Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2013, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 11.04.2013, Qupperneq 50
11. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34 ALLT ER FER- TUGUM FÆRT Íslenski dans- flokkurinn fagnar fertugsafmæli í ár og sýnir meðal annars verkið Walking Mad af því tilefni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM            ! "           HARPA KALDALÓN Sunnudag 14. apríl kl. 16:00 Miðaverð kr. 3.000 / 2.500 STEFÁN S. STEFÁNSSON STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR Styrkt af Miðar á midi.is  harpa.is  í miðasölu Hörpu Stórsveitin frumflytur heila efnisskrá nýrra og spennandi verka eftir saxófónleikarann og tónsmiðinn Stefán S. Stefánsson. Stefán þræðir hér nýja stigu og gerir tilraunir með takta og tónblæ, en tónlistin er rituð með hljóðfæraleikara sveitarinnar í huga. Stjórnandi: Stefán S. Stefánsson Dansverkið Walking Mad eftir sænska danshöfundinn Johan Inger verður frumsýnt í Borgar- leikhúsinu annað kvöld. Það er gamansamt verðlaunaverk sem er sýnt víðs vegar um Evrópu um þessar mundir. „Walking Mad flétt- ar saman húmor, galsa og geðveiki og hafði Johan Inger orðatiltæki Sókratesar „Okkur hlotnast mestu gæði gegnum brjálæði, ef það er guðsgjöf“ að leiðarljósi þegar hann samdi verkið. Verkið krefst mikils af dönsurunum þar sem þeir fylgja stigmagnandi takti tónverksins Boléro eftir Maurice Ravel en sam- tímis tjá þær miklu tilfinningar sem fylgja verkinu,“ segir í frétta- tilkynningu um verkið. Auk Walking Mad verður flutt verkið Ótta eftir Ásgeir Helga Magnússon, Hjördísi Lilju Örnólfs- dóttur og Unni Elísabet Gunnars- dóttur. Þau eru öll dansarar Íslenska dansflokksins og unnu verkið í nánu samstarfi við aðra dansara flokksins. Ótta var frum- sýnt þann 22. nóvember síðastlið- inn sem hluti af kvöldinu Á nýju sviði en verður nú lagað að Stóra sviði Borgarleikhússins og sýnt í nýrri útfærslu. Íslenski dansflokkurinn fagn- ar 40 ára afmæli sínu í ár. Walk- ing Mad er fyrsta frumsýning afmælis ársins en dansflokkurinn hefur í nógu að snúast. Að sögn Gunnars Páls Jónssonar, mark- aðsstjóra flokksins, er apríl met- mánuður hjá flokknum, dansarar hans taka þátt í 25 eða 26 sýning- um. „Fyrir utan Walking Mad eru dansarnir með í Mary Poppins, sem er sýnd mjög þétt, þannig að það er nóg að gera.“ Svo verður um sinn áfram. Fram undan er flutningur á Vorblótinu á Listahátíð í Reykjavík í maí og þá verður verk Helenu Jónsdóttur, Tímar, frumsýnt í haust. Tímar byggir á stefnumóti eldri og yngri kynslóða úr sögu íslenskrar dans- listar og verður samið sérstaklega í tilefni af afmælisári Íslenska dansflokksins. sigridur@frettabladid.is Fagna fertugsafmæli með gamansýningu Íslenski dansfl okkurinn frumsýnir Walking Mad eft ir sænska danshöfundinn Johan Inger annað kvöld. Sýningin er sú fyrsta sem dansfl okkurinn frumsýnir á 40 ára afmæli fl okksins. Stefnir í að apríl verði metmánuður. SÆNSKUR HÚMOR Walking Mad er eftir sænska danshöfundinn Johan Inger. Listasafninu Louvre í París var lokað í gær eftir að starfsfólk safnsins lagði niður störf í mót- mælaskyni við ásækni vasaþjófa sem undan- farið hafa herjað á gesti og starfsfólk safnsins. Margir þjófanna eru börn sem komast ókeyp- is inn í safnið vegna ungs aldurs. Aðferð þeirra felst í því að betla pening og hópast í framhald- inu í kringum fórnarlambið og stela af því verð- mætum. Í árslok í fyrra falaðist stjórn safnsins eftir því að fleiri lögregluþjónar yrðu fengnir til að vakta safnið, en ekki hefur dregið úr vandamálinu. „Börnin eru mjög harðsvíruð og skipulögð,“ sagði einn starfsmaður í samtali við breska blað- ið Telegraph. „Handtökur eru ekki mögulegar vegna ungs aldurs krakkanna. Þeir mæta bara aftur næsta dag þó að þeim sé hent út.“ Eftir lokun safnsins í gær héldu um 100 starfs- menn að menntamálaráðuneytinu í Parísarborg og kröfðust aðgerða yfirvalda. Louvre-safni lokað vegna þjófa Starfsfólk Louvre mótmælti aðgerðaleysi vegna ungra þjófa með verkfalli í gær. LOUVRE 30.000 gestir sækja safnið heim dag hvern á þessum árstíma. Í gær voru þeir töluvert færri vegna lokunar safnsins síðdegis eftir að starfsfólk lagði niður störf. MENNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.