Fréttablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 46
11. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 30TÍMAMÓT
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÁRNI VILHJÁLMUR JÓNSSON
frá Mjóafirði,
Fífuhvammi 17, Kópavogi,
lést á Landspítala í Fossvogi mánudaginn
8. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogs kirkju
mánudaginn 15. apríl kl. 15.00.
Jenný G. Godby Jim Dale Godby
Jón Steinar Árnason Gunnhildur Olga Jónsdóttir
Halla María Árnadóttir Tryggvi L. Skjaldarson
barnabörn, langafa- og langalangafabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÓLAFUR ÓLAFSSON
Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi,
andaðist á Landspítalanum í Fossvogi
föstudaginn 5. apríl sl. Útför hans verður
gerð frá Akraneskirkju föstudaginn 12. apríl
kl. 14.00.
Halldór Ólafsson Guðlaug Sigurjónsdóttir
Jóhannes Ólafsson Herdís Þórðardóttir
Ólafur Ólafsson Ingiríður Kristjánsdóttir
Þráinn Ólafsson Helga Jóna Ársælsdóttir
Lárus Þór Ólafsson Valgerður Sveinbjörnsdóttir
Steinunn Helga Ólafsdóttir Halldór Hauksson
afa- og langafabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN SIGURÐSSON
frá Raufarhöfn,
sem lést á Skjóli mánudaginn 8. apríl, verður
jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn
18. apríl kl. 13.00.
Heiðar Bergur Jónsson Þorbjörg Sandra Sveinsdóttir
Guðlaug Sjöfn Jónsdóttir Guðlaugur Vilberg Sigmundsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilega þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginmanns
míns, föður, afa og langafa,
ANDRÉSAR HAFLIÐA
GUÐMUNDSSONAR
Miðleiti 7, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjartadeildar
Landspítalans.
Kristín Magnúsdóttir
Örn Andrésson
Guðbjörg Erla Andrésdóttir
Ingibjörg Ólöf Andrésdóttir
Magnús Andrésson
afa- og langafabörn.
Okkar ástkæra móðir og systir,
GUÐMUNDA V. GUÐMUNDSDÓTTIR
(STELLA)
Sigtúni 33, Reykjavík,
sem lést á föstudaginn langa, verður
jarðsungin föstudaginn 12. apríl kl. 13.00 í
Laugarneskirkju.
Kristjana Ársælsdóttir
Einar G. Ársælsson
Jón Óskar Guðmundsson
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR LEIFSSON
fyrrverandi rafverktaki,
Lækjarseli 13, Reykjavík,
lést á heimili sínu sunnudaginn 7. apríl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
María Helga Guðmundsdóttir
Sigríður Sigurðardóttir
Guðjón Sigurðsson Louisa Aradóttir
Hólmfríður Sigurðardóttir Eggert ólafsson
Kolbrún Alda Sigurðardóttir
Gunnar Sigurðsson Margrét Svavarsdóttir
Kristín Svala Sigurðardóttir
Kristín Guðmundsdóttir
Rósa S. Guðmundsdóttir Rúnar H. Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eigninmaður minn,
faðir, tengdafaðir og afi,
AUÐUNN VALDIMARSSON
Kríuhólum 2, Reykjavík,
sem lést 4. apríl, verður jarðsunginn frá
Grafarvogskirkju, föstudaginn 12. apríl
kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast
hans er bent á Von, styrktarfélag gjörgæsludeildar Landspítala
Fossvogi.
Gréta Oddsdóttir
Þuríður L. Auðunsdóttir Þ. Skorri Steingrímsson
Valdimar Auðunsson Julia Doppler
Sæunn Auðunsdóttir Róbert Ó. Skúlason
Steingrímur og Bjarkar Þormóðssynir
„Það er mikill heiður fyrir mig að fá
að taka þátt í uppbyggingu sem stofn-
un á borð við Lista háskólann mótast
af,“ segir Fríða Björk spurð hvernig
nýja starfið leggist í hana. Hún seg-
ist ekki geta svarað því á þessu stigi
málsins hvaða breytingar rektors-
skiptin muni hafa í för með sér, enda
taki hún ekki við embætti fyrr en 1.
ágúst. „Auðvitað fylgja alltaf nýjar
áherslur nýju fólki, en ég get ekki
sagt til um hverjar þær muni verða
þar sem ég þekki skólann ekki innan
frá enn sem komið er.“
Fríða Björk er með MA-gráðu í
19. og 20. aldar skáldsagnagerð frá
háskólanum í East Anglia í Norwich,
en námið var samtvinnað deild háskól-
ans í ritlist. Veigamikill þáttur í nám-
inu var menningarfræðileg greining
á skapandi listum og samhengi þeirra
við umhverfið. Bókmenntir eru ekki
hluti af námsgreinum Listaháskólans
en Fríða Björk segist engu að síður
álíta að nám í þeim sé góður grunn-
ur fyrir starfið. „Gamli kennarinn
minn í mastersnáminu í bókmenntum
í Bretlandi vísaði iðulega til þess að í
því námi væri okkur kennt að greina
tengingar og sjá stóru myndina. Bæði
þessa sögulegu yfirsýn og innbyrðis
tengsl og vinna úr því. Í raun og veru
er það það sem ég hef verið að gera
á mínum starfsferli; skoða, greina og
tengja fólk og verkefni saman þvert
á margvísleg mæri. Ég hef unnið í
flestum greinum menningarinnar,
ekki bara innan bókmenntanna þótt
ég hafi vissulega einungis kennt bók-
menntir. Og þessi greinandi aðferða-
fræði sem bókmenntirnar nota nýt-
ist manni við menningar greiningu,
greiningu á sköpunarferlinu og áhrif-
um þess á þjóðlífið.“
Þannig að þú hlakkar til að takast
á við þetta verkefni? „Já, mér finnst
þetta ögrandi og skemmtilegt verk-
efni. Mér finnst líka ástæða til að
taka það fram að þótt manni finnist
Listaháskólinn alltaf hafa verið til þá
var hann bara stofnaður fyrir fimm-
tán árum og á þeim tíma er núver-
andi rektor, ásamt sínu fólki, búinn
að byggja upp heilan skóla úr nánast
engu. Og þótt auðvitað hafi verið til
fagleg viðmið og metnaður í kennslu
listgreina áður en LHÍ var stofnað-
ur þá er hann að miklu leyti ábyrg-
ur fyrir því að byggja upp akadem-
ísk gildi á þessu sviði. Hann er fyrsta
stofnunin sem vinnur markvisst að
því að búa til slík viðmið á sviði sköp-
unar og listmenningar inn í íslenskt
samfélag.“
Svona ungur skóli er náttúrulega
enn í mótun þannig að þín bíður það
hlutverk að taka þátt í að fullmóta
hann, ekki satt? „Jú, og það sem þarf
að huga að í framtíðinni er að vinna
frekar að þverfaglegri nálgun innan
skólans, auk þess að styrkja þetta
bakbein í skólanum sem lýtur að ein-
stökum listgreinum, listamönnum og
þeirra framtíð. Síðan þarf vitaskuld
að standa vörð um þau gildi sem fylgja
háskólanámi yfirleitt – standa undir
þeirri ábyrgð.“ fridrikab@frettabladid.is
Standa þarf vörð um
akademísk gildi
Fríða Björk Ingvarsdóttir hefur verið ráðin rektor Listaháskóla Íslands. Hún tekur við embætti 1.
ágúst næstkomandi af Hjálmari H. Ragnarssyni, sem hefur verið rektor frá stofnun. Hún segist
ekki hafa plön um að bylta starfsemi skólans, en nýju fólki fylgi auðvitað alltaf nýjar áherslur.
NÝR REKTOR
Fríða Björk
Ingvarsdóttir
segist hlakka
til að takast
á við þá
ögrun sem
nýja starfinu
sem rektor
Listaháskóla
Íslands fylgi.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Fríða Björk hefur getið sér gott orð sem bókmennta- og menningarrýnir, rithöf-
undur, blaðamaður og þýðandi. Undanfarin ár hefur hún starfað sjálfstætt, m.a.
sem þýðandi og fyrirlesari, en einnig sem þáttagerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu.
Hún hefur verið fastur gagnrýnandi Víðsjár á Rás 1 og í Kiljunni í Sjónvarpinu.
Um þessar mundir er hún gestaumsjónarmaður í vikulegum þætti á Rás 1, Íslensk
menning– getum við gert betur?. Fríða Björk starfaði hjá Morgunblaðinu í tæp 10
ár (2000-2009) og gegndi þar ýmsum störfum. Hún var ritstjórnarfulltrúi menning-
ar um árabil, einn af leiðarhöfundum blaðsins, pistla- og greinahöfundur. Einnig
skrifaði hún bókmenntagagnrýni bæði um íslenskar bókmenntir og erlendar.
Fríða Björk vann einnig sem sérfræðingur í þýðingardeild utanríkisráðuneytisins
um skeið og kenndi við Háskóla Íslands á árunum 1997-2008.
Fríða Björk er gift Hans Jóhannssyni hljóðfærasmið og eiga þau tvö börn, Elínu
Hansdóttur myndlistarmann og Úlf Hansson tónskáld.
Starfsferill Fríðu Bjarkar