Fréttablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 24
11. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 24
Opið frá kl. 11–20 alla daga
Engihjalla og Granda
FYRIR EINN
MÁLTÍ[
399kr. pk.
Nautala
sagne
399kr. pk.
Kjúkling
ur í karr
í
399kr. pk.
Spaghe
ttí Bolo
gnese
399kr. pk.
Kjúkling
ur í súrs
ætri sós
u
Fréttablaðið hefur í frétta-
flutningi sínum að undan-
förnu beint sjónum að
Þjóðskrá Íslands og slegið
upp í fyrirsagnir hve van-
búin stofnunin sé að tak-
ast á við verkefni á tölvu-
öld. Þessari umræðu fagna
ég því mikilvægt er að efla
skilning á því lykilhlut-
verki sem Þjóðskrá gegnir
og mun gegna í framtíðinni.
Því miður hefur þessi skiln-
ingur ekki alltaf verið fyrir hendi
hjá fjárveitingarvaldinu á Alþingi
eins og dæmin sanna. En nánar að
því síðar.
Þörf á endurnýjun
Þjóðskrá Íslands er tiltölulega ný
af nálinni í núverandi mynd. Hún
stendur hins vegar á gömlum merg.
Tvær stofnanir, sem annars vegar
önnuðust fasteigna skráningu og
hins vegar þjóðskrána, runnu
saman í Þjóðskrá Íslands. Mörg
ný verkefni hafa síðan verið falin
stofnuninni. Forráðamenn og
starfsmenn hafa innt þau verkefni
vel af hendi við hin erfiðustu skil-
yrði þar sem tölvukerfið, sem held-
ur utan um sjálfa þjóðskrána, er að
stofni til frá árdögum tölvualdar
hér á landi. Við svo búið verður ekki
unað lengur.
Ekki þarf að fjölyrða um þá
hröðu þróun sem orðið hefur í sam-
félaginu síðustu áratugi, meðal
annars á sviði upplýsinga- og sam-
skiptatækni sem hefur nýst á æ
fleiri sviðum hins daglega lífs.
Íslendingar hafa að mörgu leyti
staðið sig vel í þessum efnum. Fjar-
skiptakerfi okkar er með því besta
sem gerist í heiminum og stofnan-
ir og sveitarfélög hafa byggt upp
öflug tölvukerfi og margs konar
rafræna þjónustu. En þjóðfélagið
kallar á sífellt meiri rafræna þjón-
ustu og hið opinbera þarf að geta
tekið nauðsynleg skref til að svara
því kalli og ef vel á að vera, fara
á undan og sýna fram á gagnsemi
rafrænnar þjónustu á sem
flestum sviðum. Þar á Þjóð-
skrá Íslands að vera flagg-
skipið.
Fasteignaskrá og þjóð-
skrá eru enn meðal
umfangs mestu verkefna
Þjóðskrár Íslands, enda er
þar um að ræða tvær af
mikilvægustu grunn skrám
Íslands. Á meðal mikil-
vægra verkefna sem hafa
verið falin í ábyrgð hennar
á undanförnum árum má nefna upp-
lýsinga- og þjónustuveituna Ísland.
is, undirbúning og þróun nýs auð-
kenningarlykils, Íslykils, og undir-
búning fyrir rafrænar kjörskrár
sem gefur möguleika á rafrænum
íbúakosningum og undirskrifta-
söfnunum svo dæmi séu nefnd.
Þessi verkefni byggjast fyrst og
fremst á nýtingu tölvutækninnar
og krefjast margs konar sérfræði-
þekkingar og reynslu, frum kvæðis
og útsjónarsemi sem bæði forráða-
menn og starfsmenn Þjóðskrár
Íslands búa ríkulega yfir. Þessi
verkefni krefjast líka þess að stofn-
uninni séu annars vegar búin þau
fjárhagslegu starfsskilyrði að hún
geti staðið undir þeim verk efnum
og hins vegar þau lagalegu skilyrði
sem gera henni kleift að útfæra
þjónustuna. Á það hefur skort af
hálfu stjórnvalda og ég endurtek
að þetta þurfum við að laga.
Umfjöllun á Alþingi
Í nóvember 2011 mælti ég á Alþingi
fyrir frumvarpi um breytingu á
lögum um þjóðskrá og almanna-
skráningu sem hafði það mark-
mið að styrkja stoðir fyrir gjald-
töku upplýsinga úr þjóðskrá og
skapa fjárhagslegan grundvöll
til að hefja endurgerð tölvukerfa
Þjóðskrár Íslands. Ljóst var að
þetta yrði umfangsmikið verk-
efni og kostnaðar samt en jafn-
ljóst var að mjög brýnt var að hefja
þessa vinnu og hafði meðal annars
umboðs maður Alþingis bent á það í
tveimur álitum. Frumvarpið fór til
umfjöllunar í þingnefnd sem kall-
aði ýmsa aðila á sinn fund og leit-
aði umsagnar fjölmargra. Ekki náð-
ist að ljúka afgreiðslu málsins á því
þingi og höfðu komið fram margs
konar athugasemdir þar sem meðal
annars var kallað eftir heildar-
endurskoðun á lagarammanum
öllum. Allt var það satt og rétt en
í umræðunni á þingi kom berlega í
ljós að skilning skorti á bráðavand-
anum. Og það er þess vegna sem
ég fagna sérstaklega gagnrýninni
umræðu um málefnið í fjölmiðlum.
Framtíðarsýn
Í Innanríkisráðuneytinu hafa
málefni Þjóðskrár Íslands verið
til rækilegrar skoðunar. Ég tek
hjartan lega undir þau sjónarmið
sem að framan er getið og komu
fram í umræðu á Alþingi að nauð-
synlegt er að móta stofnuninni nýja
framtíðarsýn og setja síðan fram
raunhæf markmið og leiðir til að ná
þeim. Í því verki þarf að taka tillit
til hinna öru framfara á sviði upp-
lýsingatækni og fjarskipta sem leiða
af sér þá eðlilegu kröfu að stjórn-
sýslan breytist, að þjónustan breyt-
ist og taki mið af þörfum nútímans.
Hvað varðar auðkennismál er
þar um að ræða grunnþátt í stoð-
kerfi samfélags sem ætlar að halda
inn á brautir rafrænnar stjórnsýslu
og beins lýðræðis. Og hvað varðar
gáttina að öllum þeim upplýsinga-
miðlum sem nú spretta upp innan
stjórnsýslunnar, hvort sem er hjá
ríki eða sveitarfélögum, er augljóst
í mínum huga að sú gátt á heima
hjá Þjóðskrá Íslands enda er sú að
verða reyndin.
Þjóðskrá Íslands:
Flaggskip á tölvuöld
Ritstjóri Fréttablaðsins,
Mikael Torfason, ritar í
leiðara blaðsins þann 2.
apríl sl. undir yfirskrift-
inni „Námsmannabólan“
um það meðal annars hvort
fjárfesting í háskólanámi
borgi sig á Íslandi, fyrir
einstaklinga og samfélagið
í heild.
Í leiðaranum bendir
Mikael réttilega á að hlut-
fall framhalds- og háskóla-
menntaðra á vinnumarkaði
hefur aukist undanfarna
áratugi og veltir því upp hvort tími
sé kominn til að staldra við, enda
sé „engu samfélagi hollt að útskrifa
fólk úr ríkisstyrktum háskólum
sem á ekki von á góðu þegar komið
er út í atvinnulífið“.
Ísland er reyndar talsverður
eftir bátur samanburðarlanda hvað
menntunarstig varðar, því þrátt
fyrir jákvæða þróun í átt að hærra
menntunarstigi færast viðmiðunar-
hóparnir – þau lönd sem lengra eru
komin – líka áfram með tímanum.
Mikael bendir á mikilvægi þess
að auka samsvörun milli mennt-
unar og atvinnulífs og nefnir í því
samhengi skort á tæknimennt-
uðu fólki á vinnumarkaði, sem nú
er staðreynd. Lítil aðsókn í raun-
greinanám er vissulega vandamál
sem vert er að laga. Aðgerðir gegn
þeirri þróun þarf þó að hefja strax
við upphaf skólagöngu barna ef vel
á að vera. Mikael leggur til að tekið
verði upp hvatakerfi á háskólastig-
inu, sem beint gæti nemendum á
tilteknar brautir, og er það eflaust
góðra gjalda vert, svo framarlega
sem slíkt er hluti af stærra
átaki á öllum skólastigum.
Í leiðaranum er jafn-
framt minnst á þá stað-
reynd að ævitekjur háskóla-
genginna vega ekki alltaf
upp kostnaðinn við að afla
sér menntunar. Athug-
anir á arðsemi menntun-
ar á Íslandi sýna reynd-
ar að menntun borgar sig,
enn sem komið er. Banda-
lag háskólamanna (BHM)
tekur þó undir með Mik-
ael að til þess að íslenskt
atvinnulíf megi eflast og halda í
við samkeppni á alþjóðavísu þarf
að gæta þess að hér verði áfram
hagstætt að sækja sér þekkingu.
Íslenskt menntakerfi er óhagstætt,
hvað ævitekjur varðar, að því leyti
að hér tekur lengri tíma en í sam-
anburðarlöndum að afla þeirrar
grunnmenntunar sem er forsenda
háskólanáms. BHM leggur því til að
tími til stúdentsprófs verði styttur.
Menntun borgar sig
Samfélagslega sýnin sem lýst er í
leiðara Mikaels, að mögulega væri
rétt að hverfa frá áætlunum um að
auka menntunarstig á íslenskum
vinnumarkaði, er óneitanlega sér-
kennileg.
Í skýrslu McKinsey og félaga
„Charting a growth path for Ice-
land“, sem birt var síðastliðið haust,
er rýnt í hagstærðir með það fyrir
augum að greina vaxtarmöguleika
Íslands í átt til aukinnar hagsæld-
ar. Þar er bent á það með skýrum
hætti að Ísland eigi hvað mesta
vaxtarmöguleika á hinum alþjóð-
lega hluta vinnumarkaðarins, sem
ekki byggir beint á staðbundnum
auðlindum eða aðstæðum. Forsenda
þess að nýta þá möguleika er að efla
menntunar stig og styrkja atvinnu-
möguleika háskólamenntaðra.
Mikael bendir í leiðara sínum
réttilega á að samsvörun skort-
ir milli námsvals þeirra sem nú
stunda háskólanám og þess hvers
konar þekkingu vantar nú helst á
vinnumarkaði. Þetta misræmi mun
þó ekki endilega leiða til atvinnu-
leysis þeirra sem útskrifast með
menntun sem ekki er eftirspurn
eftir. Þeir einstaklingar munu lík-
lega eiga betri atvinnumöguleika
vegna menntunar sinnar, enda þótt
þeir fái kannski ekki starf við hæfi.
BHM hefur ítrekað bent á þá
staðreynd að yfirsýn skortir í opin-
berum hagtölum yfir það hvort
háskólamenntaðir á vinnumarkaði
eru í störfum sem samsvara mennt-
un þeirra. Slík greining er nauðsyn-
leg ef raunverulegur vilji er til að
efla samsvörun milli námsvals og
þarfa atvinnulífsins.
Við eigum ekki að hafa áhyggjur
af því að fólk mennti sig í auknum
mæli. Áhyggjurnar ættu fremur að
beinast að því að okkur mistakist að
nýta menntunina til að efla hagsæld
Íslands.
Áhyggjur af áhyggjum
Mikaels Torfasonar
ÞJÓÐSKRÁ
Ögmundur
Jónasson
innanríkisráðherra
➜ Fjarskiptakerfi okkar er
með því besta sem gerist í
heiminum og stofnanir og
sveitarfélög hafa byggt upp
öfl ug tölvukerfi og margs
konar rafræna þjónustu.
MENNTUN
Guðlaug
Kristjánsdóttir
formaður Banda-
lags háskólamanna
➜ Lítil aðsókn í raungreina-
nám er vissulega vandamál
sem vert er að laga. Aðgerðir
gegn þeirri þróun þarf þó að
hefja strax við upphaf skóla-
göngu barna ef vel á að vera.