Fréttablaðið - 11.04.2013, Side 6
11. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
FÓLK „Við eigum að gerast sér-
fræðingar í kaffihúsarekstri,“
segir Steinunn Ása Þorvalds-
dóttir, einn fimm nemenda í starfs-
tengdu diplóma námi fyrir fólk með
þroskahömlum í Háskóla Íslands.
Gísli Björnsson, Lára Steinars-
dóttir, María Þ. Hreiðarsdóttir og
Unnur Jónsdóttir ætla ásamt Stein-
unni Ásu að opna kaffihúsið Gæs í
Tjarnarbíói og reka það í sumar.
Um er að ræða sumarverkefni á
vegum Reykjavíkurborgar með
möguleika á áframhaldi ef vel
tekst til.
„Fatlað fólk getur allt ef það
fær tækifæri til þess,“ undirstrik-
ar Steinunn. Hópurinn undirbýr nú
opnun Gæsarinnar í byrjun júní,
meðal annars með vali á réttu hús-
gögnunum.
Steinunn kveðst afar ánægð með
staðsetningu kaffihússins og ekki
síður nafnið, sem standi fyrir Get-
ætla-skal og ekki síður fyrir það
að grípa gæsina. Gæs verði vinnu-
staður án aðgreiningar þar sem
ófatlaðir og fatlaðir vinni saman.
„Ég hugsa að þetta sé í fyrsta
skipti á Íslandi sem fatlað fólk
gerir eitthvað þessu líkt. Hópurinn
er æðislegur og ég er afar ánægð
með að þetta sé að verða að veru-
leika. Fatlað fólk þarf virkilega að
fá vinnu við hæfi,“ segir Steinunn.
Að sögn Steinunnar verður
opið á Gæs frá morgni og fram til
klukkan sex síðdegis. Stemningin
eigi að vera hugguleg með góðu
kaffi og bakkelsi og kannski súpu.
„Þetta verður eins konar prufu-
sumar hjá okkur í sumar og maður
er eiginlega orðin hálfspenntur
hvernig þetta fer allt saman. Það
er mikill hugur í okkur. Þetta er
eins og keppni; það er annaðhvort
að vinna eða tapa,“ segir Steinunn
ákveðin.
Sjálf segist Steinunn hafa unnið
á sumrin í Elliðaárdalnum við að
að tína rusl og trjágreinar. „Mér
fannst nóg komið af því í bili að
gera það sama aftur og aftur. Ég
nenni ekki að þurfa að vinna í
þessum Elliðaárdal aftur – þó að
hann sé fallegur,“ segir hún og
hlær hjartanlega.
Steinunn er ein þeirra sem stað-
ið hafa að gerð sjónvarpsþáttanna
Með okkar augum. Þriðja serían
verður framleidd í sumar. Það eru
því næg verkefni fram undan hjá
Steinunni.
„Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna
segir að við eigum að fá vinnu og
höfum rétt á því að fara í skóla.
Ég sé ekki annað en að við eigum
rétt á því að fá að opna okkar eigin
fyrirtæki líka.“
gar@frettabladid.ist
Þroskahamlaðir opna
kaffihús í Tjarnarbíói
Fimm manna hópur í starfsnámi fyrir fólk með þroskahömlun undirbýr nú opnun
sumarkaffihúss í Tjarnarbíói. Eigum rétt á að opna okkar eigin fyrirtæki, segir
einn úr hópnum, sem þessa dagana leitar að húsgögnum fyrir kaffihúsið sitt.
HEIMSÓKN Í IKEA Diplómahópurinn sem hyggst reka kaffihúsið Gæs leitaði í gær í
Ikea að hentugum húsgögnum fyrir nýja staðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Ég nenni ekki að þurfa
að vinna í þessum Elliðaár-
dal aftur – þó að hann sé
fallegur.
Steinunn Ása Þorvaldsdóttir
diplómanemi
1 Hvað heitir sóknarprestur þjóð-
kirkjunnar á Húsavík?
2 Með hvaða óvenjulegu leið, sem
tengist höfninni, verður Listahátíð í
Reykjavík sett í ár?
3 Hvað heitir þýska handboltaliðið
sem sagði Kára Kristjáni Kristjánssyni
upp?
SVÖR:
1. Sighvatur Karlsson. 2. Með því að þeyta
skipsfl autur. 3. Wetzlar.
VEISTU SVARIÐ?
Save the Children á Íslandi
TÆKNI Vefsíðan vinsæla Íslendingabók, sem
Íslensk erfðagreining heldur úti, verður brátt
aðgengileg í gegnum sérstakt app fyrir snjall-
síma. Tólf hópar háskólanema vinna hörðum
höndum að hönnun apps þessa dagana og verð-
ur besta lausnin gerð aðgengileg almenningi.
„Íslendingabók er að halda upp á tíu ára
afmæli sitt um þessar mundir og af því til-
efni var vilji til þess að uppfæra síðuna og
bjóða þjónustu hennar í gegnum snjallsíma,“
segir Ingi Rafn Ólafsson, markaðs- og kynn-
ingarstjóri verkfræði og náttúruvísindasviðs
Háskóla Íslands. „Þeir höfðu því samband við
okkur varðandi samstarf og við samþykkt-
um enda skemmtilegt verkefni fyrir háskóla-
nema.“
Flestir þátttakendur eru nemendur í
Háskóla Íslands en Háskólinn í Reykjavík og
Listaháskóli Íslands eiga einnig sína fulltrúa.
Fyrstu verðlaun eru ein milljón króna.
Dómnefnd mun velja bestu lausnina út frá
frumleika, útliti, virkni og vinnubrögðum auk
þess sem litið verður til þess hvernig liðin
kynna lausnir sínar á samskiptamiðlum. Úrslit
keppninnar verða kynnt næsta laugardag.
- mþl
Tólf lið háskólanema keppast um að búa til app fyrir Íslendingabók:
Kapp um Íslendingabókar-app
SPJALDTÖLVA Markmiðið með keppninni er að Íslensk erfða-
greining geti boðið þjónustu Íslendingabókar á þægilegan hátt í
gegnum snjallsíma og önnur snjalltæki. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FERÐAMÁL Helmingur þeirra
sem teknir eru fyrir hraðakstur í
umdæmi lögreglunar á Hvolsvelli er
erlendir ferðamenn, að sögn Sveins
Kristjáns Rúnarssonar, yfirlög-
regluþjóns á svæðinu.
„Þetta er að sjálfsögðu ekki
einkamál lögreglunnar. Það eru fjöl-
margir sem þurfa að leggja sín lóð á
vogarskálarnar svo hægt sé að snúa
við þessari þróun. Það er mikilvægt
svo koma megi í veg fyrir alvarleg
slys,“ segir Sveinn.
Hann segir einnig mikla
aukningu í umferðaróhöppum og að
bregðast þurfi við vandanum strax.
„Við erum að sjá gríðarlega
umferð af ferðamönnum og það held
ég að eigi ekki síður við annars stað-
ar á landinu.“
Engin skýring er að sögn Sveins á
fjölda ökubrotanna. Ferðamennirnir
bera þó margir fyrir sig þekkingar-
leysi. „Öðrum finnst hraðakstur
ekki tiltökumál. Það fólk gerir sér
ekki endilega grein fyrir ástand-
inu sem getur skapast skyndilega á
íslenskum vegum og mikilvægi þess
að fara gætilega um náttúruna.“
Sveinn segir að vegna þessa sé
mikið um útafakstur ýmist þar sem
malarvegur hefst eða í hálku og
slæmu skyggni.
„Sem betur fer er ekki mikið um
stórslys vegna þessa en vissulega
fylgir þessu aukið álag á lögregluna
á svæðinu.“
Spurður hvað sé til ráða segir
hann svarið einfalt. „Það þarf
bara að ráðast í viðamikla fræðslu
og betri merkingar. Ekki bara á
íslensku.“ - mlþ
Aukinn fjöldi ferðamanna kallar á átak í umferðarmálum að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli:
Útlendingar keyra allt of hratt á Íslandi
YFIRLÖGREGLUÞJÓNN Á HVOLSVELLI
Sveinn Kristján Rúnarsson verður með
fyrirlestur á aðalfundi Samtaka ferða-
þjónustunnar sem haldinn er á Hótel
Sögu í dag.