Fréttablaðið - 26.03.2013, Side 12

Fréttablaðið - 26.03.2013, Side 12
ÞRIÐJUDAGUR 26. mars 2013 | FRÉTTIR | 12 ÁVINNINGUR HINS OPINBERA AF VERSLUN Tekjur af verslun Samgönguútgjöld Menntakerfi ð 38 Íslendingar sem vinna í verslun eru 38 þúsund talsins. 205 Tekjur launþega sem vinna í verslun verða um 205 milljarðar kr. á þessu ári. Samtals greiða launþegar í verslun 75 milljarða kr. til ríkisins í ár. Það er álíka og það sem ríkið ver samanlagt til menntamála og samgöngu- mála á þessu ári. EFNAHAGSMÁL Verslun á Íslandi stendur undir fimmtungi hagkerfisins. Þetta er helsta niðurstaða skýrslunnar Hagræn áhrif verslunar sem Ágúst Einarsson, doktor í hag- fræði, og Axel Hall, hag- fræðingur við Háskólann í Reykjavík, hafa unnið. „Umfang verslunar er miklu meira í íslensku efnahags- lífi en áður hefur verið talið. Versl- unin er að leggja 20% til lands- framleiðslunnar á ári hverju og það vinna um 38 þúsund manns í greininni. Þær mikla skatttekjur sem fara í gegnum verslunina koma líka á óvart,“ segir Ágúst um skýrsluna. Þá bætir Ágúst við að verslun á Íslandi hafi ekki notið sannmæl- is til þessa. „Það eimir kannski enn eftir af til- finningum gagnvart einokun- arverslun Dana því menn hafa stundum litið svo á að verslun sé einhver óþarfa milliliður en það er þverstæða. Verslun er frekar smurningin sem knýr allar vélar efnahagslífsins.“ Loks segir Ágúst að rannsóknir á verslun leiði fljótt í ljós hversu mikilvægt sé fyrir hana að fá að starfa hindrunarlaust. „Öll höft eins og við höfðum hér fyrir nokkrum áratugum eru mikill bölvaldur, ekki bara fyrir versl- unina heldur einnig lífskjör fólks- ins í landinu. Og nú erum við með gjaldeyrishöft sem eru mikil vá og vond fyrir íslenskt efnahags- líf.“ magnusl@frettabladid.is Verslunin knýr allar vélar hagkerfisins Verslun á Íslandi hefur ekki notið sannmælis að mati annars höfunda skýrslu um Hagræn áhrif verslunar. Fram kemur í skýrslunni að verslun standi að baki fimmtungi landsframleiðslu og að 38 þúsund Íslendingar starfi í greininni. Fram kemur í skýrslunni að tals- verðar breytingar séu fyrirsjáan- legar á umhverfi verslunar á næstu árum og áratugum. Ágúst nefnir að vaxandi netverslun og möguleikar á sjálfsafgreiðslu í verslunum, auk fleiri þátta, valdi því að starfsfólki í greininni muni sennilega fækka, auk þess sem laun í greininni muni líklega lækka. Við þessu þurfi að bregðast, svo sem með því að mennta það fólk sem hverfur úr greininni. ➜ Verslun gæti breyst mikið á næstu árum ÁGÚST EINARSSON ÍS LE N SK A/ SI A. IS /N AT 6 18 85 1 1/ 12 Settu hátíðarkraft í sós una með Knorr – kraftinum sem þú þekkir og treystir! ...kemur með góða bragðið! Hátíðarkrafturinn kemur úr Knorr Háaleitisbraut 66, 1O3 Reykjavík, sími 528 44OO Einnig er hægt að hringja í söfnunar- símann 9O7 2OO2, gefa framlag á framlag.is, gjofsemgefur.is eða á söfnunarreikning O334-26-886, kt. 45O67O-O499. Valgreiðsla hefur verið send í heimabanka þinn. Með því að greiða hana styður þú innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar og hjálpar til sjálfshjálpar. Hjálpum heima Hjálparstarf kirkjunnar veitir fjölbreytta aðstoð á Íslandi. Við hjálpum til sjálfshjálpar. LÖGREGLUMÁL Yfir 100 innbrot eru skráð hjá lögreglu í hverjum mán- uði síðustu tólf mánuði. Innbrot- unum hefur fækkað um helming á skömmum tíma, en þau voru um 200 á mánuði fyrir tveimur árum. Samkvæmt samantekt Ríkis- lögreglustjóra voru 1.292 innbrot framin á tímabilinu frá mars 2012 út febrúar 2013. Á sama tíma- bili tveimur árum áður voru þau 2.698. „Þetta er ágætis þróun sem var reyndar byrjuð fyrr,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuð- borgarsvæðisins. Hann segir þrennt skýra fækk- unina. Lögreglan hafi frá árinu 2009 lagt mikla áherslu á að upp- lýsa innbrot og stöðva virkustu brotamennina, enda hafi reynslan sýnt að þeir beri ábyrgð á stórum hluta innbrota. Þá hafi breytingar á skipulagi lögreglunnar árið 2009 fært rannsókn brota nær vett- vangi og leyft lögreglumönnum að sérhæfa sig í ákveðnum hverf- um. Þriðja atriðið sé svo efling nágrannavörslu í borginni. Eignaspjöllum hefur einnig fækkað, úr 2.906 fyrir tveimur árum í 2.034 nú, sem er um þriðj- ungs fækkun. Fjöldi líkamsárása hefur hins vegar verið svo til óbreyttur síðustu ár, um 1.100 á ári. - bj Lögreglu tilkynnt um rúm 100 innbrot á mánuði: Helmingsfækkun inn- brota á tveimur árum VARSLA Efling nágranna- vörslu í borg- inni er meðal þess sem hefur fækkað innbrotum í borginni. F RÉ TT AB LA Ð IÐ /A N TO N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.