Fréttablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 20
11. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 20 Samgöngusamningar fækka fjarvistum starfsfólks: Margir flokka ruslið UMHVERFISMÁL Samgöngusamning- ur ÁTVR við starfsmenn hefur leitt til 60 milljóna króna minni kostn- aðar á ársgrundvelli, að mati Sig- urpáls Ingibergssonar, gæðastjóra rekstrar sviðs ÁTVR. Þetta kom fram á fundi um „grænan opin- beran rekstur“ í gærmorgun. Á fundinum kom fram að 15 pró- sent opinberra fyrirtækja hafi gert samgöngusamning við starfsmenn sína. Kostnaðarsamdrátturinn sem Sigurpáll vísar til hjá ÁTVR er komin til af því að í kjölfar slíks samnings hafa fjarvistir starfs- fólks minnkað verulega. Á fundinum kynnti umhverfis- og auðlindaráðherra nýja stefnu um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur. Þá voru kynntar nið- urstöður nýrrar könnunar meðal forstöðumanna ríkisstofnana um hversu vistvænar stofnanirnar eru í rekstri, en í gögnum þar að lút- andi kom fram að 80 prósent þeirra flokka og skila úrgangi og 40 pró- sent hafa sett sér umhverfisstefnu. Fundurinn var á vegum Umhverf- is- og auðlinda- ráðuneytisins, fjármála- og efnahags- ráðuneytisins, Félags forstöðumanna ríkis- stofnana og Stofnun- ar stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ. - óká STJÓRNSÝSLA „Málið sem hér er á ferðinni er gríðarlega stórt, þótt það láti kannski ekki mikið yfir sér,“ segir Katrín Júlíusdóttir, fjár- mála- og efnahagsráðherra. Hún, ásamt Finni Pálma Magnússyni, formanni starfshóps um opin gögn og birtingu fjárhagsupplýsinga rík- isins, kynnti í gær á blaðamanna- fundi fyrstu skrefin í átt að því að gera upplýsingar úr bókhaldi ríkis- ins aðgengilegar almenningi. Tekin hefur verði ákvörðun um að gögn frá Fjársýslu ríkisins sem fram til þess hafa komið fyrir sjón- ir fárra verði hér eftir birt og upp- færð á nýju vefsvæði sem nota á til framtíðar fyrir opin gögn hins opinbera, gogn.island.is. Katrín segir markmið verk- efnisins að stuðla að greiðum aðgangi almennings að fjárhags- upplýsingum ríkisins. „Gegnsæi er lykilatriði í þessari vinnu og sam- fara því aukið aðhald og traust í samfélaginu,“ segir hún. Málið sé eitt af hennar uppáhaldsviðfangs- efnum í ráðuneytinu. „Mér finnst þessar upplýsingar þess eðlis að þær eigi að vera öllum aðgengileg- ar, þannig að fjölmiðlar og aðrir sem oft hafa hringt í ráðuneyti í leit að upplýsingum um einstaka liði fjárlaga eða í rekstri hins opin- bera geti séð þetta sjálfir og sett fram á þann máta sem þeir telja bestan.“ Gögnin sem nú hafa verið birt varða árshluta- og mánaðar- uppgjör ríkissjóðs og eru ítarlegri og aðgengilegri en hingað til. Þær geta nýst almenningi, fyrirtækjum í upplýsingatækni og fjölmiðlum. Í gær var um leið birt skýrsla starfshóps forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra, sem unnið hefur að því undanfarna mánuði að birta með aðgengilegum hætti fjárhagsupplýsingar ríkisins. Í skýrslu starfshópsins eru meðal annars lögð til næstu skref í birt- ingu fjárhagsupplýsinga og kynntir leyfisskilmálar fyrir gögnin sem eru að breskri fyrirmynd. Sam- kvæmt skilmálunum má hver sem er nota gögnin eins og honum sýn- ist. Katrín segir að í framhaldinu bætist við gögnin á vefnum, bæði frá öðrum stofnunum ríkisins og eins frá sveitarfélögum. Hún ætli að leggja sig fram um að tryggja að verkefnið haldi áfram eftir kosning- ar og því kunni að vera ráðlegt að láta starfshópinn starfa áfram inn í næsta kjörtímabil. olikr@frettabladid.is NÝI VEFURINN Á vefnum gogn.island.is verða aðgengilegar margvíslegar tölfræði- upplýsingar úr rekstri hins opinbera. Upplýsingar handa öllum Á vefinn gogn.island.is eru komnar fyrstu fjárhags- upplýsingarnar úr stjórnsýslunni. Fyrstu skrefin, segir Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra. Mikilvægt sé að auka aðgengi fólks að upplýsingum. KYNNING Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, fylgist með Katrínu Júlíusdóttur, fjár- mála- og efnahagsráðherra, kynna nýjung í birtingu opinberra fjárhagsupplýsinga. Lengst til vinstri er Finnur Pálmi Magnússon, formaður starfshóps um opin gögn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GAR ÐIN N Í SUMAR MUN BJÖRN JÓHANNSSON VEITA VIÐSKIPTAVINUM BYKO RÁÐGJÖF VEGNA FRAMKVÆMDA Í GARÐINUM Hálftíma ráðgjöf kostar 5.900 kr. Sú upphæð nýtist sem inneign þegar keypt er pallaefni í garðinn í BYKO. Björn Jóhannsson landslagsarkitekt. GARÐA HÖNNU NPANTAÐU RÁ ÐGJÖF VIÐ TILLÖGUR UNNAR Í ÞRÍVÍDD Skráning á netfangið gudrunhalla@byko.is og í síma 5154144 kl. 10-16 virka daga. PANTAÐU RÁÐGJÖF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.