Fréttablaðið - 11.04.2013, Side 37

Fréttablaðið - 11.04.2013, Side 37
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2013 5mastersmótið 2013 ● fréttablaðið ● Bandaríski kylfingurinn Bubba Watson á titil að verja á Aug- usta National-vellinum á Masters- mótinu. Hann vann mótið í fyrra eftir bráðabana við Louis Oost- huizen frá Suður-Afríku. Watson sló ótrúlegu höggi úr vonlausri stöðu inn á flöt á annarri holu bráða- banans og tryggði sér sigur. Högg- ið er talið eitt það ótrúlegasta í sögu golfsins en Watson náði að láta bolt- ann taka nánast 90 gráðu vinkil- beygju og inn á flöt í fuglafæri eftir að hafa verið umkringdur trjám. Watson er einn af skemmtilegri kylfingum á PGA-mótaröðinni. Hann er ærslafullur bæði innan vallar sem utan og leikur hans er ólíkur leik flestra. Þótt alla dreymi um að vinna risamót fylgir því oft aukin athygli og í íþróttum getur það haft slæm áhrif á frammi- stöðu. Watson hefur fundið fyrir at- hyglinni. „Ég leitaði til nokkurra leik- manna eins og Graeme McDowell, (Rory) McIlroy, spurði Tiger og fleiri ráða. Ég spurði hvernig maður ætti að höndla alla þessa athygli frá aðdáendum og fjölmiðlum? Allt verður þetta til þess að maður fjar- lægist golfið,“ segir Watson. Það varð honum kannski til happs að hann og eiginkona hans, Angie, ættleiddu á sama tíma son og því fór mikill tími hjá Watson í að annast nýjasta fjölskyldumeðliminn. „Ég sleppti nokkrum mótum eftir að við eignuðumst Caleb. Ég náði þar með að slaka á með fjölskyldunni og endur stilla mig.“ GOLFIÐ Í FYRSTA SÆTIÐ Watson hefur ekki unnið mót síðan hann sigraði á Masters fyrir ári. Hann hefur lítinn áhuga á því að falla í gleymsku sem kylfingur sem sigraði bara á einu risamóti. „Ég vil ekki verða þekktur fyrir að hafa unnið eitt mót. Ég ætla mér stærri hluti en það,“ segir Watson. Hann gæti vel orðið fjórði kylf- ingurinn í sögu Masters-mótsins til að verja titil sinn um helgina. Jack Nicklaus, Nick Faldo og Tiger Woods hafa afrekað það. Þó að Wat- son hafi ekki leiðst að sýna sig í spjallþáttum í græna jakkanum eftir sigurinn á síðasta ári heldur hann báðum fótum á jörðinni. „Umboðsmaðurinn minn gaf mér gott ráð strax eftir sigurinn á Mast- ers. Hann ráðlagði mér að setja golf- ið í fyrsta sætið. Við sögðum nei við mörgum beiðnum frá fjölmiðlum. Bubba Watson er fyrst og fremst kylfingur, höfðum þetta einfalt og golf var alltaf númer eitt.“ Golfið er alltaf númer eitt ● Bubba Watson vann Masters-mótið í fyrra og leitaði sér ráða um hvernig best væri að vinna með alla athyglina frá aðdáendum og fjölmiðlum. Græni jakkinn kallar á gríðarlega athygli Bubba Watson vann Masters-mótið í fyrra og hér sést hann mæta í viðtal í þætti David Letterman. NORDICPHOTOS/GETTY Phil Mickelson mun ekki nota hefð- bundinn dræver á Masters í ár held- ur „brautartré á sterum“ eins og hann orðaði það sjálfur á blaða- mannafundi fyrir mótið. Mickel- son er búinn að blanda saman eig- inleikum brautartrés og drævers í eina kylfu sem er 45 tommur að lengd með 8,5° fláa og skafti líkt og á venjulegum dræver. Mickelson hafði notað Callaway X-Hot brautartréð sitt mikið og var farinn að slá jafnlangt með þeirri kylfu og hann er vanur að gera með drævernum. Hann talaði því við tæknideildina hjá Callaway og bað mennina þar um að útbúa fyrir sig trékylfu sem hann gæti notað sem dræver en væri jafn auðvelt að slá með og brautartré. Útkoman er ný kylfa sem hefur hlotið nafnið FrankenWood og mun Mickelson nota hana í Masters- mótinu sem hefst í dag. Mickelson kveðst slá 15-22 metrum lengra með þessari nýju kylfu en gamla dræ- vernum. Það gæti skipt sköpum enda skiptir högglengd miklu máli á Aug- usta National-vellinum þar sem Mic- kelson hefur þrisvar staðið uppi sem sigurvegari. Notar „brautartré á sterum“ sem dræver Öflug kylfa Phil Mickelson slær 15 til 22 metrum lengra með nýju kylfunni sinni. Nordicphotos/Getty Ein af hefðum Masters-móts- ins er kvöldverður meistaranna en þar koma saman fyrrverandi sigurvegarar í mótinu og snæða saman. Sigurvegari síðasta árs fær að velja hvað er á matseðlin- um og hafa í gegnum tíðina marg- ir sérstakir réttir frá heimalandi ríkjandi meistara verið á boð- stólum. Bubba Watson er ríkjandi meist- ari og hann sá um að velja hvað yrði í matinn að þessu sinni. Wat- son hafði verið þögull sem gröfin yfir því hvað væri á matseðlinum en hann valdi svo að lokum sinn uppáhaldsrétt. Hann fær engin verðlaun fyrir frumleika því hann bauð upp á grillaðan kjúkling, kartöflumús, kornstöng og makka- rónur með osti. Nick Faldo var ekki lengi að hnýta í Watson eftir kvöldverðinn á Twitter og skrifaði: „Þú hafðir heilt ár til að velja grillaðan kjúk- ling, kartöflumús og makkarón- ur með osti.“ Flestir sjá þó spaugi- legu hliðina á málinu enda er Wat- son mjög uppátækjasamur og stutt í spaugið. Bauð upp á kjúkling MASTERS VORTILBOÐ FRÍR KASSI AF PRO V1/x OG FRÍ SÉRMERKING Pro V1/x er flaggskip Titleist og golfbolti sem hentar öllum kylfingum Titleist Pro V1 er vinsælasti boltinn á MASTERS og sigursælasti golfbolti frá upphafi PANTAÐU 3 KASSA AF SÉRMEKTUM TITLEIST PRO V1 EÐA PRO V1X Í NÆSTU GOLFVERSLUN OG ÞÚ FÆRÐ FJÓRÐA KASSANN FRÍTT FRÍ MERKING* OG FRÍR KASSI | BOLTAR AFHENTIR 16. APRÍL – 16. MAÍ TILBOÐIÐ GILDIR TIL 1. MAÍ ALLIR KASSAR Í SÖMU GERÐ OG MEÐ SÖMU MERKINGU *1-3 LÍNUR AF TEXTA – HÁMARK 17 STAFIR Í LÍNU – HÁSTAFIR Í RAUÐU EÐA SVÖRTU – ÍSLENSKIR STAFIR Í BOÐI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.