Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.2008, Síða 23

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.2008, Síða 23
Fréttir / Fimmtudagur 22. maí 2008 17 Knattspyrna mfl. karla - Pór □ - ÍBV 2 - 6 stig eftir tvær umferðir Tíu Eyjamenn stóðust raunina Á sunnudaginn sótti ÍB V Þór heim á Akureyri. Bæði lið unnu fyrstu leiki sína í deildinni og því var við hörku viðureign að búast. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en það voru þó Eyjamenn sem voru hættulegri í sókninni. Á 28. mínútu gerðu Þórsarar slæm mistök í vöminni og það var Atli Heimisson sem færði sér þau í nyt og skoraði auðveldlega fram hjá Árna Skaftasyni, markverði Þórs. Atli fékk svo skömmu síðar að líta rauða spjaldið fyrir brot á Árna markverði. Þar með voru Eyjamenn orðnir tíu en vom samt sem áður mun hættulegri fram á við. Þessi sóknarþungi skilaði sér þegar Andri Olafsson skoraði með skalla eftir aukaspymu. I seinni hálfleik bættu Þórsarar í sóknina með nokkrum skiptingum og skoruðu tvö mörk sem vom bæði dæmd af. Þórsarar voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik en það voru tíu baráttuglaðir Eyjamenn sem fóm með sigur af hólmi. Leikið á gervigrasi Leikurinn fór fram í Boganum, gervigrashöll þeirra Akureyringa þar sem grasvellir á Akureyri eru ekki tilbúnir. Það getur reynst þeim liðum, sem ekki æfa á gervigrasi, svolítill hausverkur að spila á því. Lið eins og Leiknir og Stjaman hafa yfirhöndina á heimavelli á móti liðum sem ekki æfa á gervigrasi. Þetta er ósanngjarnt og það sama á gilda um alla, það eiga öll lið að spila á grasvöllum. Eyjamenn stilltu upp óbreyttu liði gegn Þórsumm og komu ákveðnir til leiks. Jafnræði var þó með liðinum en Eyjamenn voru þó mun ákveðn- ari og markvissari í sínum sóknar- aðgerðum. Það var þó ekki fyrr en á 28 mínútu sem Eyjamenn brutu ísinn. Það var reynsluboltinn Láms Orri Sigurðsson sem gerði hroðaleg mistök þegar hann ætlaði að senda boltann aftur á markmann Þórs. Sendingin reyndist þó vera heldur máttlaus og Atli Heimisson komst inn í hana og afgreiddi boltann auð- veldlega framhjá Árna Skaftasyni. Atli Heimisson var mjög sprækur í leiknum og kannski heldur mikið en Atli fékk að líta rauða spjaldið fyrir glæfralegt brot á Áma markverði Þórs sem fór út af meiddur tíu mín- útum seinna. Tíu Eyjamenn áttu því mikið verk fyrir höndum en þeir létu ekki rauða spjaldið á sig fá og héldu ótrauðir áfram að sækja og voru hættulegir. Á 38. mínútu fengu Eyjamenn aukaspymu rétt fyrir utan teig sem Matt Gamer spyrnti fyrir markið. Þar var Andri Olafsson mættur og skallaði boltann í netið. Staðan 2:0 fyrir tíu Eyjamenn í hálfleik. Seinni hálfleikurinn átti eftir að reynast Eyjamönnum erfíður. Þórs- arar skiptu tveimur vamarsinnuðum leikmönnum út af fyrir tvo sóknar- leikmenn. Við þetta breyttist leikurinn til muna og Þórsarar tóku öll völd á vellinum. Á 56. mínútu skoruðu Þórsarar en mark Hreins Hringsonar, sem lítið hafði farið fyrir, var dæmt af réttilega vegna rangstöðu. Þórsarar sóttu linnulaust þegar líða fór á seinni hálfleikinn og skoruðu á 78. mínútu en þar var að verki Ibra Jagne. Það mark var hins vegar ranglega dæmt af og voru Þórsarar langt frá því að vera sáttir við slakan dómara leiksins, Frosta Viðar Gunnarsson. Þórsarar gáfust hins vegar ekki upp og 79. mínútu átti Sigurður Marfnó góðan skalla að marki Eyjamanna en Albert sá við Þórsurum eins og svo oft áður í leiknum en hann átti stórleik í marki Eyjamanna. Þórsarar sóttu lokamínútumar en allt kom fyrir ekki, Eyjamenn fóru með sigur af hólmi og hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni og líta nokkuð sannfærandi út. Mæta Stjörnunni á föstu- daginn Næsti leikur ÍBV er á móti Stjörn- unni á heimavelli á föstudaginn næstkomandi. Eyjamenn eiga þó við framherjavandamál að stríða því Atli Heimisson verður í leikbanni og ekki er víst hvort hinn framherji liðsins verði tilbúinn fyrir leikinn. Leikurinn er hins vegar gríðarlega mikilvægur því Stjarnan gæti farið að berjast við IBV um sæti í efstu deild í lok sumars. Því verða þjálf- arar Eyjamanna að koma með lausn og það fljótt. Hvað segja þjálfarar Víkings og Stjörnunnar um sumarið? Hlakka til að koma til Eyja Stuðningsmannafélagið hélt fund fyrir mót sem var vel sóttur. Knattspyrna Leikmanna- hópurinn 2008 Albert Sævarsson - Markmaður Elías Fannar Stefnisson - Mark- maður Páll Þorvaldur Hjarðar - Vamar- maður Arnór Ólafsson - Vamarmaður Matt Garner - Vamarmaður Anton Bjamason - Varnar/ Miðjumaður Steinar Emir Knútsson - Vamar- maður Þórarinn Valdimarsson - Vamar/- Miðjumaður Bjami Hólm Aðalsteinsson - Varn- armaður Andrew Mwesigwa - Vamar/- Miðjumaður Yngvi Magnús Borgþórsson - Varnar/Miðjumaður Kristinn Baldursson - Vamarmaður Birkir Hlynsson - Vamar/Miðju/- Sóknarmaður Andri Ólafsson - Vamar/Miðju- maður Bjami Rúnar Einarsson - Miðju- maður Eiður Aron Sigurbjörnsson - Miðjumaður Guðjón Ólafsson - Miðjumaður Egill Jóhannsson - Miðju/- Sóknarmaður Gauti Þorvarðarson - Miðju/- Sóknarmaður Pétur Runólfsson - Miðjumaður Italo Maciel - Miðjumaður Augustine Nsumba - Miðjumaður Ingi Rafn Ingibergsson - M i ðj u/S óknarmaður Alexandre Cerdeira - Sóknarmaður Atli Heimisson - Sóknarmaður Jesper Tollefsen þjálfari Víkings tók við liðinu af Magnúsi Gylfasyni sem hætti eftir fallið úr úrvalsdeild- inni. Jesper er einn menntaðasti þjálfari landsins enda með UEFA Pro þjálfaragráðu. Hann var yfir- þjálfari unglingastarfs AGF og einnig aðstoðarþjálfari hjá aðalliði félagsins. Hann kom til landsins um mitt tímabil í fyrra og tók við Leikni sem var í bullandi fallbar- áttu í I. deildinni. Hann náði að rétta skútuna við og stýrði Leikni í sjötta sætið sem er besti árangur sem liðið hefur náð. Nú er hann hins vegar kominn við stjómvölinn hjá Víkingum og hlakkar til sumarsins. „Ég hlakka mikið til sumarsins og ég held að þetta verði áhugaverð áskorun fyrir mig og mitt lið.“ Jesper telur fullsnemmt að fara að segja til um hvaða lið verði í topp- baráttunni en hann telur Eyjamenn þó eiga góða möguleika. „Mér finnst mörg lið vera í sama styrk- leikaflokki í þessari deild en það em kannski tvö til þrjú lið sem munu berjast um að komast upp og ÍBV er eitt þeirra.“ Jesper segir mikinn metnað vera fyrir því að komast upp hjá sínu liði og hann vonar að svo verði. „Ég vona það besta, ég er með góðan hóp af leikmönnum sem allir eru tilbúnir að gera sitt besta." Jesper hlakkar einnig mikið til að koma til Eyja og spila á Hásteins- velli. „Ég hlakka mikið til að koma til Eyja, sérstaklega af því að ég vann þar með Leikni í fyrra en þetta er góður heimavöllur og þangað er erfitt að sækja stig.“ Bjarni Jóhannsson var ráðinn þjálfari Stjörnunnar eftir síðasta tímabil. Bjarni er mjög reyndur þjálfari og var m.a. aðstoðarmaður Eyjólfs Sverrissonar hjá lands- liðinu. Hann hefur þjálfað víða, gerði Fylki að bikarmeisturum og hefur einnig stýrt Grindavík og Breiðabliki. Hátindur Bjarna á þjálfaraferlinum var þegar hann stýrði ÍBV 1997-1999. Fyrri tvö árin gerði hann liðið að íslandsmeisturum og þriðja árið enduðu þeir í öðru sæti deildar- innnar. Éyrri tvö árin komst IBV einnig í bikarúrslit og vann bikar- inn í síðara skiptið. Bjarni mun vafalaust gera atlögu að toppbaráttunni í sumar en hvernig líst honum á stöðuna fyrir sumarið. „Mér líst vel á þetta, ég tel að það séu mörg lið jöfn í þess- ari deild en það eru þessi rótgrónu lið eins og Víkingur og ÍBV sem munu verða í toppbaráttunni í sumar. Það kom mér þó svolítið á óvart hversu neðarlega Akureyrar- liðunum tveimur var spáð því ég held að þau eigi eftir að standa í stóru liðunum í sumar.“ Bjarni segir að Stjarnan sé félag á uppleið og mikill metnaður sé fyrir velgengni hjá félaginu. „Menn eru að reyna að byggja upp lið sem getur farið alla leið í efstu deild. Við höfum gjörbreytt okkar leik- mannahóp og höfum fengið gríðar- legan liðsstyrk í Bjarna Þórði og Tryggva sem báðir hafa reynslu af efstu deildinni. Við erum þó með ungt lið sem á bara eftir að verða betra." Bjami hlakkar mikið til að koma til Eyja og segist verða með annan fótinn í Vestmannaeyjum í allt sumar. „Ég verð meira og minna í Eyjum í sumar. Ég kem með liðið að keppa, fylgi syninum á Shell- mót, síðan verður haldið upp á tíu ára afmæli íslandsmeistaraliðsins frá 1998 og svo mun ég reyna að komast á þjóðhátíð. Þannig að ef einhver er með lausa íbúð þá má hann slá á þráðinn til mín,“ segir Bjarni á léttu nótunum. Iþróttir Annar flokkur byrjar illa Um helgina lék 2. Ilokkur karla í knattspyrnu tvo leiki gegn Hetti/Spymi á Egilstöðum. Til að spara ferðakostnað var ákveðið að leika báða leikina í riðlinum um sömu helgi. Fyrri leikurinn var leikinn á laugardagskvöldið. Þeim leik tapaði flokkurinn með einu marki 2:1. Mark Eyjamanna skoraði Guðjón Ólafsson. Seinni leikurinn var leikinn á sunnudeginum og þá komu Eyja- menn aðeins ákveðnari til leiks en slök vöm strákanna leiddi til þess að leikurinn endaði með jafntefli 2:2. Þessum slæmu úrslitum má kannski kenna um manneklu. Með flokknum fóru aðeins tólf leikmenn en það vantaði fjóra menn til að ná heilu liði. í fyrri leiknum meiddist síðan Njáll Aron og því spiluðu Eyja- menn seinni leikinn án þess að hafa varamenn. Þetla eru gríðar- lega slæm úrslit fyrir flokkinn en þeir mega ekki við öðru tapi ef þeir ætla sér að komast upp úr C- riðli í lok sumars. Gerum okkar besta Fréttir tóku fyrirliða liðsins, Sigurð Kristjánsson, tali eftir leik- ina en hann er þó bjartsýnn fyrir sumarið. „Sumarið leggst bara mjög vel í mig. Við erum með flotlan hóp og það er góður andi innan liðsins.“ Flokkurinn hefur ekki æft vel í vetur og svo telur Sigurður að fleiri leikir hefðu kannski hjálpað hópnum að berja sig saman. „Við spiluðum ekki nógu marga leiki, svo er mjög erfitt að æfa t Vest- mannaeyjum á veturna eins og flestir vita. Þrátt fyrir það hefur veturinn verið ágætur." Lengi hefur 2. flokkur karla verið gagnrýndur fyrir slakan árangur en hefur Sigurður ein- hverjar áhyggjur af þessum gagn- rýnisröddum. „Við hlustum ekkert á þetta, við gerum okkar besta og það er nóg fyrir okkur. Við finnum ekkert fyrir meiri pressu á okkur núna en á síðustu árum.” Að lokum viljum við vita hvar Sigurður telur flokkinn enda í lok sumars. Við vinnum riðilinn og vinnum bikarinn líka,“ segir Sigurður á léttu nótunum. Framundan Föstudagur 23. maí Kl. 16.00 ÍBV - ÍA mætast í kvennaboltanum. 19.00 ÍBV-Stjama mætast í karla- boltanum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.