Fréttablaðið - 11.04.2013, Síða 18

Fréttablaðið - 11.04.2013, Síða 18
11. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 18 MATVÆLI Til þess að reiðhjólahjálmur geri sitt gagn þarf hann að vera rétt stilltur og sitja rétt á höfðinu. Öryggið verður lítið sé þessara atriða ekki gætt. „Af öllum tegundum hjálma er einna flóknast að stilla reiðhjóla- hjálma og setja þá á sig. Reið- hjólahjálmur er ekki svo djúpur þannig að það skiptir öllu máli að hann sitji rétt,“ segir Her- dís Storgaard, starfsmaður hjá Landlæknisembættinu. „Maður sér oft fólk með reið- hjólahjálm rúllandi aftan á höfð- inu. Það er ekki skrýtið að mann- eskja höfuðkúpubrotni eða að það blæði inn á heilann við fall ef hjálmurinn situr ekki rétt.“ Herdís segir vanta betri þjón- ustu í verslunum við kaup á reið- hjólahjálmum. „Það þarf í raun að mæla á manni höfuðið. Mál- bandið á að vera rétt fyrir ofan augabrúnir þegar ummálið er mælt til þess að vita hvaða stærð eigi að kaupa.“ Líftími hjálms er um það bil fimm ár frá því að hann er keyptur. Ef hjálmur skemmist þarf að kaupa nýjan. Ekki má líma límmiða á hjálm eða skrifa með tússpenna á hann því að slíkt getur eyðilagt virkni hans. „Það má ekki vera með spennu í hárinu eða tagl undir hjálmin- um og heldur ekki laus höfuð- föt eins og húfu. Það má einung- is nota buff eða lambhúshettu sem fellur þétt að höfðinu undir hjálminum. Húfa er ekki skorð- uð á höfðinu og getur færst til og hjálmurinn þá líka.“ Herdís segir það jákvæða þróun hversu margir fullorðnir eru farnir að nota hjálm við hjól- reiðar. „Foreldrar kvarta hins vegar yfir því að börn hætti að nota hjálm þegar þau komast á fermingaraldur og þá einkum stelpur.“ Upplýsingar um slysavarnir barna má finna á vef Miðstöðv- ar slysavarna barna, msb.is. Hjálmur verð- ur að sitja rétt Öryggið verður lítið ef reiðhjólahjálmurinn er ekki rétt stilltur og situr ekki rétt á höfðinu. Líftími hjálma er fimm ár. Nauðsyn á betri þjónustu í verslunum. HJÁLMAR MÁTAÐIR Reiðhjólahjálmar gera lítið gagn sitji þeir ekki rétt á höfðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Efni sem líkjast amfetamíni og hafa líklega sömu áhrif eru í bandaríska fæðubótar- efninu Craze frá Driven Sports. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sænsku lögregl- unnar, sem gerð var fyrir sænska ríkissjónvarpið. Alþjóðalyfjaeftirlitið flokkar eitt af virku efnunum í Craze sem fíkniefni þar sem það er svo líkt metamfetamíni, að því er segir í frétt á vef Aftenposten. Samkvæmt upplýsingum sænsku eiturefnamiðstöðvarinnar hefur efnið sömu áhrif og fíkniefni og veldur meðal annars ofvirkni, vöðvakippum og hjartsláttartruflunum. Í tölvupósti Driven Sports til sænska ríkissjónvarpsins segir að Craze innihaldi ekki meint efni. Eftirlíking á fæðubótarefninu hljóti að hafa verið rannsökuð. Fíkniefni í fæðubótarefni Fyrirtækið Sunprojuice í Danmörku hefur verið dæmt til að greiða jafngildi rúmlega 120 milljóna íslenskra króna í sekt vegna þess að innihaldið í saft fyrirtækisins var ekki í samræmi við merkingar á umbúðum. Í fjölda tilfella hafði eplum verið blandað saman við sólberja- og hindberjaþykknið og aðrar vörur. Dómurinn var kveðinn upp vegna svindls sem átti sér stað á árunum 2004 til 2008. Fyrrverandi forstjóri fyrir- tækisins hlaut fjögurra mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Auk þess var lagt hald á um jafngildi 100 milljóna íslenskra króna hjá fyrirtækinu. Það hafði þegar endur- greitt nokkrum viðskiptavinum jafngildi 20 milljóna íslenskra króna. Ákæran tók til nær eitt þúsund tonna af ávaxtaþykkni sem selt var í Danmörku og öðrum löndum. 120 milljóna sekt vegna saftarsvindls SÓLBER Saftin var ekki í samræmi við merkingar á umbúðum. ■ Setja þarf hjálminn beint niður á höfuðið þegar hann er stilltur. ■ Bandið undir hökunni á að falla það þétt að að einungis sé hægt að koma einum fingri á milli. ■ Hjálmurinn má ekki færast til nema um nokkra millimetra þegar prófað er hvort hann sitji ekki örugglega þétt að höfðinu. Að stilla reiðhjólahjálminn RANNSÓKN NÝ OG STÍLFÖGUR ELDHÚSTÆKI FRÁ AEG SEM GERA GOTT ELDHÚS ENN BETRA Fjölkerfa blástursofn með innbyggðum kjöthitamæli, hjálparkokki með sjálfvirkum uppskriftum og sjálfhreinsikerfi. Íslensk notendahandbók. Einnig fáanlegur sem gufuofn. Íslensk notendahandbók. B P 9 3 0 4 1 5 1 -M Fjölkerfa blástursofn með innbyggðum kjöthitamæli og hjálparkokki með sjálfvirkum uppskriftum. Íslensk notendahandbók. Einnig fáanlegur með sjálfhreinsikerfi B E 7 3 1 4 4 0 1 -M Fjölkerfa blástursofn með hraðhitakerfi, sérstaklega þægilegur í notkun og allri umgengni. Íslensk notendahandbók. Einnig fáanlegur með sjálfhreinsikerfi og innbyggðum kjöthitamæli. Íslensk notendahandbók. B E 5 3 0 3 0 7 1 -M Fjölkerfa blástursofn sem er sérstaklega einfaldur og auðveldur í notkun og allri umgengni. Íslensk notendahandbók. ar B E 3 0 0 3 0 0 1 -M „Afburða hönnun“ 3 LÍNAN 5 LÍNAN 7 LÍNAN 9 LÍNAN Nýju ofnarnir frá búa yfir miklum fjölbreytileika í lögun og leikni. Nýtanlegt innra rými ofnanna er nú 30% stærra en áður og eru þeir nú 74 lítrar að stærð án þess að ummál þeirra hafi aukist. AÐ ELDA MEÐ Þegar þú eldar með AEG máttu búast við framþróaðri tækni, flottri hönnun og fjölmörgum stillingarmöguleikum sem bjóða upp á svo margt, margt fleira. FULLKOMIN HÖNNUN AEG ofnarnir eru hannaðir til að skara fram úr á öllum sviðum. Þeir eru einstaklega fjölhæfir, áreiðanlegir og þar að auki glæsilegir útlits. AEG HELLUBORÐ AF ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM Ný glæsileg lína helluborða frá AEG býður upp á fullkomnustu tækni, hvort sem þú velur spansuðu- eða venjulegt hraðsuðuhelluborð eða fyrir gas þá er úrvalið mikið og útfærslurnar fjölbreyttar. LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 www.ormsson.is OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 10-18 OG LAUGARDAGA FRÁ 11-15 * 3 .5 % L Á N T Ö K U G J A L D Nú er tækifærið til að endurnýja: Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS sem verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, miðvikudaginn 17. apríl nk. og hefst kl. 19:30. Minnum á aðalfund VR Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf Innborgun í VR varasjóð Lagabreytingar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.