Fréttablaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 12
ÞRIÐJUDAGUR 26. mars 2013 | FRÉTTIR | 12 ÁVINNINGUR HINS OPINBERA AF VERSLUN Tekjur af verslun Samgönguútgjöld Menntakerfi ð 38 Íslendingar sem vinna í verslun eru 38 þúsund talsins. 205 Tekjur launþega sem vinna í verslun verða um 205 milljarðar kr. á þessu ári. Samtals greiða launþegar í verslun 75 milljarða kr. til ríkisins í ár. Það er álíka og það sem ríkið ver samanlagt til menntamála og samgöngu- mála á þessu ári. EFNAHAGSMÁL Verslun á Íslandi stendur undir fimmtungi hagkerfisins. Þetta er helsta niðurstaða skýrslunnar Hagræn áhrif verslunar sem Ágúst Einarsson, doktor í hag- fræði, og Axel Hall, hag- fræðingur við Háskólann í Reykjavík, hafa unnið. „Umfang verslunar er miklu meira í íslensku efnahags- lífi en áður hefur verið talið. Versl- unin er að leggja 20% til lands- framleiðslunnar á ári hverju og það vinna um 38 þúsund manns í greininni. Þær mikla skatttekjur sem fara í gegnum verslunina koma líka á óvart,“ segir Ágúst um skýrsluna. Þá bætir Ágúst við að verslun á Íslandi hafi ekki notið sannmæl- is til þessa. „Það eimir kannski enn eftir af til- finningum gagnvart einokun- arverslun Dana því menn hafa stundum litið svo á að verslun sé einhver óþarfa milliliður en það er þverstæða. Verslun er frekar smurningin sem knýr allar vélar efnahagslífsins.“ Loks segir Ágúst að rannsóknir á verslun leiði fljótt í ljós hversu mikilvægt sé fyrir hana að fá að starfa hindrunarlaust. „Öll höft eins og við höfðum hér fyrir nokkrum áratugum eru mikill bölvaldur, ekki bara fyrir versl- unina heldur einnig lífskjör fólks- ins í landinu. Og nú erum við með gjaldeyrishöft sem eru mikil vá og vond fyrir íslenskt efnahags- líf.“ magnusl@frettabladid.is Verslunin knýr allar vélar hagkerfisins Verslun á Íslandi hefur ekki notið sannmælis að mati annars höfunda skýrslu um Hagræn áhrif verslunar. Fram kemur í skýrslunni að verslun standi að baki fimmtungi landsframleiðslu og að 38 þúsund Íslendingar starfi í greininni. Fram kemur í skýrslunni að tals- verðar breytingar séu fyrirsjáan- legar á umhverfi verslunar á næstu árum og áratugum. Ágúst nefnir að vaxandi netverslun og möguleikar á sjálfsafgreiðslu í verslunum, auk fleiri þátta, valdi því að starfsfólki í greininni muni sennilega fækka, auk þess sem laun í greininni muni líklega lækka. Við þessu þurfi að bregðast, svo sem með því að mennta það fólk sem hverfur úr greininni. ➜ Verslun gæti breyst mikið á næstu árum ÁGÚST EINARSSON ÍS LE N SK A/ SI A. IS /N AT 6 18 85 1 1/ 12 Settu hátíðarkraft í sós una með Knorr – kraftinum sem þú þekkir og treystir! ...kemur með góða bragðið! Hátíðarkrafturinn kemur úr Knorr Háaleitisbraut 66, 1O3 Reykjavík, sími 528 44OO Einnig er hægt að hringja í söfnunar- símann 9O7 2OO2, gefa framlag á framlag.is, gjofsemgefur.is eða á söfnunarreikning O334-26-886, kt. 45O67O-O499. Valgreiðsla hefur verið send í heimabanka þinn. Með því að greiða hana styður þú innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar og hjálpar til sjálfshjálpar. Hjálpum heima Hjálparstarf kirkjunnar veitir fjölbreytta aðstoð á Íslandi. Við hjálpum til sjálfshjálpar. LÖGREGLUMÁL Yfir 100 innbrot eru skráð hjá lögreglu í hverjum mán- uði síðustu tólf mánuði. Innbrot- unum hefur fækkað um helming á skömmum tíma, en þau voru um 200 á mánuði fyrir tveimur árum. Samkvæmt samantekt Ríkis- lögreglustjóra voru 1.292 innbrot framin á tímabilinu frá mars 2012 út febrúar 2013. Á sama tíma- bili tveimur árum áður voru þau 2.698. „Þetta er ágætis þróun sem var reyndar byrjuð fyrr,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuð- borgarsvæðisins. Hann segir þrennt skýra fækk- unina. Lögreglan hafi frá árinu 2009 lagt mikla áherslu á að upp- lýsa innbrot og stöðva virkustu brotamennina, enda hafi reynslan sýnt að þeir beri ábyrgð á stórum hluta innbrota. Þá hafi breytingar á skipulagi lögreglunnar árið 2009 fært rannsókn brota nær vett- vangi og leyft lögreglumönnum að sérhæfa sig í ákveðnum hverf- um. Þriðja atriðið sé svo efling nágrannavörslu í borginni. Eignaspjöllum hefur einnig fækkað, úr 2.906 fyrir tveimur árum í 2.034 nú, sem er um þriðj- ungs fækkun. Fjöldi líkamsárása hefur hins vegar verið svo til óbreyttur síðustu ár, um 1.100 á ári. - bj Lögreglu tilkynnt um rúm 100 innbrot á mánuði: Helmingsfækkun inn- brota á tveimur árum VARSLA Efling nágranna- vörslu í borg- inni er meðal þess sem hefur fækkað innbrotum í borginni. F RÉ TT AB LA Ð IÐ /A N TO N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.