfram var haldið og komið til Egils-
staða um kl. 13. Borðað í Esso-skálanum
og ýmsir versluðu í KHB og gerðu góð
kaup.
Ekki fengum við ofbirtu í augun af sól
meðan ekið var suður Velli og Skriðdal.
Veður var að mestu þurrt en lágskýjað.
Vísur fóru nú að flögra um bílinn, bæði
frá framleiðendum og einnig þeim sem
leita þurftu í annarra smiðju. Ein og ein
skrýtla rifjast líka upp og var látin fjúka.
Afleiðingar urðu þær að fararstjóri sat
lengst af í góðu skjóli sambýliskonu
sinnar aftur í bfl.
Eg sem þessar línur rita, hafði fyrir
sessunaut aldursforseta ferðarinnar, hinn
síunga Friðrik Jónsson frá Halldórsstöð-
um, tæplega 82ja ára. Þótti mér það góð-
ur félagsskapur.
Á Djúpavogi var ofurlítil viðstaða.
Það var gott að rétta úr sér, komast í
sjoppu og virða fyrir sér umhverfið.
Veðrið var hið sama, lágskýjað og þoka
á fjöllum. Stutt frá sjoppunni var gamalt
timburhús sem vakti forvitni okkar.
Reyndist það vera Langabúð, reist úr
bjálkum á öndverðri síðustu öld. Þar inni
voru trésmiðir að verki og bar hand-
bragðið þeim gott vitni.
Buðu þeir okkur að ganga um húsið
og skoða það. Sáum við þar m.a. Ey-
steinsstofu Jónssonar ráðherra. Það var
hvasst á Almannaskarði þegar við stigum
þar út, en útsýnið var stórkostlegt, þrátt
fyrir þokuna. „Sá sem ekki hefur séð yfir
Austur-Skaftafellssýslu af Almanna-
skarði á björtum sumarmorgni - hann
hefur ekki séð ísland." (Stefán Stefáns-
son skólameistari).
Það er bratt niður skarðið Hornarfjarð-
armegin og manni verður hugsað til þess
hvernig sé að fara þar um í hvassviðri og
hálku. En nú eru aðeins 11 km til Horna-
fjarðar og innan lítillar stundar heilsar
okkur hinn vinalegi kaupstaður Höfn. -
Höfn 100 ára - Fagurt blómaskrúð mynd-
ar þessi orð þar sem rennt er í bæinn.
Á rólegum stað í útjaðri bæjarins
stendur gistihúsið Ásgarður að Ránarslóð
3. Þangað er nú stefnt, því þetta verður
náttstaður okkar næstu 2 nætur. Far-
angrinum er kippt út úr lestum bflsins og
borinn inn. Þar hittum við húsvörðinn,
ungan mann og hressilegan. „Gerið svo
vel, það eru öll herbergin eins," segir
hann og leggur lyklana á borðið.
Við tökum við fegins hendi og prílum
upp á aðra hæð. Herbergin reynast hin
vistlegustu með handlaug og sturtu hvert
og eitt. Þarna er líka rúmgóð setustofa
með sjónvarpi. Þetta er aðeins gististað-
ur svo við þurfum að fara á Hótel Höfn
til að fá mat og kaffi, en það er engum
erfiðleikum bundið. Ekki höfðum við
hótelfæði þetta fyrsta kvöld, en fengum
okkur hressingargöngu um bæinn og leit-
uðum uppi sjoppur og aðra minniháttar
veitingastaði. Varð okkur furðu vel
ágengt í þeim efnum.
Um kvöldið eiga menn sig sjálfir.
Harmoníkuleikarar draga fram hljóðfæri
sín og taka smáæfingu í setustofunni og
þá rennum við hinir óbreyttu á hljóðið.
Þarna var mættur Friðjón Hallgrímsson
formaður Fél. Harmoníkuunnenda í
Reykjavík og lék á litla harmoníku af
mikilli snilld. Heiðursmaðurinn Friðrik
okkar Jónsson greip líka í nikku og sýndi
5