Fréttablaðið - 11.04.2013, Side 56
11. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40
Stórmyndin Oblivion verður frum-
sýnd hér á landi annað kvöld.
Myndin gerist í óskilgreindri fram-
tíð og er jörðin rústir einar eftir
árás geimvera á plánetuna. Sextíu
árum eftir stríðið er mannfólkið í
óða önn að undirbúa brottför sína
með því að safna saman þeim nátt-
úruauðlindum sem eftir eru á jörð-
inni og eyða innrásarherjum sem
urðu innlyksa á plánetunni eftir
stríðslok. Jack Harper er fyrr-
verandi hermaður sem gerir við
vélmenni og könnunarloftför sem
sinna eftirlitsstörfum á mannlausri
jörðinni. Dag einn bjargar hann
ungri konu úr geimfari sem hrap-
ar til jarðar og skömmu eftir komu
hennar er Jack rænt af hópi upp-
reisnarmanna sem starfar undir
stjórn hins dularfulla Malcolms
Beech. Í kjölfarið neyðist Jack til
þess að endurmeta allt sem hann
áður taldi sig vita um innrásina og
eftirmál hennar.
Tom Cruise fer með hlutverk
Jacks Harper og líkt og kunnugt er
dvaldi hann hér á landi við tökur
á myndinni. Úkraínska leikkonan
Olga Kurylenko fer með hlutverk
hinnar dularfullu Juliu Rusakovu
sem Jack finnur í hröpuðu geim-
fari. Með önnur hlutverk fara
stórleikarinn Morgan Freeman,
Andrea Riseborough, hinn danski
Nikolaj Coster-Waldau og Zoë Bell.
Leikstjóri myndarinnar er
Joseph Kosinski, sem leikstýrði
áður myndinni Tron: Legacy frá
árinu 2010. Handrit myndarinn-
ar er byggt á teiknimyndasögu
sem Kosinski samdi árið 2005,
skömmu eftir að hann flutti til
Los Angeles. Walt Disney keypti
réttinn að myndinni árið 2010 en
hætti við þau áform þegar í ljós
koma að ómögulegt yrði að gera
fjölskylduvæna mynd úr hand-
ritinu. Universal Pictures tók við
keflinu og réð Kosinski til þess að
skrifa handritið að myndinni og
leikstýra henni.
Frumsýning Oblivion verður
víðast hvar ekki fyrr en í næstu
viku og því er lítið um gagnrýni
enn sem komið er. Peter Brad-
shaw, gagnrýnandi The Guardian,
gefur Oblivion þó tvær stjörnur og
segir myndatökuna einkennast af
nærmyndum af þaulæfðum
hasarhetju svip Tom Cruise.
- sm
Eyðileg framtíðarsýn
Stórmyndin Oblivion verður frumsýnd annað kvöld. Tom Cruise fer með aðal-
hlutverk myndarinnar, sem gerist á eyðilegri jörð í óskilgreindri framtíð.
Á EYÐIJÖRÐ Tom Cruise fer með aðalhlutverkið í spennumyndinni Oblivion. Myndin var að hluta til tekin upp hér á landi
síðasta sumar.
Tom Cruise dvaldi á Íslandi síðasta sumar
við tökur á Oblivion. Þáverandi eiginkona
hans, leikkonan Katie Holmes, heimsótti
Cruise á meðan á dvöl hans stóð. Skömmu
eftir heimsókn Holmes staðfesti lögmaður
hennar við tímaritið People að hjónaband
þeirra væri á enda. Ljósmyndir
Júlíusar Sigurjónssonar af Holmes
og Cruise á gangi í Reykjavík
voru þær síðustu sem náðust af
hjónakornunum saman.
Skilnaður í kjölfar Íslandsheimsóknar
Auk stórmyndarinnar Oblivion er
gamanmyndin The Incredible Burt
Wonderstone frumsýnd á morgun.
Jim Carrey, Steve Buscemi og Steve
Carrell leika aðalhlutverk í myndinni
sem fjallar um töframenn í Las Vegas.
Töframannadúóið Anton Marvel-
ton og Burt Wonderstone, sem leiknir
eru af þeim Steve Buscemi og Steve
Carell, eru meðal þeirra frægustu
í bransanum. Þeir þurfa hins vegar
að bregðast við dalandi miðasölu á
galdrasýningu þeirra því áhorfend-
ur virðast vera farnir að fá leið á sí-
endurteknum töfrabrögðunum. Götu-
listamaðurinn Steve Gray, sem Jim
Carrey leikur, virðist vera að stela
sviðsljósinu og þeir Marvelton og
Wonderstone þurfa að vera hugmynda-
ríkir til að ná aftur stöðu sinni sem
þeir bestu í bransanum.
The Incredible Burt Wonderstone
var frumsýnd vestanhafs þann 15.
mars og hefur fengið ágætis dóma.
Gagnrýnandi The Guardian gaf mynd-
inni þrjár stjörnur.
Leitin að galdraneistanum
Gamanmynd með grínistaelítunni í Hollywood frumsýnd.
TÖFRAMAÐUR Steve Carell í hlutverki sínu sem Burt Wonderstone.
NORDICPHOTOS/GETTY
Anne Hathaway og Christopher
Nolan munu leiða hesta sína saman
að nýju í myndinni Interstellar, en
Hathaway og Nolan unnu síðast
saman að gerð The Dark Knight
Rises.
Deadline greinir frá því að
Hatha way muni leika á móti Matt-
hew McConaughey, en þátttaka
hans í myndinni var staðfest í
lok mars. Líkt og Nolan er vani
hvílir mikil leynd yfir söguþræði
myndar innar, en ljóst er að hún
gerist í geimnum einhvern tímann
í framtíðinni. Tökur á Interstellar
ættu að fara fram í sumar og verð-
ur myndin frumsýnd í nóvember á
næsta ári.
Vinnur með Nolan
Anne Hathaway í nýrri kvikmynd Batman-leikstjóra.
Norræn kvikmyndahátíð hefst í
Norræna húsinu í dag og stendur
til 21. apríl. Þetta er í fyrsta sinn
sem hátíðin er haldin og er stefnt
að því að hún verði árleg.
Á hátíðinni er lögð áhersla á að
sýna gæðamyndir frá Norðurlönd-
unum og er opnunarmynd hennar
danska myndin Kapringen með
Pilou Asbæk í aðalhlutverki.
Allar myndir hátíðarinnar
verða sýndar í Norræna húsinu
og hefjast sýningar klukkan 18
og 20. Myndirnar verða sýndar
með enskum texta og er aðgangur
ókeypis.
Áhersla á norrænar
gæðamyndir
Norræn kvikmyndahátíð hefst í Norræna húsinu í
dag. Opnunarmyndin er Kapringen frá Danmörku.
NORRÆN HÁTÍÐ Norræn kvikmynda-
hátíð hefst í dag. Opnunarmynd
hátíðarinnar skartar Pilou Asbæk í aðal-
hlutverki. NORDICPHOTOS/GETTY
MEÐ NOLAN Anne Hathaway mun
endurnýja kynni sín við leikstjórann
Christopher Nolan. NORDICPHOTOS/GETTY
➜ Töframaðurinn David
Copper field sá um að þjálfa
leikarana í alvöru töfra brögðum
fyrir tökur á myndinni.
Get tu
hvað ég
heiti!
Verið velkomin að fagna með okkur útgáfu
bókarinnar GILITRUTT OG HRAFNINN eftir
Bernd Ogrodnik og Kristínu Maríu Ingimarsdóttur
í Eymundsson Austurstræti, í dag 11. apríl kl. 17.
Fimm heppnir kaupendur fá tvo
frímiða á Gilitrutt í Þjóðleikhúsinu
í Eymundsson Austurstræti í dag!