Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.2008, Síða 22

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.2008, Síða 22
22 Fréttir / Fimmtudagur 22. maí 2008 Skóladagur og árshátíð Grunnskólans: Fallegt handverk og prúðbúnir nemendur Skóladagur var haldinn hátíðlegur á laugardag og hófst með danssýn- ingu nemenda í íþróttamiðstöðinni. Eftir hádegi voru sýningar með verkum nemenda bæði í Hamars- skóla og Bamaskóla auk þess sem gestir gátu sest niður og fengið sér kaffi og kökur en foreldrar 5. og 6. bekkjar stóðu fyrir kaffisölu í skólahúsunum. Það ríkti því nota- leg kaffihúsastemmning í skólunum auk þess sem gestum bauðst að skoða fallegt handverk sem nem- endur hafa unnið í vetur. Auk þess voru ýmsar uppákomur í gangi og skemmtilegt þegar nemendur tóku sig til og sungu fyrir gesti í anddyri skólans. Nemendur í sínu fínasta pússi Árshátíð unglingastigs Grunn- skólans var haldin í Höllinni á föstudag en dagana áður höfðu Öðruvísi dagar staðið yfir í skól- anum. Sannkölluð hátíðarstemmn- ing ríkti í salnum þar sem nem- endur voru mættir í sínu fínasta pússi ásamt kennurum og starfs- fólki skólans. Sannarlega flottir krakkar sem eiga framtíðina fyrir sér. Að loknu borðhaldi með veislumat frá Einsa kalda hófst skemmti- dagskrá sem einkenndist öðru frem- ur af afhendingu verðlauna og viðurkenninga en skemmtiatriðum. Auk hefðbundinna atriða eins og þegar tilkynnt var um val á mesta krúttinu, mestu ljóskunni, besta námsmanninum o.fl. voru einnig veittar viðurkenningar fyrir afrek sem unnin voru á Öðruvísi dögum. Tónlistaratriði voru reyndar flutt á milli þess sem viðurkenningar og verðlaun voru afhent og stóðu ungu tónlistarmennirnir sig vel. Leiksýning sem leiklistarhópurinn vann að á Öðruvísi dögum var sýnd fyrr um daginn en hún hefur hingað til verið hluti af skemmtidagskrá árshátíðar. Sýningin mun hafa tek- ist vel og var efni hennar tengt eld- gosinu á Heimaey. Árshátíðin í Höllinni á laugardag var sú fyrsta síðan Hamarskóli og Bamaskóli voru sameinaðir undir einn gmnnskóla. I raun má segja að þetta hafi verið uppskemhátíð eftir veturinn og með talsvert öðru sniði en verið hefur undanfarin ár. Að lokinni dagskrá var dansað og eftir því sem næst verður komist voru allir grunnskólakrakkarnir til fyrirmyndar.-------------------- HENNÝ Dröfn og Kristján voru Ungfrú og Herra GRV 2008. SELMA Jónsdóttir tók lagið. INN á milli afhendingar viðurkenninga var skotið inn tónlistaratriðum og stóðu hljómsveitirnar sig vel. ÞAU stóðu uppi með hina ýmsu titla. KYNNARNIR, Kristinn Pálsson og Elín Sólborg stóðu sig vel. SUMARSTÚLKUKEPPNI Vestmannaeyja 2008 fer fram í Höllinni þann 21. júní nk. Alls munu 15 stúlkur taka þátt í ár. Þær eru: Hólmfríður Hartmannsdóttir, Elísabet Þorvaldsdóttir, Rakel Ýr ívarsdóttir, Sara Sjöfn Grettisdóttir, Björg Brynjarsdóttir, Sara Dögg Guðjónsdóttir, Guðrún Benónýsdóttir, Eydís Halldórsdóttir, Kristín Rannveig Jónsdóttir, Jóhanna Björk Gylfadóttir, Thelma Rut Grímsdóttir, Erna Valtýsdóttir, Hafdís Guðnadóttir, Guðlaug Sigríður Gunnarsdóttir og Svava Kristín Grétarsdóttir. Undirbúningur keppninnar er hafinn og mun fara á fullt á allra næstu dögum. Keppnin mun verða með svipuðu sniði og undanfarin ár, þar sem stelpurnar munu koma fram í opnunaratriði, tískusýningum og kjólainnkomu auk þess sem ýmis önnur skemmtiatriði verða í boði. Veisluþjónusta Einsa kalda mun sjá um matinn og kynnir kvöldsins er hinn eini sanni Bessi hressi sem kemur frá Selfossi og hefur mikla reynslu, var meðal annars kynnir á ungfrú Suðurland 2008. Framkvæmdastjóri er Hjördís E Guðlaugsdóttir og Ijósmyndari keppninnar er Haraldur Ari Karlsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.