Fréttablaðið - 11.04.2013, Side 36

Fréttablaðið - 11.04.2013, Side 36
11. APRÍL 2013 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● mastersmótið 2013 ' G R A P H IC N E W S Tea Olive Pink Dogwood Camellia White Dogwood Golden Bell Azalea Chinese Fir Firethorn Redbud Nandina Holly Flowering Peach Flowering Crab Apple Magnolia Juniper Pampas Yellow Jasmine Carolina Cherry 1. hola Par 4 406 metrar 2. hola Par 5 525 metrar 3. hola Par 4 320 metrar 4. hola Par 3 220 metrar 5. hola Par 4 416 metrar 6. hola Par 3 165 metrar 7. hola Par 4 411 metrar 8. hola Par 5 521 metri 9. hola Par 4 431 metri 10. hola Par 4 453 metrar 11. hola Par 4 462 metrar 12. hola Par 3 142 metrar 13. hola Par 5 466 metrar 14. hola Par 4 402 metrar 15. hola Par 5 485 metrar 16. hola Par 3 155 metrar 17. hola Par 4 402 metrar 18. hola Par 4 425 metrar Augusta National Golf Club völlurinn er par 72 og 6800 metrar á lengd. Svona á að spila Augusta-völlinn Tiger Woods er sá kylf- ingur sem fl estir veðja á í aðdraganda Masters- mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-móta- röðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. Woods mun þó líklegast ekki viðurkenna að hann sé aftur orðinn sá besti í heimi fyrr en 15. risa titillinn er kominn í hús. Woods var á tímabili nánast ósigr- andi og er eini kylfingurinn í sögu golfsins sem hefur verið handhafi allra fjögurra risamótanna á sama tíma. Ferill Woods tók hins vegar væna dýfu eftir að upp komst um vafasöm mál í einkalífi hans í lok árs 2009. Eiginkonan fór frá honum og algjör brotlending varð á golfvellinum. Woods hefur unnið sig til baka síðustu tvö ár og nú hillir undir endurkomu Woods sem sigurvegara í risamóti á ný. Síðast fagnaði Woods sigri á Opna banda- ríska meistaramótinu fyrir fimm árum, en það var hans 14. sigur í risamóti. Það sem helst hefur breyst frá síðasta ári er að Woods er heilsu- hraustur. Hann hefur verið plagað- ur af meiðslum síðustu tvö ár sem urðu til þess að Woods gat ekki æft af þeim krafti sem hann er vanur. Í ár hefur Woods verið meiðslalaus og telur hann það vera lykilinn að góðum árangri þessa fyrstu mán- uði ársins. „Það eru liðin ár síðan ég gat slegið og æft eins mikið og ég geri í dag. Ég er að nálgast mitt besta form. Ég er mjög ánægður með að þau högg sem ég átti í erfið leikum með í fyrra eru nú orðin mín sterk- ari hlið. Ég þarf að auka stöðug- leikann því góðu höggin verða sí- fellt betri,“ segir Woods. Þegar Woods var upp á sitt besta var enginn kylfingur honum fremri í stutta spilinu. Það er ein- mitt sá leikur golfsins sem hefur brugðist honum á síðustu árum en ef marka má frammistöðu hans í undanförnum mótum þá hefur Woods farið mikið fram á flötun- um. „Í þeim þremur mótum sem ég hef unnið í ár hef ég púttað mjög vel. Það hjálpar svo sannarlega. Það er eitt að pútta vel á æfinga- flötinni heima og annað á sunnu- degi í risamóti,“ segir Woods. Þessi 37 ára kylfingur er einn sá sigursælasti frá upphafi. Mark- mið Woods er þó að verða sá besti frá upphafi. Til þess að hljóta þann titil verður Woods að ná meti Jacks Nicklaus yfir flesta sigra í risa- móti. Nicklaus sigraði í 18 risamót- um á mögnuðum ferli og Woods er fjórum sigrum þar á eftir. „Ég vil sigra á fleiri en fjórum risamótum í viðbót – ég vil slá met Nicklaus,“ segir Woods. Það kemur svo í ljós á sunnudag hvort hann verður einu skrefi nær því markmiði. Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er aftur kominn í efsta sæti heimslistans og er farinn að líkjast sér sjálfum á ný eftir nokkur erfið ár. Það bíða því margir spenntir eftir því hvort honum takist að klæðast græna jakkanum í fimmta sinn, en hann vann Mastersmótið í fjórða sinn árið 2005. NORDICPHOTOS/GETTY Hin árlega par 3 keppni fór fram á par 3 vellinum á Aug- usta National-golfvellinum í gær. Mótið er að mestu haldið til skemmtunar og fá kylfingar þar frábært tækifæri til að eyða deg- inum með fjölskyldu og vinum. Fyrst var leikið í þessu móti árið 1960 þegar Sam Snead stóð uppi sem sigurvegari. Fjölmarg- ir fyrrverandi risameistarar sem eru komnir á gamals aldur taka þátt í par 3 keppninni á ári hverju og nýtur mótið mikilla vinsælda meðal áhorfenda. Alls hafa kylfingar farið 75 sinnum holu í höggi í par 3 mótinu frá upphafi og var met sett árið 2002 þegar fimm kylfingar fóru holu í höggi. Ef þú ert þátttakandi í Masters-mótinu þá er ekkert sér- staklega spennandi að vinna par 3 keppnina. Aldrei í sögu Mast- ers-mótsins hefur kylfingi tekist að vinna bæði par 3 keppnina og síðan sjálft Masters-mótið. Írinn Padraig Harrington hefur unnið þetta mót þrisvar á síðastliðnum áratug og síðast í fyrra þegar hann og Johnathan Byrd voru jafnir og efstir. Vallarmetið á par 3 vellinum er 20 högg og er í eigu þeirra Art Wall og Gay Brewer. Bölvun að vinna par þrjú keppnina

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.