Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.2008, Qupperneq 15

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.2008, Qupperneq 15
Frcttir / Fimmtudagur 22. maí 2008 15 Kristín Ósk Óskarsdóttir - Skyndibitar fyrir sálina: Dagurinn í dag er það eina sem við höfum KRISTIN: Því er gott að spyrja sig, ef ég myndi deyja í næsta mánuði, hvernig myndi ég vilja eyða síðustu dögunum mínum? Heldurðu að þú myndir klára verkefnin í vinn- unni, þrífa allt hátt og lágt heima hjá þér og fara svo í bókhaldið? Ég las einhvers staðar að ef maður er með annan fótinn í fortíðinni og hinn í framtíðinni, þá gæti maður ekki notið augnabliksins. Þessi setning hefur fylgt mér síðan og minnir mig á að dagurinn í dag er í raun það eina sem við höfum. Ég myndi segja að þetta væri eitt af þeim lögmálum sem ég kýs að lifa eftir og er orðinn stór hluti af mínu lífi. Ætla ég því að fjalla aðeins meira um að lifa í deginum í dag. Maður eyðir oft miklum tíma í að velta sér upp úr fortíðinni og það sem meira er að þá reynum við líka að breyta fortíðinni. „Það er mjög niðurbrjótandi að reyna að breyta fortíðinni vegna þess að það er ekki hægt. Þú getur breytt áhrif- um fortíðarinnar á þig en ekki at- burðunum sjálfum (úr bókinni Fegraðu líf þitt eftir Victoriu Moran). Ég átti mjög erfitt með þennan þátt fyrst til að byrja með, það er að segja, að sætta mig við fortíðina. Ég tók á endanum ákvörðun um að það sem ég væri búin að gera og ganga í gegnum hefði gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Það er ýmislegt í minni fortíð sem ég er kannski ekkert sérstaklega ánægð með að hafa gert en þar sem ég get ekki breytt því, þá er það eina í stöðunni að sætta sig við orðinn hlut og taka ábyrgðina á því sem maður gerði. Eins og kom fram í einum pistlinum mínum, varðandi mistök eða reynslu, þá tók ég ákvörðun um að öll reynsla for- tíðar hefði mótað mig sem mann- eskju og þar af leiðandi væri ekki um mistök að ræða. Ég er nefnilega orðin mjög sátt við sjálfa mig og minn persónu- leika eftir þá vinnu sem ég hef lagt upp með við að bæta mig. Ég ætla samt að benda ykkur á að það tók mig töluverðan tíma að tileinka mér þetta, verið því ekki of hörð við sjálf ykkur til að byrja með! :) Það kemur nýr dagur á morgun og þá byrjar maður aftur upp á nýtt við að lifa í núinu. Svo er það þetta með framtíðar- áformin. Að sjálfsögðu þarf maður að setja sér ákveðin markmið varð- andi framtíðina, annað væri óeðli- legt. Til dæmis þegar maður ákveð- ur að fara í nám, þá er maður að skuldbinda sig fram í tímann. Þótt maður geti hætt hvenær sem er ef námið er ekki að höfða til manns. Það sem maður þarf að hafa í huga er að við vitum ekki hvenær ævi okkar er úti. Því er gott að spyrja sig, ef ég myndi deyja í næsta mánuði, hvemig myndi ég vilja eyða síðustu dögunum mínum? Heldurðu að þú myndir klára verkefnin í vinnunni, þrífa allt hátt og lágt heima hjá þér og fara svo í bókhaldið? Ég held ekki. Þegar maður lítur á hlutina frá þessu sjónarhomi, þá held ég að flest okkar myndu velja að eyða síðustu dögunum sfnum í faðmi fjölskyldu og vina. Jafnvel ferðast eitthvað með fjölskyldunni og njóta þess að vera til. Vera algjörlega í núinu og njóta hvers andartaks. Ég hugsa hlutina mjög mikið í þessu samhengi og lít á hvern dag sem nýtt ævintýri. Það sem er efst á baugi hjá mér þessa dagana em ferðalög. Ég elska að ferðast og kynnast nýjum stað og nýju fólki. Þannig að ég hvet ykkur til að líta ykkur nær og sjá hvað fær heiminn ykkar til að snúast og leggja ykkur svo fram við að lifa eftir því. Jæja, held að ég sé að verða búin að koma skoðunum mínum á framfæri, varðandi það að lifa í deginum í dag. Dagurinn í dag gæti orðið sá besti sem þú átt, bara ef þú notar hann rétt! :) Að lokum langar mig til að deila með ykkur einni setningu sem ég las einhvers staðar um daginn og skrifaði sérstaklega niður á blað, fannst hún svo frábær: „Ekki gráta af því að því er lokið, brostu af því að það gerðist!". Með þessum orðum kveð ég að sinni. Kristín Osk Oskarsdóttir kristino @ vestmannaeyjar. is Keramiknámskeið á vegum Visku i Vestmannaeyjum -Opið bréf til stjórnar Visku og þeirra sem skráðu sig á námskeið mitt í apríl Qrein Rósanna Ingólfsdóttir Welding skrifar: Höfundur er lista- kona. Þegar ég í nóvember í fyrra hafði samband við Valgerði í Visku með þá hugmynd að halda leirkeranám- skeið í Vestmannaeyjum í apríl, var hugurinn og áhuginn fyrir hendi frá báðum aðilum. Það sem svo á eftir fór er mér algörlega óskiljanlegt og skýri ég hér atvikarás mála í réttri röð. I desember hef ég að nýju samband og segi m.a frá því að flugmiðar séu á mjög hagstæðu verði og að ég hafi mjög mikinn áhuga á því að þetta námskeið verði. Valgerður svarar mér 4. janúar 2008 og byrjar með að afsaka sig fyrir að hafa ekki svarað mér fyrr, en hún hafi orðið fyrir óhappi og ekki getað stundað vinnu eins stíft og áður. Hún skýrir fyrir mér gang mála, að námsvísir verði borinn í öll hús og fyrst eftir það verði skráning hafin. Hún bendir mér á að hana vanti texta frá mér í bæklinginn til að auglýsa námskeiðið þ.e. ef ég hafi enn áhuga á að koma. Líka mælir hún með því að námskeiðið verði ekki haldið fyrr en í mars eða aprfl. Ég samþykki það og fer strax að vinna að texta í bæklinginn og læt hana vita það þremur dögum seinna. Einnig fer ég að spyrjast svolítið fyrir um aðstæður og annað. Ég skýri hvað ég þarf og segi frá því hvernig ég vinn á námskeiðunum mfnum. Svo gengur allt mjög hratt fyrir sig, dagsetning, húsakynni og texti í bækling er fastlagt og allt virðist klappað og klárt. Ég reikna út efnivið í námskeiðið og hvar og hvemig er hægt að ná í það. Mæli aftur með ódýru ferð- unum frá Kaupmannahöfn, og segist skuli leggja það á mig að flækjast með rútu frá Gautaborg í flugið í Kaupmannahöfn til þess að halda verðinu niðri. Eftir þetta fer að hægjast á öllum upplýsingum til mín frá Valgerði í Visku. Akvað samt að vera ekkert að flýta mér en sendi samt smá línu í lok febrúar spyr hvort séu komnar nokkrar skráningar. Hún segist bara vera komin með eina skráningu en hún sé á leiðinni út í stofnanir þessa sömu viku til þess að kynna námskeiðin. Kennir hún um lélegri loðnuveiði að engar skráningar séu komnar. I lok mars spyr ég aftur og fæ þá sama svar. Þetta var það síð- asta sem ég frétti um námskeiðið mitt í Vestmannaeyjum. Ég gef þetta upp á bátinn, en ákvað samt að fara í þessa ferð þó að ekki yrði af námskeiðinu. Þegar ég kem til Eyja frétti ég sjö séu komnir á lista („djugeltelegrafen“ fúngerar ennþá). Fólk fer að spurja mig af hverju enginn hafi verið látinn vita hvort úr yrði eða ekki. Ég ákvað þá að fara á fund Valgerðar. Þvflíkar afsakanir hef ég sjaldan heyrt, það er greini- legt að það er hægt að snúa sig út úr öllum hlutum. Meðal annars hafði hún fengið á baukinn fyrir að vera að ná í leið- beinendur frá útlöndum þegar til séu leiðbeinendur í Vestmannaeyjum. Að hún skuli ekki hafa svarað mér, var að hún var að drukkna í tölvu- pósti og að hún væri hvort sem er ekki komin með nema tvo á skrá. Það runnu á hana tvær grímur þegar ég sagðist vita að það væru komnir sjö, s.s nóg til að halda námskeið. Valgerður kannaði málið og gat bara staðfest að það væru komnir sjö. Þá bauð hún mér að halda námskeiðið fyrst ég á annað borð var á staðnum, sem auðvitað var útilokað. Ég bað hana að hafa samband við alla á listanum og láta vita hvernig málin stæðu, þessi námskeið eru meðal þeirra dýrustu sem haldin eru og fólk tekur sér frí úr vinnu, leigir sér kanski pössun og því um líkt, hún lofaði því en að minni vitund hefur það ekki gerst ennþá. Ég er búin að vera leiðbeinandi í mörg ár. Ég hef kennt fólki á öllum sviðum og stigum í sambandi vi leirlist. Námskeið sem hafa verið á vegum skóla og stofnana og námskeið sem ég held sjálf hér á vinnustofu minni. Hjá mér vöknuðu margar spurningar, ég man ekki eftir því nokkurn tfma að hafa mætt svona framkomu, og ákvað þess vegna að birta þetta opna bréf. Rósanna Ingólfsdóttir Welding, Vestmannaeyingur, listakona og leirkerasmiöur ( í þessari röð) Þeirsem vilja hafa samband við mig geta náð í mig í rosannakeramik@ swipnet.se. Höfundur býr í Svíþjóð. Eyjafréttir.is - Fréttir milli Frétta Spurning vikunnar: Kemst ísland áfram í Eurovision? Einar Kristinn Kárason - Nei, við fáum ekki nægilega mörg atkvæði. Bjarni Hólm Aðalsteinsson - Nei. Mér er nokkuð sama. Andri úlafsson -Já, að sjálfsögðu. Eurobandið tekur þetta. Guújón Magnússon - Nei. Þetta er ekki nógu gott lag. Hressó: Göngu og hlaupa- hópar Göngu- og hlaupahópur á vegum Hressó byrjar næsta laugardag klukkan 13.00. í boði verða göngu- og hlaupaleiðir og leiðbcinendur fylgja þátttak- endum eftir Ætlunin er að göngu- og hlaupahópur verði tvisvar í viku, þriðjudaga klukkan 18.30 og laugardaga klukkan 13.00, þátttakendum að kostnaðarlausu. Smári Jósafatsson verður með hlaupastílsnámskcið fyrir þá sem vilja 21. júní, frá 10.30 til 12.45 og kostar það 4.500 krónur. Þar lærir fólk að hlaupa með minni áreynslu og með minna álagi á fætur, liðamót og mjóbak. Hlaupa með virka kviðvöðva og að þjálfa kviðvöðva í hlaupum og fólk lærir hlaupastfl með minni áhættu á meiðslum. Þátttakendur eru teknir uppá videó og geta skoðað eigin hlaupastfl á tölvunni heima og fá gögn til að fara eftir í framhaldinu. Allir sem hafa áhuga á að vera með í göngu og hlaupahóp Hressó geta skráð sig í síma 481- 1482 eða mætt við Hressó á laugardag.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.