Harmoníkan - 01.02.1998, Page 13
Harmoníkumót 1998
Harmoníkufélag Vestfjarða heldur
harmoníkumót að Núpi í Dýrafirði dagana
19.- 21. júní n.k. Góð gistiaðstaða og tjald-
stæði, fagurt umhverfi. Njótið Jónsmessu-
helgarinnar í návist Vestfirsku Alpanna.
Dagskrá nánar auglýst í næsta
Harmoníkublaði.
Sími 456 3485
Harmoníkufélag Vestfjaröa
Helgarútilega Félags Harmoníkuunnenda við
Eyjafjörð og Harmoníkufélags Þingeyinga verður
haldin 24.-26. júlí í sumar að Breiðamýri.
Allir eru að sjálfsögðu velkomnir.
Upplýsingasímar:
F.H. U.E. sími: 462 1469
H.F.Þ. sími: 4641138
FHSN
Félag Harmoníkuunnenda á Selfossi og
nágrenni, heldur sitt árlega harmóníkumót að
Alfaskeiði í Hrunamannahreppi helgina 17-19
júlí í sumar.
Allir ávallt velkomnir.
Símar 482 1048 og 482 1053
Harmoníkuunnendur Vesturlands.
Utileguhelgi við Þverárrétt 19 - 21 júní
„Jónsmessuhelgin“. Spilað, spjallað og dansað
Allir velkomnir.
Upplýsingar í síma 431 2140
HARMONÍKAN í ÞRASTARSKÓGI
Mótið verður fellt niður í ár.
NOREGUR - Titano hátíðin í Vinstra 7-12 júlí
SVÍÞJÓÐ - Ransáter hátíðin 1 - 5 júlí
Fréttir að vestan !!!
Harmoníkufélag Vestfjarða afhenti Tónlistarskólan-
um á Flateyri kennsluharmoníku í byrjun desember,
en áður hafa verið gefnar harmoníkur til Tónlistaskól-
anna á ísafirði, Bolungavík, og Þingeyri. Aðalfundur
og árshátíð félagsins var haldin í nóvemberlok að
Núpi í Dýrafirði. A félagsfundinum gengu 18 manns í
félagið og eru félagar nú 59 talsins.
AsgeirS. Sigurðsson, fonnaður
Lars Ek fímmtugur
Síðasliðið sumar varð harmoníkuleik-
arinn Lars Ek fimmtugur. Ugglaust er
óþarfi að fara mörgum orðum um heim-
sóknir og vinsældir hans hér á landi svo
mikið hefur birst um Lars hér í blaðinu.
Lars Ek er fæddur í Stokkhólmi 10. júlí
1947 og byrjaði nám í harmoníkuleik að-
eins fimm ára gamall. Hann hefur ferðast
víða til tónleikahalds og aflað sér mikilla
vinsælda. Hingað til lands hefur hann
komið í ein fimm skipti þar af fjögur til
tónleikahalds.
Lars hefur og leikið inn á fjölda
hljómplatna, sú nýjasta leit dagsins ljós
fyrir skömmu. Er þar að finna eingöngu
lög eftir hann sjálfan. Hann hefur og til-
einkað íslandi lög sem sýna hve hlýtt
hann hugsar til okkar hér.
A afmælisdaginn var opið hús hjá
meistaranum og konu hans Ann Marie.
Fjöldi gesta sótti þau heim, vinir sem
vandamenn og dragspilið óspart þanið af
ýmsum meisturum í þeim bransa eins og
vænta mátti. Lars er formaður Frosini fé-
lagsins í Stokkhólmi til fjölda ára og um
hann hefur verið stofnaður aðdáenda-
klúbbur (Bergen í Noregi). Lars er þekkt-
ur fyrir túlkun sína á tónlist Pietro Frosini
eins og flestum ætti að vera í fersku
minni hér, lifandi og gefandi framsetn-
ingu, túlkun sem lyftir áheyrendum á
flug.
Eg vil óska Lars Ek til hamingju og
fjölskyldu hans með þessi merku tíma-
mót.
H.H.
13