Fréttablaðið - 11.04.2013, Síða 60
11. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44
Söngkonan Avril Lavigne og Chad Kroeger,
söngvari hljómsveitarinnar Nickleback,
trúlofuðust síðasta sumar eftir mánaðar-
langt samband. Parið ræddi samband sitt
og brúðkaupsáform sín í útvarpsþætti
Ryans Seacrest fyrir skemmstu.
„Þetta verður lítið brúðkaup með
nánustu vinum okkar og fjölskyldu.
Það verður samt stórfenglegt og það
verður þema. Chad veit ekki öll smá-
atriðin enn þá,“ sagði söngkonan um
væntanlegt brúðkaup.
Lavigne og Kroeger kynntust fyrir
ári síðan er þau unnu saman við gerð
hljómplötu.
Halda lítið brúðkaup LÍTIÐ BRÚÐKAUP
Avril Lavigne
ætlar að
halda litla
brúðkaups-
veislu
með Chad
Kroeger.
BÍÓ ★★★
G.I. Joe: Retaliation
Leikstjórn: Jon M. Chu
Leikarar: Dwayne Johnson, Jonathan
Pryce, Adrianne Palicki, Byung-hun
Lee, Ray Stevenson.
G.I. Joe: Retaliation er heimsku-
leg og yfirdrifin. Persónusköpun-
in er arfaslök og tæknibrellurnar
misgóðar. Samt hefur hún eitt-
hvað. Heilmikið meira að segja,
því hún er þrælskemmtileg fram-
an af.
Það er erfitt að benda nákvæm-
lega á hvað það er sem virkar, því
mjög margt í myndinni virkar
alls ekki. Ég hallast þó að því að
það sé gleðin. Sama gleði og illa
spilandi en kraftmiklar pönk-
sveitir búa stundum yfir.
Með þessu er ég alls ekki
að segja að ávallt beri að taka
viljann fyrir verkið. Dwayne
Johnson er vöðvatröll en hann
er ekki síður sjarmatröll. Nær-
vera hans gerir heilmikið fyrir
myndina og Jonathan Pryce er
skemmtilegur skúrkur.
Andi bandarískra hasarteikni-
mynda níunda áratugarins svíf-
ur yfir vötnum með tilheyrandi
þjóðrembu og dramatík. Inn á
milli má svo (með miklum vilja)
greina ádeilu á vígbúnaðarkapp-
hlaup stórveldanna, en G.I. Joe:
Retaliation lætur mann fyrst og
fremst langa til að kasta poppi og
láta dólgslega.
Haukur Viðar Alfreðsson
NIÐURSTAÐA: Bjánaleg en fer langt
á sjarmanum.
Kraft mikið poppkorns-
fjör og pönkgleði
G.I. JOE: RETALIATION „… G.I. Joe: Retaliation lætur mann fyrst og fremst langa til
að kasta poppi og láta dólgslega.“