Harmoníkan - 01.02.1998, Blaðsíða 6
glöggt að hann hafði ekki týnt öllu niður.
Ýmsum þótti við hæfi að taka nokkur
dansspor við þessar aðstæður.
Við þetta undum við okkur fram yfir
miðnætti og hafði þá sumum þeirra næt-
urgesta sem ekki tilheyrðu okkar hópi lítt
orðið svefnsamt.
Aður en gengið var til náða kynnti
Olafur formaður dagskrá laugardagsins.
Morgunverður uppi á Hóteli kl. 9 og
skoðunarferð með leiðsögn kl. 11 f. há-
degi.
Laugardagur 21. júní. Það var girni-
legur morgunverður sem heið okkar á
Hótelinu og tóku menn hraustlega til
matar síns. Síðan var farið að hugsa til
ferðar. Við ókum sem leið liggur framhjá
Seljavöllum, stórbýli Egils Jónssonar al-
þingismanns og um Nesjahverfi. Þar er
Félagsheimilið Mánagarður, þar sem
dansleikur átti að vera um kvöldið.
Við afleggjarann að Miðfelli kom í
bílinn leiðsögumaður okkar Þrúðmar
Sigurðsson bóndi. Sagði Jón Arni bíl-
stjóri okkur að þessu maður vissi alla
skapaða hluti og skyldum við vera
óhrædd að spyrja hann spjörunum úr, en
reyndin varð sú að Þrúðmar hafði svo
margt að segja okkur og sýna, að við
höfðum varla undan að innbyrða allan
þann fróðleik, svo lítið varð um spurn-
ingar. A Brunnavöllum býr Bjöm Sigfús-
son formaður Harmoníkufélags Horna-
fjarðar, léttur og skemmtilegur náungi.
Við sóttum hann heim í hlað og höfðum
hann með okkur í ferðina.
Var nú ekið um Mýrar og Suðursveit,
framhjá Hala bæ Steinþórs Þórðarsonar
og þeirra bræðra, allt að Jökulsárlóni,
u.þ.b. 80 km leið. Þarna skammt frá
vatnsbakkanum er hið myndarlegasta
þjónustu- og veitingahús með fjórum
burstum, hjólabáturinn Jaki albúinn til
siglinga og fleiri hjóla- og vélbátar til
vara. Allmargir fara í siglingu með Jaka.
Ferðin tekur 45 mín. og kostar 1000 kr.
Það er stórkostlegt að sigla um lónið og
virða fyrir sér jakana stóra og smáa,
suma alveg tröllaukna. Nú vantar sólskin
svo verulega góðar myndir náist. Hverj-
um farþega er fengið björgunarvesti til
öryggis, en veður er kyrrt og gott „í sjó-
inn.“
Ohætt mun að fullyrða að það voru
þakklátir farþegar sem stigu frá borði
þegar Jaki hafði tekið land og ekið að
landgöngubrúnni, tilbúinn í siglingu með
næsta hóp. Gott er að fá sér hressingu hjá
Ferðaþjónustunni Jökulsárlóni. Uti á ver-
öndinni er stiginn dans við undirleik Að-
alsteins ísfjörð og Gríms á Rauðá.
Nú er ekið til Hafnar og enn er Þrúð-
mar að fræða okkur um það sem fyrir
augu ber og einnig hitt sem í þoku var
hulið, því margt býr í þokunni.
Næst lá fyrir að fá sér í svanginn og
síðan fórum við nokkrir í Mánagarð til að
koma hljóðfærunum fyrir og undirbúa
dansleikinn. Nokkrir vafningar urðu við
að finna húsvörðinn, en það hafðist þó að
lokum. Ekki leið á löngu þar til hann
fékk svo mikið dálæti á formanni okkar
- sem var nú reyndar hinn traustasti - að
hann afhenti honum lyklakippu hússins,
sýndi honum hvar ætti að kveikja og
slökkva, kvaddi og fór.
Þetta þótti okkur nú hálf kyndugt en
allt bjargaðist þetta, þótt okkur yrði taf-
samt um kvöldið að finna rétta lykla að
innihurðum hússins. Þegar þessu var lok-
ið var haldið aftur „heim" og farið í sinn
skásta skrúða, áður en farið yrði til
kvöldverðar á Hótelinu. Þar beið okkar
ilmandi sjávarréttahlaðborð. Var þar ým-
islegt á boðstólum, sem sumir höfðu
aldrei áður upp í sig látið, s.s. skötuselur.
En allt var þetta merkt, svo menn vissu
nú hvað þeir hefðu á milli tannanna. Eft-
ir máltíðina var ekið í Mánagarð á dans-
leik Þingeyinga og Hornfirðinga, því ráð-
gert hafði verið að heimamenn sæu um
hljómlist að nokkru leyti, en þar sem
meirihluti Hafnarbúa og allir harmoniku-
leikarar þeirra - utan einn - voru á ættar-
móti vestur á Kirkjubæjarklaustri, þá
máttu okkar menn halda hljóðfærum
heitum dansleikinn á enda. Var þetta því
heldur fámennur hópur sem þarna kom
saman.
Fyrir einhvern misskilning komst það
inn í kollinn á einum hinna innfæddu, að
Þingeyingar neyttu ekki víns, og færði
hann þetta í tal við mig. Ekki hirti ég um
að leiðrétta það.
Um kl. 5 voru allir komnir til gistingar
í Asgarð og þar sem mannskapurinn var
svo vel á sig kominn, var ákveðið að taka
sunnudaginn snemma og aka um Suður-
firði á heimleiðinni.
Sunnudaginn 22. júní kl. 9 var hópur-
inn mættur til síðustu máltíðar á Hótel-
inu. Ekki var hægt að segja að menn
væru útsofnir, en allhressir samt og
hresstust enn frekar við góðan morgun-
verð. Þegar allir höfðu snætt lyst sína, var
okkur ekkert að vanbúnaði að halda heim
á leið. Við kvöddum Björn Sigfússon
með kærleikum og lýsti Óli formaður því
yfir að reynt yrði að taka á móti og greiða
götu þeirra Hornfirðinga, ef þeir hefðu
áhuga á að líta á lífið í Þingeyjarsýslu.
Skammt frá Hvalnesi undir hrika-
bröttu Víkurfjalli var reistur torfbær -
gervibær - þegar skáldsaga Halldórs Lax-
ness Paradísarheimt var kvikmynduð.
Sjálfsagt þótti að líta á þetta fyrirbæri
sem hefur nú mátt muna fífd sinn fegri.
Næsti áfangastaður var Hótel Bláfell á
Breiðdalsvík og skyldi þar snæddur há-
degisverður. A eftir var spilað fyrir gesti
og heimamenn.
Nú var ekið til Stöðvarfjarðar til Petru
Sveinsdóttur í Sunnuhlíð. Petra er löngu
landsfræg orðin fyrir steinasafn sitt, sem
er bæði innanhúss og einnig úti í garðin-
um. Líka er hún með uppstoppaða fugla
og allskonar minjagripi til sölu. Varð
maður alveg dolfallinn að líta öll þessi
undur, sem ekki verður með orðum lýst.
Þarna hefði ekki veitt af 2-3 klukkutím-
um til skoðunar, en til þess var ekki tími
að sinni.
I sunnanverðum Reyðarfirði heilsaði
Frá v. Friðrik Jónsson og Jón Arni Sigfússon.
6