Fréttablaðið - 11.04.2013, Síða 16
11. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR |
A B D
➜ Lækka þarf verðbólgu varanlega. Þar skiptir stöðugur gjald-
miðill meginmáli ásamt auknum útflutningstekjum og
aðhaldi í ríkisfjármálum.
➜ Björt framtíð vill „skoða allar hugmyndir“ til að grípa til
aðgerða vegna lánavanda heimila þar til stöðugri gjaldmiðill
býðst.
➜ Dæmi um slíkar hugmyndir er að setja þak á verðbætur
verðtryggðra lána, hluti inngreiðslna í lífeyrissjóði geti farið
í afborganir af húsnæðislánum, og að stimpilgjöld verði af-
numin. Einnig að 110 prósenta leiðin gildi líka fyrir lánsveð,
að forsendur fyrir útreikningi vísitölunnar séu endurskoð-
aðar og að koma á fjölbreyttum leigumarkaði.
VILJA „SKOÐA ALLAR
HUGMYNDIR“
➜ „Stökkbreytt“ verðtryggð húsnæðislán verði leiðrétt.
➜ Áhættu af húsnæðislánum verði skipt jafnt milli lánveitanda
og lántakanda.
➜ Sett verði „lyklalög“ sem leyfa fólki að skila lyklunum að
húsnæði og sleppa þannig undan lánum sem á því hvíla.
➜ Verðtrygging á nýjum neytendalánum verði afnumin. Um
leið verði að tryggja hagsmuni neytenda gagnvart of miklum
sveiflum á vöxtum óverðtryggðra lána.
➜ Gera þarf breytingar á húsnæðismarkaðnum og búa til
sambærilegt húsnæðislánakerfi og í nágrannalöndunum.
VILJA LEIÐRÉTTA „STÖKK-
BREYTT“ HÚSNÆÐISLÁN
➜ Veita þarf skattaafslætti og nýta skattfrjálsan séreignar-
sparnað til að ná fram því sem jafngildir 20 prósentum lægri
höfuðstól meðal íbúðaláns á næstu árum.
➜ Þeir sem greiða af húsnæðislánum fái skattaafslátt sem
verði notaður til að greiða niður höfuðstól lánanna.
➜ Verðtrygging verði ekki almenn regla heldur geti lántakendur
valið á milli óverðtryggðra og verðtryggðra lána. Lántakendur
eigi kost á sambærilegum óverðtryggðum lánum og tíðkast
hjá nágrannaþjóðunum. Stuðlað verður að efnahagskerfi þar
sem verðtryggingin verður óþörf.
➜ Lántakandi geti skilað lyklunum að húsnæði sínu og losnað
þannig undan skuldum sínum án þess að fara í gjaldþrot
sjái hann sér engan veginn fært að standa undir rekstri hús-
næðisins.
➜ Komið verði á skattalegum hvötum til að spara. Með því má
auðvelda fyrstu íbúðakaup.
➜ Stimpilgjöld verði afnumin.
SKULDURUM ÍVILNAÐ
MEÐ SKATTKERFIÐ
ASKÝRING | 16
2013 STÓRU KOSNINGAMÁLIN– SKULDAMÁL HEIMILANNA
Kolbeinn
Óttarsson Proppé
kolbeinn@frettabladid.is
Brjánn Jónasson
brjann@frettabladid.is
S V Þ
Það málefni sem fengið hefur
hvað mesta athygli það sem af
er kosningabaráttunni er skulda-
vandi heimilanna. Áherslur flokk-
anna í þessum málaflokki eru
mismunandi, en allir setja fram
einhverjar hugmyndir til að taka
á honum í stefnuskrá sinni.
Ákveðinn samhljóm má finna
í stefnuskrám sumra flokka um
markmiðin, þótt stundum séu
leiðirnar að þeim markmiðum
mismunandi. Sumir flokkanna
útfæra raunar leiðirnar lítið eða
ekki í stefnuskrám sínum fyrir
komandi kosningar.
Björt framtíð sker sig nokk-
uð úr. Lítið er fjallað um skulda-
vanda heimilanna í stefnumálum
á vef flokksins. Að uppistöðunni
til er talað um að flokkurinn vilji
„skoða allar hugmyndir“ til að
grípa til aðgerða vegna lánavanda
heimilanna þar til stöðugri gjald-
miðill bjóðist. Nefnd eru nokkur
dæmi um hugmyndir en hvorki er
tekin frekari afstaða til þeirra eða
þau útfærð á nokkurn hátt.
Hjá hinum flokkunum fimm
sem líklegir eru til að ná
mönnum á þing samkvæmt síð-
ustu skoðana könnun Fréttablaðs-
ins og Stöðvar 2 má finna nokkur
atriði sem fjallað er um og tengj-
ast skuldavandanum. Bæði er þar
fjallað um beinar aðgerðir til að
bregðast við vandanum, til dæmis
með niðurfellingum skulda, og
leiðir til að breyta húsnæðis-
kerfinu, til dæmis með breytingu
á verðtryggingu.
Framsóknarflokkurinn virðist
ganga lengst þegar kemur að lof-
orðum um að leiðrétta húsnæðis-
lán. Sjálfstæðisflokkurinn vill
einnig leiðréttingu, en með því að
nota skattkerfið.
Samfylkingin vill einnig nota
skattkerfið til að leiðrétta „ósann-
gjarnar byrðar“, og talar einnig
fyrir því að bankarnir fjármagni
„sanngjarna lækkun“ á lánum
skuldara sem keyptu rétt fyrir
hrun.
Vinstri græn eru ekki með nein-
ar niðurfellingar í sinni stefnu-
skrá. Þar er þó mörkuð sú stefna
að fólk með mikið veðsettar íbúð-
ir geti flutt þær í samvinnu félög
eða leigufélög gegn búseturétti.
Píratar vilja að þeir sem telja sig
eiga rétt á leiðréttingu á lánum
geti farið með mál sín í gegn-
um dómskerfið, óháð efnahag.
Þá vilja þeir koma í veg fyrir að
venjulegt fólk verði gert gjald-
þrota vegna skulda sem tengjast
bankahruninu.
Þrír flokkar, Framsóknar-
flokkur, Sjálfstæðisflokkur og
Píratar, eru með það í sínum
stefnuskrám að sett verði svoköll-
uð „lyklalög“. Orðalagið er mis-
munandi hjá þeim en hugmyndin
er að skuldari sem ekki stendur
undir af borgunum á húsnæði sínu
geti skilað lánastofnun lyklunum
og losnað þar með undan skuldum
sínum vegna húsnæðisins.
Fréttablaðið mun fram að
kosningum halda áfram að
fjalla um stefnumál flokkanna.
Á morgun verður rýnt í stefnu
þeirra í heilbrigðismálum.
Allir með ráð við skuldavandanum
Þeir sex flokkar sem líklegir eru til að ná mönnum á þing eru með misjafnar leiðir til að takast á við skuldavanda heimilanna. Allir flokk-
arnir víkja að þessum málaflokki í stefnuskrám á vefjum sínum. Útfærslurnar eru ólíkar og sumar útfærðar mun ýtarlegar en aðrar.
➜ Bjóða þarf upp á bæði verðtryggð og óverðtryggð húsnæðis-
lán. Einnig millileiðir eins og verðtryggð lán með verðbóta-
þaki.
➜ Með upptöku evru „í fyllingu tímans“ muni vextir lækka og
verðtryggingin hverfa.
➜ Bankarnir fjármagni „sanngjarna lækkun“ skulda hjá þeim
sem keyptu á versta tíma fyrir hrun.
➜ Skattkerfið verði notað til að leiðrétta „ósanngjarnar byrðar“
þeirra sem keyptu húsnæði rétt fyrir hrun.
➜ Tekið verði upp nýtt húsnæðiskerfi að norrænni fyrirmynd
sem dregur úr áhættu lántakenda. Byggður verði upp
öruggur leigumarkaður og boðið upp á búseturéttaríbúðir.
➜ Nýjar húsnæðisbætur verði innleiddar fyrir þá sem kaupa
jafnt sem þá sem leigja.
➜ Stimpilgjöld og uppgreiðslugjöld verði afnumin.
➜ Lántakendum bjóðist sambærilegir valkostir og öryggi í hús-
næðismálum og á hinum Norðurlöndunum, til dæmis með
fjölbreyttu framboði á eignar-, leigu- og búseturéttaríbúðum.
VEXTIR LÆKKI
MEÐ UPPTÖKU EVRU
➜ Fólki með mikið veðsettar íbúðir geti flutt þær yfir í íbúa-
samvinnufélög eða fasteignaleigufélög gegn búseturétti.
➜ Verðtryggð lán miðist við nýja húsnæðisvísitölu þar sem
áhættunni sé dreift milli lántakanda og lánveitanda.
➜ Húsnæðisbótakerfinu verði breytt og tekin upp „húsnæðis-
framlög“ í stað vaxta- og húsaleigubóta. Framlögin taki mið
af stærð fjölskyldu, húsnæðis og efnahags.
➜ Stuðla á að einföldu húsnæðiskerfi þar sem nægt framboð
er af húsnæði til leigu og kaups. Hlutfall leiguhúsnæðis verði
aukið og horft verði til íbúasamvinnufélaga.
➜ Löggjöf um húsnæðismál verði endurskoðuð svo hún snúist
ekki eingöngu um lán á „alltof háum“ verðtryggðum vöxtum.
NÝ VÍSITALA SKIPTI
ÁHÆTTUNNI BETUR
➜ „Lyklalög“ geri lántakendum kleift að gera upp húsnæðislán
með því að afsala sér fasteigninni til lántakandans. Það geti
þeir lántakendur nýtt sem vilja fá forsendubrest hrunsins
leiðréttan hratt.
➜ Lántakendur sem vilja fá lán sín lækkuð geti farið í mál til að
láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum óháð efnahag.
➜ „Venjulegt fólk“ verði ekki gert gjaldþrota vegna bankahruns
sem lánveitandi þess orsakaði.
LYKLALÖG LEIÐRÉTTI
FORSENDUBREST HRATT
123.900
HEIMILI ERU Á ÍSLANDI➜ Útlán fjármálafyrirtækja til heimila
1.478.449 1.587.658
31. des 2008 31. des 2012
1.200 milljarðar
LIGGJA Í VERÐTRYGGÐUM
HÚSNÆÐISLÁNUM
4.661 umsókn um greiðsluaðlögun
hefur borist Umboðsmanni skuldara.
1.058 milljarðar eru
heildarútlán Íbúðalánasjóðs.
9,2%
heimila eru
með lán sín í
vanskilum.
7,6
milljarðar eru
heildarfj árhæð
vanskila hjá
sjóðnum.
11,5% heimila áttu erfitt með að ná endum saman 2012 10% heimila voru í vanskilum með húsnæðislán eða leigu 2012 10,4% heimila voru í vanskilum með önnur lán 2012
DREGIÐ ÚR
VÆGI VERÐ-
TRYGGINGAR
LYKLALÖG BREYTING Á
HÚSNÆÐIS-
LÁNAKERFI
milljónir milljónir
Hvar ná flokkarnir saman?