Harmonikublaðið - 01.09.2012, Page 17
í Heimskautagerdinu
hefði líka unnið á Austurlandi, fyrir einhverjum áratugum og auð-
vitað urðu við strax viss um að þeir hefðu verið aðal töffararnir
þar þá.
Á hógværð þekkist Þingeyingur
þó hann viti hvað hann syngur
og geti allt sem enginn getur
öðrum mönnum langtum betur.
Minningin er mæt og góð
mættum við svo heyra
Hvort eru hérna einhver fljóð
sem ennþá muna Geira.
Það yrði sjálfsagt undra kraftur
ef einhver daman færi á stjá
að hitta Grím og Geira aftur
og gæti borið kennsl á þá.
Fía
Síðast var stoppað í Ásbyrgi og þar var að sjálfsögðu tekið í
harmonikurnar, svo bergmálaði í hóffari Sleipnis.
Sigurður Ólafsson og Hólmfríður
Bjartmarsdóttir tóku saman.
Dansad og spilad íÁsbyrgi
Inni á Hótel Norðurljós
Gott væri að hafa góðan bar
svo geti menn dottið íða
og hentugt ráð að hafa þar
hengirúm fyrir þá sem skríða.
Fía
Um morguninn risu nokkrir félagar árla úrrekkju oghugðustsækja
hljóðfærin í Miklagarð.
Geiri fór á fætur
við fyrsta hanagal.
Að gefa að því gætur
sem geymt var uppi í sal.
En víst er verri saga
ef vantar lykilinn
að norpa úti og naga,
naga þröskuldinn.
Síðan var haldið heimleiðis, ekin ströndin og stansað á Þórshöfn
og Raufarhöfn. Þar skoðuðum við Heimskautagerðið og fengum
ágætan hádegisverð á Hótel Norðurljósum. Ekki man ég á hvorum
staðnum það varsem Sigrfður orti eftirfarandi um Smára Kárason
og Dag Jóhannesson gjaldkera af gefnu tilefni.
Smári nú hrópaði hastur
í hættu er gjaldkerinn
Daggi í falsinu fastur
farið að hleyp'onum inn.
Á heimleið sagði Ásgeir Stefánsson ýtumannasögur af sjálfum
sér, afeinstakri hógværðogGrímurVilhjálmssontókfram að hann