Fréttablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 52
11. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36 TÓNLIST ★★★★ Sinfóníuhljómsveit Íslands Stjórnandi: Ivan Volkov, einsöngvari: Hanna Dóra Sturludóttir HARPA 5. APRÍL Ef tónskáldin Wagner og Mendels- sohn væru á lífi í dag og væru gest- ir í Silfri Egils, þá myndi þáttur- inn enda með handalögmálum og óvæntu auglýsingahléi. Tónlist eftir óvinina var á dag- skránni á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands á föstudagskvöldið. Óvinirnir voru nánast jafnaldrar. Mendelssohn dó þó langt fyrir aldur fram. Þegar hann kvaddi þennan heim var hann talinn eitt mesta tónskáld fyrr og síðar. Það átti eftir að breytast. Í dag líta margir á hann sem annars flokks tónskáld. Tónlist hans þykir vissu- lega tæknilega fullkomin, auk þess sem laglínurnar eru flottar. Sumum finnst hún bara ekki nógu djúp. Líklegast er það Wagner að kenna. Skömmu eftir að Mendels- sohn dó skrifaði Wagner afar fjandsamlega grein um hann. Hún var full af gyðingahatri – Mendels- sohn var jú af gyðingaættum. Wagner hélt því fram að hann hefði ekki haft nauðsynlegan inn- blástur, hefði ekki verið raunveru- legur listamaður, þrátt fyrir mikla menntun og hæfileika, vegna þess að hann var gyðingur. Nú er ekki alveg ljóst af hverju Wagner skrifaði þessa grein. Sennilega var það vegna þess að hann var sjálfur að reyna að kom- ast á þann stall sem Mendelssohn var á. Það eimir eftir af áhrifum greinar innar í dag. En á tónleik- unum á föstudagskvöldið var alveg ljóst hver hafði vinninginn. Það var Mendelssohn! Flutt var þriðja sinfónían hans, Hin skoska eins og hún er venjulega kölluð. Ilan Volkov stjórnaði, og það er gaman að segja frá því að hann hefur sjaldan verið betri. Túlkunin var opnari og óheftari en oft áður. Tón- listin var ótrúlega hrífandi undir stjórn hans. Hún var ekki aðeins áferðarfalleg og flott samansett, heldur líka þrungin skáldskap. Maður fann fyrir þessu óáþreifan- lega, sem að mínu áliti einkennir sanna list. Blásararnir voru í banastuði, sérstaklega hornleikararnir. Í hröðu köflunum var hljómsveitin í heild að vísu eilítið ósamtaka. En í lifandi flutningi er svo sem aldrei neitt fullkomið. Aðalatriðið var túlkunin. Wagner kom reyndar einnig ágætlega út. Sigfried Idyll, sem leikið var af litlum hópi meðlima hljómsveitarinnar, var glæsilegt. Samspilið var nákvæmt, og þráð- urinn í tónlistinni slitnaði aldrei. Wesendonck-ljóðin voru líka mögn- uð. Músíkin sjálf er ekki með því besta eftir Wagner, það er eitt- hvað fyrirsjáanlegt í henni – hún er of úthugsuð. En það fyrirgafst því söngurinn var ekki af þess- um heimi. Einsöngvarinn var einn fremsti söngvari þjóðarinn- ar, Hanna Dóra Sturludóttir. Rödd hennar var einstaklega fögur; túlk- unin svo fáguð og markviss að það var dásamlegt. Að lokum verð ég að nefna eitt atriði sem skiptir máli á Sinfóníu- tónleikum. Það er tónleikaskráin. Í henni er venjulega ítarlegur texti um tónlistina á dagskránni. Text- inn er hluti af tónlistarupplifun- inni, fólk fræðist um verkin og fær betri innsýn í þau. Hinn ritfæri Árni Heimir Ingólfsson skrifaði áður í tónleikaskrárnar og gerði það af fagmennsku. Sömu sögu er ekki að segja nú. Textinn var eftir Helga Jónsson, margar setningarn- ar voru alltof langar, og sömu orðin komu stundum fyrir aftur og aftur. Það var pínlegt. Hér hefði þurft að vanda betur til verka. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Glæsilegur flutningur á tónlist eftir Wagner og Mendels- sohn. Söngurinn var himneskur. En textinn í tónleikaskránni hefði mátt vera vandaðri. Fjandmenn saman á tónleikum Andri Björn Róbertsson, bass- barítón, og Kristinn Örn Kristins- son, píanó, flytja ljóðasönglög eftir Carl Loewe, Sigvalda Kalda- lóns, Jónas Ingimundarson og Franz Schubert í Salnum á morg- un, fimmtudag klukkan 20. Tónleikarnir eru liður í tón- leikaröðinni Tónsnillingar morgun dagsins. Andri Björn var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2012 sem bjartasta vonin og núna í mars vann hann fyrstu verðlaun í Alþjóðlegu Mozart-söngkeppn- inni í London. Auk þess vann hann einnig áheyrendaverðlaun og sérstök verðlaun fyrir túlkun á Schubert. Hann stundar nú nám við óperudeild Royal Academy of Music í London. Kristinn Örn stofnaði ásamt fleirum Allegro Suzuki-tónlistar- skólann í Reykjavík árið 1998 og hefur starfað þar síðan. Einnig er hann meðleikari við Söngskólann í Reykjavík. Tónsnillingar morgundagsins ANDRI BJÖRN Rísandi stjarna á tónlistar himninum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Miðasala fer fram á Miði.is, Harpa.is, í miðasölu Hörpu og í síma 528-5050. EINLEIKIN GAMANSEMI EFTIR KARL ÁGÚST, LADDA OG SIGGA SIGURJÓNS SÝNINGAR ERU HAFNAR Í HÖRPU ÞÖKKUM FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR! VORU M AÐ BÆ TA VIÐ F LEIRI SÝNIN GUM! SENA.IS/L AD DI #laddilengirlifid
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.