Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2013, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 11.04.2013, Qupperneq 58
11. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42 KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is 490 kr. kostar mánaðar áskrift á Makaleit.is. Þriggja mánaða áskrift kostar 1.190 krónur. Nýjum notendum býðst ókeypis áskrift í þrjátíu daga. „Við viljum ekki að áskrift létti pyngjuna um of. Þrír mánuðir kostar svipað og einn bíómiði,“ segir Björn Ingi. Fæst án lyfseðils Verkir í hálsi og öxlum? Verkjastillandi og bólgueyðandi við verkjum í hálsi og öxlum! Stefnumótasíðan Makaleit.is er glæný viðbót í stefnumótaflóruna hér á landi og ætluð fólki á öllum aldri. Síðan er hönnuð af Birni Inga Hall- dórssyni forritara og fór í loftið fyrir fimm vikum. Björn Ingi hefur unnið að gerð síð- unnar frá því í ágúst í fyrra. Hann segir viðbrögðin hafa verið góð og eru skráðir notendur nú um fimm hundruð talsins. „Það kom okkur á óvart að flestir skráðir notendur eru konur á aldrinum 30 til 45 ára. Við bjuggumst við því að karlmenn yrðu í meirihluta,“ segir Björn Ingi. Aðspurður segir hann að vefurinn sé einstaklega traustur og geta not- endur sjálfir stýrt því hverjir hafa aðgang að hvaða upplýsingum. Að auki geta skráðir notendur síðunnar óskað eftir því að láta staðfesta aldur sinn og kyn. „Vefurinn er ætlaður fólki í leit að lífsförunaut og ekki þeim sem eru í leit að einnar nætur gamni.“ Meðal þeirrar þjónustu sem Maka- leit.is býður upp á er persónuleika- pörun. Þá svarar einstaklingurinn spurningum um persónuleika sinn, áhugamál og viðhorf til sambanda. Niðurstaðan er síðan keyrð saman við svör aðila af hinu kyninu og þannig getur fólk auðveldlega fundið aðra sem deila áhuga- málum þeirra og lífsskoðun- um. „Fólk getur einnig sýnt hvort öðru „leyndan áhuga“. Hafi sömu einstaklingar sýnt hvor öðrum áhuga lætur kerfið þá vita af því, annars helst áhug- inn leyndur,“ segir Björn Ingi. sara@frettabladid.is Stefnumótasíða fyrir fólk í leit að maka Björn Ingi Halldórsson forritari hannaði vefsíðuna Makaleit.is. Síðan er ætluð fólki í leit að lífsförunaut og hefur slegið í gegn meðal einhleypra kvenna. NÝJUNG FYRIR EINHLEYPA Björn Ingi Halldórsson forritari hannaði stefnumótasíðuna Makaleit.is. Síðan fór í loftið fyrir fimm vikum og telur um 500 notendur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sambandsmiðlun.is Einkamál.is Makaleit.is ➜ Íslenskar stefnu- mótasíður ? Spurning: Ég var að spá í stunur því kærasti minn er nánast hljóðlaus þegar við sofum saman. Mér finnst gott að stynja en um daginn þá sagði hann mér að vera róleg og að ég þyrfti ekki að þykjast finnast þetta svona gott. Málið var samt að mér fannst þetta mjög gott og finnst eiginlega bara betra þegar ég styn. Ég vildi því vita af hverju stynja sumir mjög hátt og aðrir ekki? Er algengara að konur stynji frekar en karlar? SVAR: Þetta er virkilega áhuga- verð spurning og ágætt að setja í samhengi við áreynslu og líkams- rækt. Einkaþjálfari sagði mér eitt sinn að öndun væri mjög mikil- væg þegar maður væri í ræktinni og að maður þyrfti að passa að halda alls ekki niðri í sér andan- um. Það væri ekki verra ef að það heyrðist í manni, þetta væru jú átök. Ef þú spáir í það þá heyrir maður karlmenn oft stynja hátt og skammarlaust þegar þeir lyfta þungum lóðum. Þá er það vel þekkt úr tantra-fræðum (sem og jóga) að öndun getur verið lykil- inn að unaði. Þar getur maður stillt hugann inn á við en hugur- inn er einmitt mjög mikilvægur þegar kemur að kynlífi. Ef maður er farinn að veita öndun meiri athygli en unaðinum þá getur önd- unin byrjað að trufla, hvort sem hún er of mikil eða of lítil. Eins og með svo margt annað, þá er mikil- vægt í þessu að tala saman. Segðu kærasta þínum að það auki unað þinn að fá að stynja og að það sé alls ekki merki um neins konar fíflagang (ekki það að fíflagang- ur sé bannaður uppi í rúmi, síður en svo). Að sama skapi getur þú spurt hann hvort hann langi ekki að sleppa aðeins af sér beislinu og stynja af ánægju, allavega anda markvisst? Það þarf ekki að fara í samkeppni við reyndustu klám- leikara, bara anda aðeins og þá munu stunurnar fylgja. Það getur aukið á unað beggja í kynlífi þegar það heyrist aðeins í ykkur en finnið gullna meðal- veginn sem þið getið bæði verið sátt með. Stunurnar auka á unaðinn STUNUR AF HINU GÓÐA Stunur geta aukið á unaðinn í kynlífi og því ætti fólk að stynja hátt og skammarlaust. NORDICPHOTOS/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.