Harmoníkan - 01.02.1998, Síða 12

Harmoníkan - 01.02.1998, Síða 12
Halldórsstaðatríóið í nokkur ár spilaði ég með þremur börnum mínum þeim Sigríði og Emilíu Jónu sem léku bæði á harmoníku ásamt mér, svo lék Páll stundum á trommur með okkur. Við nefndum okkur Halldórs- staðatríóið og urðum allþekkt á sínum tíma. Þetta var mjög ánægjulegt tímabil. Lífið og tilveran í lok viðtalsins færðist spjall okkar Fikka yfir á heimspekilegra svið og við ræddum hvort hann væri sáttur við lífs- dans sinn eins og hann hafði komið fyrir fram að því. Það gleður þann er þetta rit- ar að geta leyft lesendum Harmoníkunnar að upplifa þær samræður þar sem lífssýn Fikka var fögur og björt svo stuttu áður en hann dró andann í hinsta sinn. Ef mér byðist að lifa lífinu upp aftur mundi ég glaður vilja gera það sagði Friðrik, ég á svo fallegar minningar. Líf- ið er fagurt ef maður á góða vini og að- standendur. Allir hafa verið mér góðir og ég hafi ekki yfir neinu að kvarta. Engan mann veit ég sem ég vildi óska inn á elli- heimili enda stakk ég af þaðan sjálfur. Sá eini sem sloppið hefur lifandi frá elli- heimili segi ég. Nú hef ég hins vegar keypt mér íbúð á Húsavík og uni þar glaður við mitt í sátt við allt og alla. Að lokum spurði ég Fikka hvort hann teldi harmoníkuna á réttri braut meðal þjóðarinnar. Hann svaraði: Harmoníkan er vaxandi í áliti meðal þjóðarinnar. Hún var vinsælasta hljóðfærið og er fullkomn- asta hljóðfæri sem hægt er að nota undir dansi. Það er orðið áliðið dags og við hrokknir upp úr formlegu viðtali og farn- ir að tala um heima og geima. Þessi kveðjustund var okkar síðasta kveðja. Það var gaman að tala við Fikka þar sem hann var lifandi í frásögnum, gefandi einstaklingur, minnisgóður og ákaflega notalegur í viðmóti. Eg var gagntekinn af virðingu eftir þessa stund, sat hugsi um þennan mann sem hafði glatt svo marga í gegnum árin með harmoníkunni. Hann hafði líka kvatt hinstu kveðju með trega- hljómi orgelsins á sorgarstundum sveit- unga sinna. Friðrik lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga annan nóvember síðastliðinn. Hann var jarðsunginn frá Einarsstaðakirkju í Reykjadal áttunda nóvember. Unnur Sig- urðardóttir kona Friðriks lést 19. septem- ber 1994. Fyrir nokkrum árum var Frið- rik gerður að heiðursfélaga Harmoníku- félags Þingeyinga. Á landsmóti Sam- bands Islenskra Harmoníkuunnenda á Laugum í Reykjadal 1990 var hann heið- ursgestur landsmótsins. Þá voru lög Frið- riks kynnt á skemmtifundi F.H.U.R. þann annan mars 1997 á kynningu íslenskra dans- og dægurlagahöfunda hjá félaginu. Friðrik var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 17.júní 1988 af forseta Islands Vigdísi Finnbogadóttur fyrir mikil störf að tónlistarmálum. Lögin hans Friðriks munu lifa um ókomin ár ásamt minningu um sérstæð- an persónuleika sem var margbrotinn listamaður. Hilmar Hjartarsson. Til þín Lag: Friðrik Jónsson Texti: Guðm. Halldórsson Manstu þegar ung við undum saman Örlaganna þræði enginn skilur oft þá lágu sporin heim til þín. órafjarri liggur vegur þinn. Stefnumót, og forna ástarelda f brjósti mínu ber ég sáran söknuð ennþá geymir hjartað, vina mín. þín saknar líka Reykjadalurinn. í dalnum þar sem áin áfram liðast Ég hugsa um þig og stilli mína strengi við unaðslegan nið, þú gekkst við er stjörnublik í kvöldhúminu minna á hliðinaá mér augun þín. Á bakkanum svo féllumst við í faðma Texta þann og tónsmíð sem þú heyrir ég fyrsta kossinn hlaut af vörum þér ég tileinkaði þér, ó ástin mín. 12

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.