Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2013, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 11.04.2013, Qupperneq 30
FÓLK| ■ JÁRNFRÚIN Margaret Thatcher verður borin til grafar þann 17. apríl næstkomandi með viðhöfn. Eftir látið er hennar minnst sem sterks þjóðarleiðtoga þótt oft hafi hún þótt óvægin. Erlend blöð hafa safnað saman myndum frá ferlinum sem sýna fata- og greiðslustíl sem ein- kenndi hana. Thatcher kom aldrei fram án þess að vera með uppsett, túberað hár með miklu hárlakki. Hún hafði klassískan en þó formlegan fatastíl. Dragtir voru í upp- áhaldi, enda áttu þær ágætlega við þann karlaheim sem hún hrærðist í. Silkiblússur voru áberandi í fatastíl hennar, oft með slaufu í hálsi eða hún bar perlufesti. Thatcher var fræg fyrir að vera alltaf með svart veski í hönd og átti hún margar gerðir af svipuðum töskum, flestar frá breska fyrirtækinu Asprey. Hún átti til að slá veskinu í borð þegar hún vildi leggja áherslu á orð sín. Eitt slíkt veski var selt á uppboði árið 2011 fyrir tæpar fimm millj- ónir króna. Það hafði Thatcher borið árið 1980 þegar hún hitti forsetana Ronald Reagan og Mikhail Gorbatsjov á frægum fundi. LAMDI VESK- INU Í BORÐIÐ TÍSKA KÁPUR KÖTU KONUNGLEG TÍSKA Kate Middleton hefur heillað tískuspekúlanta frá því hún gekk að eiga Vilhjálm sinn. Hún er þekkt fyrir fágaðan stíl ekki síður í yfirhöfnum en kjólum eins og hér má sjá. GRÆN OG VÆN Kate Middleton í grænni kápu frá Emilia Wickstead á degi heilags Patreks í mars á þessu ári. KONUNGLEG Kate í kóngablárri kápu eftir Malene Birger, sem hún klæddist í heimsókn á Baker Street-neðanjarðar- lestarstöðina, í tilefni af 150 ára afmæli neðanjarðarlestar- kerfisins í mars. DÖNNUÐ Í grárri kápu frá Reiss við opnun nýrrar knattspyrnu- miðstöðvar í október á síðasta ári. Í LJÓSBLÁU Kate í blárri Missoni-kápu og skóm frá Rupert Sanderson í heimsókn til Fortnum & Mason í London í mars í fyrra. Skipholti 29b • S. 551 0770 Parísartízkan fagnar 50 ára afmæli 15% afsláttur af yfirhöfnum þessa vikuna 50% afsláttur af völdum vörum í verslun Holtagörðum, s. 553-1800 Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-15 www.facebook.com/fondurlist mituf tau að úrvakiiM ll fyrir náttúru eg og gerviefnil FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, s 512 5432 Elsa Jensdóttir elsaj@365.is s. 512-5427 HEIMSFRÆGUR SAUMASKAPUR Tískubiblían Vogue valdi nýverið tuttugu frægustu kjóla sögunnar sem þóttu samboðnir frægðarhöll Vogue. Kjólarnir koma af sviði kvikmynda, tónlistar og tísku og eiga allir sam- eiginlegt að verða ógleymanlegir í sögubókum tísk- unnar um aldir og ævi. Hér eru þrír minnisstæðir og heimsfrægir nefndir til sögunnar. ÓGLEYMANLEG Í SVANI Okkar eigin Björk klæddist einum af frægustu kjólum tísku- sögunnar, að mati Vogue. Kjóll- inn er jafnan kallaður Svanurinn og var hannaður af makedónska hönnuðinum Marjan Pejoski. Svaninum klæddist Björk við afhendingu 73. Óskarsverð- launanna árið 2001 og var hjá- lagt svansegg sviðsett á rauða dreglinum. ALVÖRU KJÖTSTYKKI Lady Gaga var íklædd kjötkjól úr hráu nautakjöti þegar hún tók við átta verðlaunum á VMA- tónlistarhátíðinni 2010. Kjólinn hannaði argentínski hönnuður- inn Franc Fernandez sem fékk kjötið hjá slátraranum á horninu og þurfti ítrekað að stinga hálf- kláruðum saumaskapnum í kæli svo efniviðurinn rotnaði ekki. Kjötkjóllinn hefur nú verið uppstoppaður og er til sýnis á Frægðarhöll rokksins í Ohio. SEXÍ OG SEIÐANDI Hvíti, plíseraði kjóllinn sem Marilyn Monroe klæddist í The Seven Year Itch 1955 varð heimsfrægur eftir að kyn- bomban lét loft úr grind ofan við neðanjarðarlest á mótum Lexington-traðar og 52. strætis í New York blása pilsinu upp um fagra fótleggina. Kjóllinn var sköpunarverk búninga- hönnuðarins William Travilla og talinn týndur þar til hann fannst í eigum Travillas við andlát hans á tíunda áratugnum. Kjóllinn var seldur á uppboði 2011 fyrir 5,6 milljónir dala. FRÆGUSTU KJÓLAR SÖGUNNAR GEFÐU VATN gjofsemgefur.is 9O7 2OO3 Sími 585 8300 | www.postdreifing.is Við flytjum þér góðar fréttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.