Fréttablaðið - 11.04.2013, Page 20

Fréttablaðið - 11.04.2013, Page 20
11. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 20 Samgöngusamningar fækka fjarvistum starfsfólks: Margir flokka ruslið UMHVERFISMÁL Samgöngusamning- ur ÁTVR við starfsmenn hefur leitt til 60 milljóna króna minni kostn- aðar á ársgrundvelli, að mati Sig- urpáls Ingibergssonar, gæðastjóra rekstrar sviðs ÁTVR. Þetta kom fram á fundi um „grænan opin- beran rekstur“ í gærmorgun. Á fundinum kom fram að 15 pró- sent opinberra fyrirtækja hafi gert samgöngusamning við starfsmenn sína. Kostnaðarsamdrátturinn sem Sigurpáll vísar til hjá ÁTVR er komin til af því að í kjölfar slíks samnings hafa fjarvistir starfs- fólks minnkað verulega. Á fundinum kynnti umhverfis- og auðlindaráðherra nýja stefnu um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur. Þá voru kynntar nið- urstöður nýrrar könnunar meðal forstöðumanna ríkisstofnana um hversu vistvænar stofnanirnar eru í rekstri, en í gögnum þar að lút- andi kom fram að 80 prósent þeirra flokka og skila úrgangi og 40 pró- sent hafa sett sér umhverfisstefnu. Fundurinn var á vegum Umhverf- is- og auðlinda- ráðuneytisins, fjármála- og efnahags- ráðuneytisins, Félags forstöðumanna ríkis- stofnana og Stofnun- ar stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ. - óká STJÓRNSÝSLA „Málið sem hér er á ferðinni er gríðarlega stórt, þótt það láti kannski ekki mikið yfir sér,“ segir Katrín Júlíusdóttir, fjár- mála- og efnahagsráðherra. Hún, ásamt Finni Pálma Magnússyni, formanni starfshóps um opin gögn og birtingu fjárhagsupplýsinga rík- isins, kynnti í gær á blaðamanna- fundi fyrstu skrefin í átt að því að gera upplýsingar úr bókhaldi ríkis- ins aðgengilegar almenningi. Tekin hefur verði ákvörðun um að gögn frá Fjársýslu ríkisins sem fram til þess hafa komið fyrir sjón- ir fárra verði hér eftir birt og upp- færð á nýju vefsvæði sem nota á til framtíðar fyrir opin gögn hins opinbera, gogn.island.is. Katrín segir markmið verk- efnisins að stuðla að greiðum aðgangi almennings að fjárhags- upplýsingum ríkisins. „Gegnsæi er lykilatriði í þessari vinnu og sam- fara því aukið aðhald og traust í samfélaginu,“ segir hún. Málið sé eitt af hennar uppáhaldsviðfangs- efnum í ráðuneytinu. „Mér finnst þessar upplýsingar þess eðlis að þær eigi að vera öllum aðgengileg- ar, þannig að fjölmiðlar og aðrir sem oft hafa hringt í ráðuneyti í leit að upplýsingum um einstaka liði fjárlaga eða í rekstri hins opin- bera geti séð þetta sjálfir og sett fram á þann máta sem þeir telja bestan.“ Gögnin sem nú hafa verið birt varða árshluta- og mánaðar- uppgjör ríkissjóðs og eru ítarlegri og aðgengilegri en hingað til. Þær geta nýst almenningi, fyrirtækjum í upplýsingatækni og fjölmiðlum. Í gær var um leið birt skýrsla starfshóps forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra, sem unnið hefur að því undanfarna mánuði að birta með aðgengilegum hætti fjárhagsupplýsingar ríkisins. Í skýrslu starfshópsins eru meðal annars lögð til næstu skref í birt- ingu fjárhagsupplýsinga og kynntir leyfisskilmálar fyrir gögnin sem eru að breskri fyrirmynd. Sam- kvæmt skilmálunum má hver sem er nota gögnin eins og honum sýn- ist. Katrín segir að í framhaldinu bætist við gögnin á vefnum, bæði frá öðrum stofnunum ríkisins og eins frá sveitarfélögum. Hún ætli að leggja sig fram um að tryggja að verkefnið haldi áfram eftir kosning- ar og því kunni að vera ráðlegt að láta starfshópinn starfa áfram inn í næsta kjörtímabil. olikr@frettabladid.is NÝI VEFURINN Á vefnum gogn.island.is verða aðgengilegar margvíslegar tölfræði- upplýsingar úr rekstri hins opinbera. Upplýsingar handa öllum Á vefinn gogn.island.is eru komnar fyrstu fjárhags- upplýsingarnar úr stjórnsýslunni. Fyrstu skrefin, segir Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra. Mikilvægt sé að auka aðgengi fólks að upplýsingum. KYNNING Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, fylgist með Katrínu Júlíusdóttur, fjár- mála- og efnahagsráðherra, kynna nýjung í birtingu opinberra fjárhagsupplýsinga. Lengst til vinstri er Finnur Pálmi Magnússon, formaður starfshóps um opin gögn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GAR ÐIN N Í SUMAR MUN BJÖRN JÓHANNSSON VEITA VIÐSKIPTAVINUM BYKO RÁÐGJÖF VEGNA FRAMKVÆMDA Í GARÐINUM Hálftíma ráðgjöf kostar 5.900 kr. Sú upphæð nýtist sem inneign þegar keypt er pallaefni í garðinn í BYKO. Björn Jóhannsson landslagsarkitekt. GARÐA HÖNNU NPANTAÐU RÁ ÐGJÖF VIÐ TILLÖGUR UNNAR Í ÞRÍVÍDD Skráning á netfangið gudrunhalla@byko.is og í síma 5154144 kl. 10-16 virka daga. PANTAÐU RÁÐGJÖF

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.