Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.2008, Síða 13
Fréttir / Fimmtudagur 22. maí 2008
13
MARGRÉT og Björgvin: Það sem togar í okkur er náttúrulega fyrst
og fremst fólkið og vinir okkar sem við eigum hér.
ÞEIR eru 2BC, Björgvin og Birgir og þeirra slagorð er: „Það skrýtna við hugmyndir er að þær virka ekki
nema þær séu framkvæmdar.
„Ég var farinn að vinna aðeins með Simma
og Grími uppi í Höll meðan þeir ráku húsið.
Mér fannst alveg skelfilegt að sjá þetta frá-
bæra hús liggja undir skemmdum og hafði
því samband við skiptastjóra og fékk að vera
með atburði í húsinu á meðan það var í
skiptaferli hjá honum.
Síðan eignast bankamir húsið, Glitnir og
Sparisjóðurinn, og ég fékk að halda áfram
með reksturinn. Við Helgi Bragason höfum
rekið það síðan undir ýmsum kringum-
stæðum og þá er ég að tala um þessi blessuðu
leyfismál. Þau eru algjörlega ótrúlegt mál í
alla staði. Það er enginn að tala um að þarna
verði standandi partý allar helgar en við
verðum að eiga samkomuhús þar sem við
getum tekið á móti fólki í sínu fínasta dressi
og boðið upp á alla þá þætti og svarað kröf-
um sem nútímafólk vill í dag. Það að bjóða
fólki upp á að fara inn í Týsheimili í sínum
fínustu fötum er náttúrulega bara bull og það
vita allir sem vilja vita.
Ég segi kannski eitthvað hér sem ég má
ekki segja en mér finnst þetta mál vera komið
út í eitthvað allt annað en spumingu um hljóð
og ónæði. Auðvitað vonast maður til að þessi
mál verði kláruð þannig að við sem erum að
standa í þessu getum gert einhver plön fram í
tímann með uppákomur og aðra viðburði.
Fólk veit kannski ekki að það þarf t.d. að
bóka hjómsveitir, sem eru einhver nöfn, með
margra mánaða fyrirvara. Ég hringi ekki bara
á fimmtudegi og bóka þau á laugardegi,
þannig gengur það ekki fyrir sig.“
Bubbi mestu vonbrigðin
Hvaða atburðir, sem þú hefur staðið fyrir,
hafa heppnast best?
„Þeir atburðir sem standa upp úr hjá mér
eru þau böll og skemmtanir þar sem fólkið er
komið til að skemmta sér og öðrum og er
ekki að eyðileggja skemmtunina. Það sem er
mér eftirminnilegast er þegar ég kom með
dávaldinn Sahiles um árið. Það var alveg
magnað show. Mestu vonbrigðin voru þegar
við fylltum Höllina með Bubba Morthens og
hann gerði ekkert annað en að drulla út okkar
fólk og var svo ömurlega lélegur sjálfur.
En það sem stendur kannski helst upp úr því
sem ég hef verið að gera með 2BC eru tón-
leikar TOTO í fyrrasumar og koma Estrem
Team 2006 en við erum með worldtour
samning við þá næstu tíu árin. Síðast en ekki
síst er Whitesnake sem heimsækir okkur
þann 10. júní næstkomandi. Við hjá 2BC
erum að vinna að mörgu öðru og ég er svo
heppinn að geta unnið þetta frá Vestmanna-
eyjum.
Annað mjög stórt mál er að á meðan
ástandið er svona þá er mjög erfítt að fá hæft
fólk til að vinna í Höllinni. Oft á tíðum hefur
reynst erfitt að fá fólk í vinnu en Kæja og
Vala eiga skilið mikið hrós fyrir þann stand-
ard sem þær hafa náð að halda á þjónustu og
öðrum þáttum við þetta ástand. Einnig hefur
Oskar Pétur staðið sig með mikilli prýði sem
yfirdyravörður og hefur unnið frábært starf
fyrir okkur ásamt sínu góða fólki. I fyrra voru
fimmtán manns á launaskrá hjá okkur og það
yrði nú biti fyrir þetta fólk ef húsinu yrði
lokað fyrir fullt og allt.
Þegar eitthvað stórt er að
gerast græða allir
Björgvin segist oft hafa hugsað um það
hvernig Simma og Grími líði yfir því hvernig
fór með Höllina. „Ég ber mikla virðingu
fyrir þeim að hafa ráðist í þessa byggingu
fyrir okkur hér í Eyjum. Ef þessir menn
hefðu ekki verið með svona stóra drauma þá
værum við ennþá að skemmta okkur í
íþróttahúsi sem er byggt fyrir bömin okkar en
ekki samkomur af þessu tagi. Ég tel að
Höllin sé gríðarlega mikilvæg fyrir samfélag
eins og okkar og þegar eitthvað stórt er að
gerast þar þá græða allir, ekki bara Höllin því
allir njóta góðs af, sjoppur, búðir, hár-
greiðslustofur og veitingastaðir svo eitthvað
sé nefnt.
Er húsið ekki ofstórt fyrir fjögur þúsund
manna bœjarfélag ?
„Það er kannski í einhverjum tilfellum sem
Höllin er of stór en það er undantekning. Við
erum með ákveðnar hugmyndir um nýtingu á
efri sal Hallarinnar ef ákveðið verður að fara
í þá vinnu sem gæti skilað húsinu í full-
komnu lagi. Til þess að það verði gert þurfa
eigendumir að vera fullvissir um að það sem
verður gert sé nóg svo þessi skrípaleikur
haldi ekki áfram og við Eyjamenn getum
farið að skemmta okkur eins og okkar er von
og vísa. I dag er Höllin með einn besta kokk
landsins á sínum snærum, hann Einar Björn,
sem rekur veisluþjónustuna Einsa kalda.
Erum við byrjaðir að vinna að spennandi
viðburðum sem tengjast mat og Eyjum í einni
setningu. Þar sjáum við Volcano bjórinn
koma sterkan inn sem hluta af því dæmi.“
„Grill on Stone“
Hvemig sérð þú húsið nýtast sem best og
hvað þarf að koma til hliðar við þennan stóra
skemmtistað? „Ef ég mætti ráða, og ætti
pening, þá myndi ég vilja sjá stórt hótel rísa
við hlið Hallarinnar sem gæti tengst Höllinni
á ýmsa vegu, bæði í þjónustu og uppsetningu
á viðburðum sem hægt væri að tengja við
hótelið og gesti þar hverju sinni. En ef af
þessu á að verða þurfum við að bæta
samgöngur hjá okkur með Bakkafjöru og
síðan stórskipahöfn við Eiðið til að taka við
skemmtiferðaskipum.
Ein af þessum klikkuðu hugmyndum sem ég
fékk um daginn en er framkvæmanleg, er sú
að grafa inn í hraunið og búa til veitingahús
þar inni sem gæti borið nafnið „Grill on
Stone“ og væri matseðillinn allur tengdur við
gosið og hraunið, t.d. eldbakaðar pizzur sem
væri rennt niður með Volcano bjór. Þarna
kæmu þúsundir ef ekki hundruð þúsunda
ferðamanna á ári, til að upplifa það að sitja
inni í hrauninu til að borða og drekka, þar
sem Volcano kæmi sterkur inn.“
Metnaðarfull afþreying
Hljómsveit sem tók lög Eagles skemmti ný-
lega í Höllinni og Vestmannaeyingar virtust
kunna að meta það því þeir fylltu Höllina?
„Já, við hjá Höllinni erum metnaðarfull og
viljum bjóða það besta í afþreyingu hverju
sinni. Þannig að ég fór í símann og hringdi í
Eyjólf Kristjánsson vin minn og einfaldlega
sagði honum að koma með þetta show til
okkar þar sem með honum er alveg magnað
og frábært listafólk. Tónleikarnar hjá Lúðró
og Tríkot tókust líka alveg frábærlega og hvar
annars staðar hefði það verið hægt en uppi í
Höll, samkomuhúsi allra Eyjamanna? 2BC
stóðu fyrir tónleikum með Páli Rósinkrans og
hljómsveit hans Jet Black Joe og félögum úr
Gospelkór Reykjavíkur um síðustu helgi.
Tríóið Breathe frá Vestmannaeyjum spilaði
nokkur lög áður en Jet Black Joe kom fram
og tókst vel upp. Og það er líka nóg fram-
undan, hjómsveitin Whitesnake verður með
tónleika í Laugardalshöll 10. júní,“ sagði
Björgvin Rúnarsson.
Fréttir á tónleikum Jet Black Joe sem er eitt af verkefnum Björgvins:
Gaman að sjá Breathe sanna sig
-segir Ellert Scheving sem var ánægður með tónleikana í heild
BREATH, Þórir, Arndís Ósk og Sæþór. -Þessir tónleikar voru í alla staði glæsilegir en skemmtilegast var þó
að sjá hið frábæra tríó, Breathe, sanna sig í Laugardalshöllinni, er meðal þess sem Ellert segir um tón-
leikana.
Á föstudaginn var hélt ein magn-
aðasta rokksveit Islandssögunnar,
Jet Black Joe, tónleika í
Laugardalshöllinni. Það var
Björgvin Rúnarsson sem stóð
fyrir þessum tónleikum en á
þessum tónleikum var hann ekki
eini fulltrúi Vestmannaeyja.
Tríóið vestmanneyska, Breathe,
fékk það eftirsótta hlutverk að
hita upp fyrir Pál Rósinkranz og
Jet Black Joe. Tríóið er skipað
þremur Eyjamönnum, Arndísi
Óskarsdóttur sem syngur, Sæþóri
sem leikur á gítar og Þóri Ólafs-
syni sem leikur á píanó. Tríóið
hefur ekki komið oft fram en það
sýndi sig svo sannarlega ekki á
þessum tónleikum. Breathe spil-
aði fimm ábreiður eftir sumar af
þekktustu hljómsveitum heims og
gerði það af mikilli yfirvegun og
snilld.
Breathe byrjaði tónleikana á
lagi sem ber sama nafn og tríóið.
Breathe, eftir Pink Floyd af hinni
ódauðlegu plötu hljómsveitarinn-
ar, Dark Side of The Moon. í
þessu lagi bar söngur Arndísar
af, það er magnað að sjá tiltölu-
lega óreynda söngkonu syngja
fyrir framan nokkur þúsund
manns og gera það af svo mikilli
yfirvegun. Hún átti þó reyndar
bara eftir að verða betri eftir því
sem á tónleikana leið. Eftir að
hafa heillað áhorfendur með
sinni útgáfu af Pink Floyd töldu
þau í aðeins nýlegra efni. Fix You
eftir Coldplay var næsta lag, í því
lagi fór Þórir Ólafsson ham-
förum. Áhorfendur gáfu þeim
mikið lof í lófa fyrir og voru yfir
sig hrifnir. Næstu tvö lög vöktu
þó ekki alveg jafn mikla
hrifningu enda aðeins þyngri og
erfiðari hlustunar. Tríóið lét það
þó ekki á sig fá og endaði sína
tónleika á slagaranum Where
The Streets Have No Name eftir
stórsveitina U2. Þar fór allt tríóið
á kostum, sérstaklega Arndís sem
söng sig inn í hjörtu áheyrenda.
Breathe getur verið mjög sátt við
sitt framlag á þessum tónleikum
og það verður gaman að sjá hvað
tekur við hjá tríóinu.
Eftir að Breathe hafði lokið sér
af, leið ekki á löngu þar til Páll
Rósinkrans steig á sviðið og tók
nokkur lög af sólóferli sínum.
Honum til aðstoðar var vel
skipuð hljómsveit og Gospelkór
Reykjavíkur sem gaf tónlistinni
nýjan og skemmtilegan vinkil.
Kórinn fékk svo að láta Ijós sitt
skína fyrir alviiru þegar Páll fór
baksviðs og Jet Black Joe gerði
sig tilbúna. Þá söng kórinn
nokkur lög sem vöktu mikla
lukku. Það var svo Jet Black Joe
sem steig á svið og tók öll sín
þekktustu lög. Það vakti mikla
athygli að Gunnar Bjarni
Ragnarsson, gítarleikari, var
klæddur í hvít jakkaföt en hann
hefur ekki hugsað mikið út í það
hvernig hann klæðir sig hverju
sinni. Jet Black Joe olli engum
vonbrigðum og voru þeir klapp-
aðir tvisvar upp af æstum áheyr-
endum. Enduðu þeir tónleikana
á gospellaginu Oh Happy Day við
mikinn fögnuð áheyrenda.
Þessi tónleikar voru í alla staði
glæsilegir en skemmtilegast var
þó að sjá hið frábæra tríó
Breathe sanna sig í Laugardals-
höllinni.
Ellert Scheving.